Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 22
••••HANN LÍFIR FYRIR SIGLINGAR OG SONG Sigurður teiknaði og fékk einkaleyfi á „System conform“, raðhúsgögnum eink- um ætluðum fyrir sumarbústaði og hótel. Þessi húsgögn cru framleidd og seld í Danmörku. í sér neistann. Eftir skamman tíma hafði hann svo mikið af verkefnum fyrirliggjandi, að hann varð að leggja nótt við dag. Neistinn var orðinn að báli; Sigurður Karlsson var kominn á hillu, sem hentaði honum vel. Samt langaði hann á sjóinn. Sú löngun varð svo sterk, að hann hætti útstillingunum, þegar þrekið óx og komst á norskt skip, sem var í förum um allan heim. Það átti vel við piltinn. Hann kynntist fjarlægum þjóð- um; kom í hafnarbæi í Evrópu, Asíu og Afríku. Þannig liðu tvö ár. Þá var hann heima að nýju, búinn að svala útþrá sinni í bili. Verkefnin biðu eftir honum, hann var kominn í búðarglugg- ana um leið og hann kom. „Ég virtist bera þetta utaná mér,“ sagði hann, „ég þurfti ekkert fyr- ir því að hafa að fá verkefnin. En ég sá, að bezt mundi að læra eitthvað í þessa átt.“ Svo Sigurður Karlsson fór til Danmerkur, þar sem sjá má fal- legri og listrænni útstillingar, húsúgögn og innréttingar en víð- ast annars staðar í heiminum. Hann nam í hálft ár við Bergen- holz skólann, sem útskrifar skreytingamenn. Uppúr því hafði hann haldgóða þekkingu og þar að‘ auki konuna sína. Hún var þar á skólanum. Að skólanum loknum réðist Sigurð- ur til útstillinga hjá Aulin, einni stærstu gólfteppa- og húsgagna- verzlun á Norðuriöndum. Þar var hann eingöngu við glugga- útstillingar. Jafnframt fór hann að fá áhuga á húsgögnum og innanhússfrágangi. Og fyrst hann var nú þarna á Danagrund, þá hafði hann á því engar vöflur og fór á Interiörarkitektsskolen í Kaupmannahöfn. Það nám varð þó skemmra en ráð hafði verið gert fyrir, því húsnæði brást og reyndist ómögulegt að fá inni. Þegar tími gafst til, hafði Sig- urður verið í söngnámi hjá Mog- ens Videl og þótti svo efnilegur söngvari, að honum var lofað kennslu við Konungl. leikhúsið nokkrum mánuðum siðar. En hann var á götunni og varð að flytja til Randers. í því plássi keyptu þau hjón- in sjálfsafgreiðsluþvottahús og gerbreyttu í því öllum innrétt- ingum svo það var hið nýtízku- legasta. Sigurður vann eins og berserkur, þvoði og strauaði og ók þvottinum heim til viðskipta- vina á kvöldin. Konan var búin að fá ágæta stöðu, var yfir öll- um útstillingum hjá verzlunum Sehou þar í Randers. Svo Sig- urður varð líka að annast barna- gæzlu, því nú var einn erfingi kominn til sögunnar. Jafnframt öllu þessu teiknaði hann húsgögn og vann að þvi að búa til nýja gerð raðhúsgagna, sem gefið var nafnið „System Conform“. Hann smiðaði eitt sett og fór með það til Michelsens í Randers, það er stór húsgagnaverzlun. Michelsen varð hrifinn af hugmyndinni og fékk einkaleyfi á sölu og fram- leiðslu um allan heim. Þetta eru húsgögn, sem fremur er ætluð í sumarbústaði, eða hótel. Sigurður rak þvottahúsið i hálft ár. Þá bauð Michelsen hon- um stöðu við verzlunina; hann skyldi teikna húsgögn og fá fast kaup og prósentur. Þar var harín um sex mánaða skeið og teikn- aði allskonar gerðir húsgagna. Það leit sem sagt út fyrir, að Sigurður Karlsson gæti orðið efnaður góðborgari í Randers, fengið bjórvömb eins og hver annar góður Dani, komizt í hreppsnefnd og kannski í kirkju- kórinn. En það varð nú ekki af því. Hann reif sig burtu úr vel- sældinni í Randers því heimþráin lét hann ekki í friði. Konan hafði ekkert á móti því að flytja til íslands og það skipti engum tog- urn, að þau voru komin „upp“ og fengu íbúð á Kjartansgötunni í Norðurmýri. Það er þriggja herbergja íbúð, sem hafði verið í leigu og niðurníðslu. En þau gengu að því með oddi og egg að lagfæra hana. Og nú vitnar forsíðumyndin. á Vikunni um það hvernig umhorfs er í stof- unni hjá þeim. Sigurður hefur sjálfur