Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 26
 m '*/ ' ■ " ii / ' , \ -'X ; Fyrir þá sem ekki hafa kynnzt af eigin raun sambúðarvandamálinu milli hvítra og svartra í Bandaríkjunum, er ógerning- ur að ímynda sér það djúp, sem sums staðar er staðfest milli kynþáttanna. Flestum ber saman um, að negrarnir hafi ekki meiri áhuga fyrir samneyti við hvíta, en hvítir við þá sjálfa. Að margra dómi hafa hvítir menn komið fram við negrana af vansæmandi hörku og mannúðarleysi. Myndin hér til vinstri er frá átökum í Birmingham í Alabama. Nei, þetta er ekki úr neinni af hinum mörgu kvikmyndum um grimmdaræði naiista í fyrri styrjöld. Þetta er lög- reglan í Alabama að meðhöndla negra — sem raunar sýninst varla bera hönd fyrir höfuð sér. Lögreglan notaði hunda sér til aðstoðar. Enda þótt ökki séu yfir- lýstar stórstyrjaldir um þess- ar nmndir í heiminum, þá á hugtakið Friður á jörðu sannarlega ekki upp á pall- borðið. Sú hugsjón, að allir menn gcti lifað saman í bræðralagi á jörðinni, virðist eiga langt í land með að verða að veruleika. Það stafar sjálfsagt af vanþroska manns- ins; ekki er annað að sjá en Homo Sapiens verði að jrróast í nokkrar áraþúsundir i viðbót til þess að verða af mgð eitthvað af villidýrseðli sínu. Maðurinn er oftast góður með öðrum góðum. Með frið- söniu fólki af svipuðum stig- um, uppruna og litarhætti, verða sjaldnast þau ágrein- í Laos getur englnn öðrum treyst. Hér er ung stúlka mcð farangur sinn, byssu og byssusting. ingsefni að leiði til blóðsúthellinga, En það má litið út af bera. Geysi styrjöld er voðinn vís á alla kanta. Komi upp á- greiningsefni, sem veldur mjög andstæðum skoðunum og Iiita, þá er eins víst, að fjöldi manns sé tilbúinn að svífast einskis. Fyrir nokkrum öldum bárust menn á banaspjótum vegna trúarskoðana. Villutrú var svo alvarlegur hlutur, að fyrir það hlutu menn að missa lífið á bálkesti. Á undanförn- um áratugum hafa menn ekki misst lífið fyrir trú sína, en hins vegar hafa milljónir orðið að þola hinar mestu hörm- ungar vegna þess að mannfólkið hafði mismunandi skoðanir á þjóðskipulagi. Það eru stjórnmálastefnur, sem hafa hitað mönnum svo í hamsi, að allt var lagt að veði til þess að halda velli. í raun og veru eru hað líka trúarbragðastyrjaldir. En nú hillir undir þriggja styrjaldarefnið og farið gæti svo, að það yrði megin styrjaldarefni framtíðarinnar. Það eru stríð milli kynþátta. Menn spyrja: Hvað verður, þegar guli kynstofninn er kominn á það stig að hann standi efnahagslega jafnfætis hinum hvita. Mun hann ekki telja sig þurfa meira „lebensraum“ á jörðinni eins og nazistarnir fyrir nökkrum árum. Eða hvað með svarta kynstofninn? Við höfum séð þáð í Bandaríkjunum, hvernig hvítum og svörtum gengur að lifa í náinni sambúð. Aftur og aftur logar allt í óeirðum i Suður- ríkjum Bandaríkjanna og því miður hafa Iivítir menn sizt ver- ið til fyrirmyndar í þeim átökum. Ef til vill er ástandið allra verst í Suður-Afríku og spurning, livenær hinir fjölmennu blökkumenn þar, lirista hvita manninn af sér. Menn þykjast sjá þá tið fyrir, að guli kynstofninn leggi að minnsta kosti Asíu undir sig og sá svarti Afríku og báðir eigi þeir eftir að standa hvíta kynstofninum jafnfætis I tæknilegum efnum. Munurinn verður bara sá, að þessir kynstofnar verða margfalt mannlleiri en sá hviti. Það er þegar farið að ólga í pottinum i Kína. Leiðtogi kínverskra ikommúnista, Mao Tse Tung hef- ur látið svo ummælt, að Kínverjar mundu ekki skirr- ast við að leggja út í styrjöld, jafnvel þó fullvissa væri um, að 300 milljónir manna færust af þjóðinni Því annað eins eða meira yrði cftir. Gyðingahreinsanir nazista á strúðsárunum voru uppliaf meiri háttar árekstra milli kynþátta. En margt bendir til þess, að mikil áthk sé\i efti'r, eftki sízt meðan fámennir hópar hvítra manna reyna að halda milljónum I skefjum með ógnum og valdi. En revnslan sýnir, að be.zt er fyrir liina ólilui kynþætti að lifa aðskildir. Náið sambýli hentar ekki. Það leið- ir til vansæmandi átaka og meiningarlausra grimmd- arverka. Takið eftir myndunum frá Birmingham í Alabama, sem fylgja með þessari grein. Lögreglu- þjónninn, sem er opinber starfsmaður og sjálfsagt inenntaður maður, sýnist njóta þess rikulega að beita grimmum hundi á svertingja. Og á annarri mynd, Framliald á bls. 43. <] Þannig yfirheyra þeir í Laos. Fangar eru hengdir upp á oínbogunum og þar að auki troðið sápu í munn þeirra.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.