Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 34
HVERNIG DÆMIR t>0? SKILYRÐI BORGARSTJÓRANS. Síðustu fréttir okkar af Jóni Jónssyni voru þær, að hann stóð i málaferium vegna húsakaupa. Einn morgun sagði Jón vi'ð Bentborgu sína, að liann hefði komizt að raun um, að svik og prettir fylgdu ávallt húsa- kaupum. Hann sagðist ætla að fara nýjar leiðir í þessum efnum. Nú hefði hann í liyggju að verða sér úti um lóð og byggja sjálfur. Þá kæmust engin svik að. Jón sótti um lóð i lóða-flokki, sem bærinn var að úthluta, en var synjað. Þá festi Jón kaup á 600 fermetra lóð í eldri hluta borgarinnar, og var kaupverðið kr. 90.000,00. Hann sótti nokkrum sinnum um hyggingarleyfi, en var jafnan synj- að. Þegar liann spurðist fyrir um ástæðurnar fyrir þessum synjunum, fékk han þau svör, að borgaryfirvöldin væru ekki enn búin að endurskipuleggja svæði þetta. Loks rann upp sá dagur, að Jón Jónsson fékk í pósti bréf frá sjálfum borgarstjóranum, þar sem honum var tilkynnt, að hið umbeðna leyfi fyrir tvilyftu húsi úr járnbeintri stein- steypu á lóðinni væri veitt. Þó gat borgarstjórinn þess i bréf- inu, að leyfið væri veitt með því skilyrði, að hann léti ræmu af lóðinni, ca. 100 m2 undir fyrirhugaða götubreikkun án endurgjalds. f gleðivímu hóf Jón nú hina langþráðu húsbyggingu. Dag nokkurn, þegar Jón og menn hans voru önnum kafnir við byggingarvinnuna, komu stórvirkar vélar frá bænum og rót- uðu til og grófu sundur neðsta hluta lóðarinnar. Þá mundi Jón eftir skilyrðinu, sem borgarstjóri hafði sett fyrir bygg- ingarleyfinu. Næstu nótt íhugaði Jón málið í einstökum liðum og i heild. Bærinn verður að leggja götur. Enginn getur staðið á móti þvi. En áttu þeir ekki að framkvæma eignarnám og gjalda mér bætur? Ég keypti lóðina háu verði, og nú verð ég að láta stóran hluta hennar af hendi án endurgjalds. Byggingar- leyfið mitt liefur sanarlega kostað skilding. Það er auðvitað aldrei jöf-n aðstaða, þegar einstaklingur á í samningum við bæjarfélag. En hefur Beykjavíkurborg ekki misbeitt aðstöðu sinni að einhverju leyti gagnvart mér? Þarf e. t. v. ekki að vera. Þegar Jón vaknaði næsta dag, sagði hann: „Hvernig svo sem liggja kann í máli þessu, er það þess virði, að dóm- stólarnir fjalli um það“. Spurning Vikunnar: VAR SKILYRÐI BORGARSTJÓRA LÖGMÆTT? Sjá svar á bls. 50. NEI, NEI, NEIÍ Framhald af bls. 39. og hraut. Ég barði með hamri á stóra tunnu. Karlarnir þutu á fætur og slöguðu fyrir framan mig. -— Klukkan er sex, öskraði ég, la palavra va. — An þess að segja orð, stigu þeir inn í bílinn, og án þess að segja orð byrjuðu þeir að vinna. Eftir klukkutíma sagði Antonio: — Hættum í kvöld, pípurnar eru komnar í lag, nú er ekkert eftir annað en kaupa sement og nýjar gólfflísar. •— Þá förum við núni í bíln- um og kaupum það sem vantar, sagði ég. — Lokað, sagði Antonio á- nægður, við komum aftur á morgun og vcrðum þá búnir að kaupa allt. Ég gat ekkert sagt, og þeg- ar pípulagningamennirnir hurfu syngjandi niður stíginn, bárum við hjónin rúmin inn í dagstof- una og læstum dyrunum að svefnherberginu. Ég komst líka að samkomulagi við nágranna okkar um að við fengjum að nota klósettið hans. — Hver veit, kannski koma þeir hreinlega á morgun? sagði ég við konuna mína. — Ha, ha, ha, sagði hún bitur, ha, ha, ha. Antonio kom aftur. Ég vissi hvað hann vildi og brosti. - Ég var næstum búinn að gleyma töluvert mikilvægu at- riði, getum við fengið borgað fyrir vinnuna í dag, það er nefni- lega siður