Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 35
. . . Lífskjaramark íslendinga. Framhald af bls. 9. krónur alls. Og þá er reikning- urinn kominn upp í 87.500 krónur. Sem fyrr er getið, eru bæði hjónin hófsfólk í vínneyslu. Nú til dags byrjar unga fólkið svo snemma að drekka, að það er hætt að nenna því, þegar það kemst yfir tvítugt (sá hluti þess, sem ekki dettur alveg í það). Það hefur samt ekki á móti góðri lögg í glasi á hátíðum og tylli- dögum, og gaman að gefa gest- um koníaksglas eða líkjör með kaffinu. Og þá eru nú upphæð- irnar ekki lengi að staflast upp. Mér telst til, að þessi stöku hófs- hjón mín leggi árlega 2500 krón- ur til ríkisins gegnum peninga- kassa áfengisverzlunarinnar fyr- ir utan það, sem þau drekka, þegar þau fara út að skemmta sér. Og þá er eftir að tala um tóbakið. Hún reykir ekki. Það er líka alveg rétt hjá henni. Það er nóg, að annað hjónanna mal- biki á sér lungun og haldi lífinu í krabbameininu. Hann reykir auðvitað Camel, og pakki á dag er vana skammturinn. Það gerir rétt tæp 8000 á ári. Þar að auki fær hann sér iðulega Roi Tan vindil, þegar sólin skín og vel liggur á honum, og hann á jafn- vel til pípu í fórum sínum og þykir því rétt eftir ástæðum að eiga einhvers staðar tóbakskorn í pípu til líka. Þess utan á hann alltaf til dálítið af filter sígarett- um handa vinkonum konunnar sinnar, sem auðvitað reykja all- ar. Tóbakskostnaðurinn er sem sagt 10 þúsund krónur á ári hverju. Nú er reksturskostnaðurinn kominn upp í 100 þúsund krónur á ári. Þar við bætast svo opinber gjöld, og það mun láta nærri, ef við miðum við að maðurinn hafi 9 þúsund króna mánaðar- tekjur, sem þykir alls ekki svo klént nú til dags, að þau séu um 10 þúsund á ári. Þó er það breytilegt eftir ástæðum hvers og eins, en eftir því, sem ég kemst næst, mun þetta vera með- altalið fyrir hjón með eitt barn. Sem sagt: 110 þúsund krónur. Ef við miðum nú við, að það taki hjónin tíu ár að ná fyrsta lífskjaramarki, og jöfnum fasta- fastakostnaðinum niður á þann tíma, verður hann 91.500 krónur á ári. Þar við bætast svo vextir af heildarfastakostnaðinum, en þá er dálítið erfitt að finna út, vegna þess, að aðstaða manna er mjög mismunandi. Sumir verða að taka svo til allt að láni, sumir minna, og þar fram eftir götunum. En hagfræðingar mínir segja mér, að með því að reikna 7% vexti af hálfri heildarupp- hæðinni, sé komið eins nálægt meðaltalsvöxtum og hægt er. Samkvæmt þeirri aðferð verða þeir 32.025 krónur á ári. Rekst- urskostnaður og fastakostnaður yfir árið verður þannig alls 233.500,00 krónur, eða 19.458,83 krónur á mánuði! Mér blöskraði þetta svo mikið, að ég lengdi tímann um helming, þótt ég viti vel, að það má ekki. Þá verður útkoman sú, að á ári hverju verða hjónin að greiða 171.622,50, því reksturskostnað- urinn lækkar ekki á ári hverju eins og fastakostnaðurinn. Mán- aðargreiðslurnar verða þá, — með 20 ára gjaldfresti — 14.301,84 krónur. Ég skil bara ekki, hvemig þetta er hægt. En það er hægt, þess sér maður mýmörg dæmi allt í kring um sig. En ég er stað- ráðinn í að komast að því, og ef mér tekst það, skal ég skýra ykk- ur frá því- líka, lesendur góðir, — þótt það verði kannski ekki fyrr en þegar ég þarf ekki leng- ur á því að halda sjálfur — eftir svona tíu eða fimmtán ár ... sh. Nýjar hljómplötur. Framhald af bls. 11. vonandi er þetta eina eintakið, sem Fálkinn fékk. The Emeralds: Little white lies og The Kerry Dancers. Tvö gömul lög, hið fyrra er gamalt og fallegt amerískt dægurlag, hið síðara er margra áratuga gamalt brezkt þjóðlag. Bæði eru lögin útsett samkvæmt síðustu tíma kröfum, rokkkkkkkkkk. Kór er notaður til að skreyta útsetning- una og nýtur hann sín mjög vel í síðara laginu. Lagið er örstutt og þess vegna endurtekið hvað eftir annað og á mismunandi máta, og gerir plötuna fyrir bragðið skemmtilega. HMV-hl j ómplata. The Ventures: Skip to M‘- Limbo og E1 Cumbancero. Vent- ures sendu frá sér hvert lagið á fætur öðru fyrir allmörgum mán- uðum, sem öll náðu metsölu. Nú höfum við'ekki heyrt frá þeim í langan tíma fyrr en með þess- ari plötu, en fyrra lagið á henni hefur náð miklum vinsældum. Þetta er skemmtilegt lag, og jaðrar við calypsómúsík. Síðara lagið er hin gamla og góða samba eftir Hernandez, sem er höfundur margra þekktra laga í Suður-Amerískum stíl. Hér er lagið útsett í rokkstíl og nýtur sín ekki, sem skyldi, þó allt sé í botni, eins og þar stendur. Liberty-hljómplata úr Fálkan- um, Laugavegi. VIKAN 30. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.