teiknað og jafnvel smíðað flest húsgögnin. Blái stóllinn úti í horninu er danskur, en hitt er hans verk. Sófaborðið er úr furu og mjög sérkennilegt. Það er í aðalatriðum samkvæmt kerfi Sigurður í „System Conform“. Sama er að segja um sófabekk- inn. Hann er úr furu og svamp- dýna á miðju hans. Plötuspilari og útvax-p úr furu er á öði-um enda hans, en hátalari á hinum. Á miðju gólfi er mjög sérkennileg- ur stóll, sem raunar er í smíðum. Það er stóllinn, sem Sigurður sit- ur í á forsíðumyndinni. Hann verður framleiddur í misstórum einingum. Misstórum þannig, að maður getur haft hann breiðan að vild, allt uppí sófabreidd. Bakið, sem á myndinni situr á sjálfri setunni, á að tengjast við grindina með tveim stálfjöðrum og verður þá bil á milli setunnar og baksins. Þessi stóll er upp- finning Sigurðar og mun hann væntanlega koma hér á markað innan skamms. Sérhver hús- gagnateiknari leggur í það metn- að sinn að teikna og búa til stól, sem sker sig alveg frá öllu öðru, sem áður hefur verið gert. En nú hafa verið smíðaðar svo ó- teljandi gerðir af stólum, að það fer að verða erfitt að vera frum- legur. Á teiknistofu Sigurðar, sem er við hlið stofunnar, var líka tekning af öðrum stól, sem á að vera „alveg sérstakur". Hann er úr stáli með stökum púðum, yfirdekktum með ís- lenzkri gæru. Yfir sófaboi'ðinu hangir Ijós úr tíu málmhringj- um, sem er snúið svo þeir mynda kúlu utan um peruna. í svefn- herberginu er samskoiiar ljós, nema þar eru ferhyrningar úr málmi í stað hringja. Þetta nefn- ir Sigurður ,,cosy-ljós“ og þau ei'u seld undir því nafni í raf- tækjaverzlunum hér. Sigurður lætur sjálfur fi'amleiða þau. Veggir eru allir málaðir ljósir, málverk eftir Kára Eiríksson prýðir einn vegginn í stofunni. Gólfteppi valdi Sigurður í Teppi h.f. í Austui’stræti. Það er fram- leitt þar, eða raunar í hús- næði Glerverksmiðjunnar sál- uðu. Teppið er óskorið, það er að segja, lykkjurnar snúa upp í stað endanna. Efnið er íslenzk ull og ofið í sauðalitunum. Sig- urður sagðist trúa því, að fal- , legra gólfteppi fyndi maður ekki í öllum heiminum. Það er sann- arlega gleðilegur vitnisburður. Á einum stað lxangir svonefnd- ur ,,órói“ niður úr loftinu. Það voru þrjár litlar mýs úr pappír, hengdar í þríarma á hring svo þær eru í jafnvægi. En við minnstu hitabreytingu eða um- gang, þá iða þær og tifa. Það er frúin á heimilinu, sem býr til óróann. Hún býr til ýmisskonar skrautmuni af mikilli fingrafimi og sumt af því er selt í verzlun- um, t. d. Dimmalimm, en mest af því er keypt beint úr höndun- um á henni. Síðan Sígurður Karlsson kom heim, hefur ha:?n leiðbeint hús- byggjendum og öðrum um lita- val og innréttingar á íbúðum. Einnig hefur hann teiknað hús- gögn fyrir Húsgagnaverkstæði Helga Einarssonar í Brautar- holti. Hann kvaðst hafa kosið að starfa fyrir Helga, vegna þess hve Helgi vandaði til allra smíða, að öðrum framleiðendum ólöst- uðum. Þegar þetta er skrifað, er einmitt vei'ið að smíða fyrstu eintökin af skrifstofuhúsgögnum hjá Helga, sem Sigurður hefur teiknað. Ritvélarborðið er á hjól- um og fest við skrifborðið með liðamótaarmi, svo hægt er að hafa það alveg við höndina, eða spyrna því frá, þegar einkarit- ai'inn sezt á hné forstjórans. Sigurður Karlsson á nýjar hugr-yndir „í stöflum“. Samt lifir hann fyrir siglingar og söng, að því er hann segir og tekur lagið í baðherberginu svo undir tekur í næstu húsum. Hann ætl- aði eitt sinn að sigla kringum hnöttinn og lagði aleiguna, nokk- ur þúsund danskar krónur, í seglskútu. En hún sökk í höfn- inni í Helsinki, áður en hann lagði af stað. En minnugur þess, að „alltaf má fá annað skip“, hefur hann ekki gefið þá hug- mynd á bátinn. Hann ætlar að teikna eins og óður maður þar til hann kemst af stað kringum hnöttinn að nýju — á seglskútu. ■k 22 — VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.