Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 38

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 38
— Allt stoppað aftur, sagði konan mín, þegar hún kom út úr baðherberginu. — Heldurðu að það sé nokkuð alvarlegt, er ekki bara hægt að laga það með nokkrum vatns- fötum og þessari gúmmíslöngu, þú veizt? — Ég er búin að reyna, það er vonlaust. — Ég skal líta á það einhvern tíma eftir matinn. — Bezt að þú gerir það strax, það er allt á floti. — Ég gat ímyndað mér fram- haldið. Það beið mín alveg sér- staklega andstyggilegt púl. Ég beit á jaxlinn, gekk niður að bílnum og ók inn til borgarinnar. Ég stanzaði bílinn úti fyrir verkstæði pípulagningamannsins, gekk inn og barði á dyrnar. Hurðin var læst og enginn svar- aði. — Fontanero, hrópaði ég, pípulagningamaður, vaknaðu, hér eru komnir viðskiptavinir! Ekkert rauf þögnina og ég gekk aftur að bílnum. Þá mundi ég allt í einu eftir konu pípu- lagningamannsins, sem var stór og geðillur kvenmaður og var alltaf að þvo þvott og tala við alla, sem hún náði í upp í brekk- unni bak við litla húsið. Hún mundi kannski vita hvar hann héldi sig. Þegar ég nálgaðist húsið heyrði ég í henni bak við það. Hún var að skamma krakkana og syngja. — Góðan daginn, sagði ég, ég er að leita að manninum yðar, ég hef dálitla vinnu fyrir hann. — Er hann ekki á verkstæð- inu? — Ég er búinn að berja þar og hrópa, en hann er hvergi sjá- anlegur. — Vamos a ver, það er bezt að sjá hvar hann felur sig. Ég hef verið svo dauðveikur, sagði pípulagningamaðurinn. Ég leyfði mér að taka peningana sem fyrirfram- greiðslu meðan ég lá---. SMÁSAGA E F T I R STURE DALSTROM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.