Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 15
Gjöríð svo vel Gjörið svo vel og fáið ykkur sæti við stýrið í Bláfugli II. Á myndinni til hægri sjáið þið, hvernig mælaborðið lítur út og útsýnið út um gluggann. Athugið númerin á myndinni. Þar sjáið þið: 1) viðbragðsmæli. Nálarnar tvær eiga að snúa nákvæmlega hvor á móti annari, þegar Champbell knýr Bláfuglinn til hins ýtrasta. 2) Hraðamælir. 3) Bremsumælir. Tvö sjálfstæð bremsukerfi eru í bílnum. 4) Mælir fyrir öryggisbremsur. 5) Hitamælir, sem segir til um hitann í útblástursröri vélarinnar. 6) Snúningshraðamælir fyrir mótorinn. 7) Mælir fyrir olíuþrýsting í gírkassa. 8) Starthnappar fyrir eldsneytispumpur. 9) Þrýstimælir fyrir háþrýstistrokk. 10) Mælir fyrir eldsneytisþrýsting. 11) Stýri. mannslíf að veði. Snemma að morgni, áður en eyðimerkur- vindurinn byrjar að blása, þá verður gert út um það á nokkr- um sekúndum, hvort öll þessi verðmæti fara í vaskinn og mað- urinn bíði bana. Að þeim augna- blikum liðnum vita menn, hvort þetta var ómaksins vert. Maður- iun, sem ætlar að reyna við hraðametið, heitir Donald Champbell og farartækið hefur verið skírt Bláfugl II. Fyrir Don- ald er þetta fyrst og fremst spurn- ing um heiður. Ekki svo að skilja, að maðurinn sé ærulaus, ef hann reynir ekki við metið. En fyrir þá, sem mokað hafa 1 það pen- ingum að búa til hraðskreiðasta bíl heimsins gildir það eitt að fá sina peninga aftur og helzt að græða pínulitið á fyrirtækinu. Þetta mislieppnaðist nefnilega siðast. Það var mikið tjón og þar urðu 200 milljónir að engu. Svo nú hafa þeir lagt 500 milljónir i þessa mettilraun. Það má vissulega ekk- ert mistakast. D. Champbell er 43 ára og sonur eins frægasta kappakstursmanns í heiminum, Bretans Sir Malcolm Champbell. Hann átti eitt sinn hraðametið bæði á bát og i bil. Það met var síðar slegið og þar var að verki Bandarikjamaðurinn John Cobb. Það þótti Bretum sárt. Met Cobb hljóðaði upp á rúmlega 634 km hraða á klst. svo það var ekki heiglum hent að bæta það. Cobb gerði seinna tilraun til að bæta met til sjós, en þá fórst hann. Bretar fóru á kreik að nýju. Þeir smíðuðu Bláfugl I og fluttu hann vestur á saltslétturnar í Utah í Bandarikjunum. Þar hafði metið verið tekið af þeim. Don- ald Champbell var valinn til að stjórna farartækinu. Han var þá orðinn þekktur fyrir að vera ó- feiminn við hraða; var búinn að ná sjómetinu af gamla niann- inum föður sínum og lofaði hon- um á dánarbeði hans að ná bíl- metinu aftur til gamla Englands. Tilraunin var gerð í september 1961, en undirbúningurinn var ekki isem slkyldi. Þegar Donald var kominn með Bláfuglinn upp í 560 km hraða, varð ójafna á vegi hans. Bíllinn kom ekki á réttan kjöl næstu 700 metrana. aHnn eyðilagðist gersamlega, en það ótrúlega skeði: Donald Champbell komst ómeiddur út úr flakinu. Bretar sáu, að ekiki mátti við svo búið standa og byrjuðu að undirbúa nýja mettilraun með sinni alkunnu þrjózku. 72 fyrir- tæki lögðu fjármuni i nýjan Blá- Framhald á bls. 37. )GMETIÐ SKAL FJÚKA Hvert einasta stykki er smíðað sér- staklega fyrir Bláfuglinn. Hann er knúinn túrkínuvél og tekur loftið inn um trjónuna að framan. Champbcll situr í kúlunni á milli framhjólanna. Bíllinn er 9 m langur og 2.50 á breidd. Ýmsir tæknilegar bætur hafa verið gerðar á honum frá Bláfugli I, sem fórst á sléttunum í Utah. VXKAN 30. tbl. — 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.