hér í landi, að ... ? — Gerðu það ekki, veinaði konan mín á sænsku, þá koma þeir aldrei aftur. Antonio hlýtur að hafa skilið hvað hún sagði. Vinbrigðin lýstu af honum og hann sagði: — Viljið þið ekki borga í dag? — Nei, sagði ég, ekki fyrr en verkinu er lokið. En Antonio hafði fleiri spil á hendinni. Hann átti ás. •— Það vantar rör, sement og fjórtán gólfflísar, til þess að geta keypt allt þetta, þarf ég þrjú hundruð peseta. — Heyrirðu hvað hann segir, hrópaði ég til konunnar minnar. — Já, við eigum engrar und- ankomu auðið, nema ef þér gæti dottið eitthvað í hug. — Ég fer sjálfur og kaupi það sem vantar á morgun, þegar búðir eru opnaðar, sagði ég sigri- hrósandi. — Þá kostar það helmingi meira, sagði hann. Það var rétt. Ég mundi þurfa að borga smásöluverð. Ég lét Antonio fá þrjú hundruð peseta og hann hvarf úr lífi mínu í þrjá daga. Það var óþægilegt með alla steypuna og tígulsteinana. Það var líka óþægilegt að þurfa allt- af að vera að heimsækja ná- grannann, sem var mjög vin- gjarnlegur, en vafalaust lítið hrfinn af öllum þessum hlaup- um okkar, því að hann sagði: — Hvernig gengur það með klósettið ykkar, gengur pípu- lagningamanninum nokkuð með verkið? Að þremur dögum liðnum kom Antonio aftur. Veikur, sagði hann, ég hei' verið ósegjanlega veikur og liðið illa, það var þess vegpa, að ég kom ekki í gær. — f gær, þér áttuð að koma fyrir þremur dögum. — Þarna sjáið þér sjálfur, senor, ég hef verið svo veikur, að ég hef ekki einu sinni getað haldið tölu á dögunum. — Og hvar er sementið og ílísarnar? •—• Ég leyfði mér að taka pen- ingana sem fyrirframgreiðslu upp í kaupið mitt meðan ég lá. svona dauðveikur. — Við förum strax og kaupum það sem þarf. — Við ókum inn í borgina. Allt sement var uppgengið. Gólf- flísarnar voru bara til í hræði- legum rauðum lit, þær hvítu voru væntanlegar eftir nokkrar vikur. — Þetta er allt saman þér að kenna, sagði ég á sænsku. Loks gátum við náð í sement, og það tókst líka að fá gólfflís- ar. Þær voru reyndar af allt annarri stærð og í andstyggileg- um grænum lit, en það voru þó flísar. —■ Væri ekki betra að bíða, þar til hinar flísarnar koma? sagði Antonio og leit í huganum fram á rélega viku. Ég svaraði ekki, benti bara á bílinn, og við ókum aítur heim. Antonio skildi að mér var al- vara, þegar ég settist hjá honum með veiðibyssuna mína á hnján- um. Hann vann af töluverðum dugnaði, og um kvöldið var allt tilbúið. I-Iann renndi niður úr klósettinu, hann opnaði kranana í eldhúsinu, og allt var í lagi. Nú vildi hann fá borgað. — Reyndu allt nokkur hundr- uð sinnum áður en þú sleppir honum, sagði konan mín. — Ég reyndi allt og renndi niður, og varð ekki var við neinn galla. Antonio brosti. -— Þetta eru spönsk vinrru- brögð, eins og þau gerast bezt, sagði hann. Hann fékk peningana. Ég gekk yfir til nágrannans og þakkaði honum fyrirhöfnina og sagði honum, að okkur mundi vera ánægja að því að gera honum greiða, þegar hann þyrfti á því að halda. — Þið fáið strax tækifæri til þess, sagði hann, það er ekkert. vatn í húsinu. — Ekkert vatn, hvernig getur það verið? — Það er nú það, sagði hann, það getur komið af ýmsu. Það vaknaði hjá mér illur grunur og ég hljóp inn í mitt hús og opnaði kranana. Það foss- aði úr þeim, en það sem fossaði var ekki vatn, heldur loft. — Li, öskraði ég, það er ekk- ert vatn. — Þá er ekki um annað að gera, sagði Li, en að fá hingað pípulagningamann. * — VXKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.