Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 41
-— Ég á heima í öllum hverf- um. - Heyrðu, segir ljóshærði maðurinn og vottar fyrir óþolin- mæði í rómnum. •—- Þú verður að hypja þig héðan, ég skyldi aka þér í bæinn ef ég mætti vera að því, en því miður, það er ekki hægt í þetta sinn. Stattu nú upp og farðu heim til þín, þú þarft að sofna og hvíla þig. — Ég verð kyr hér, ég þarf hvergi að mæta, eins og þræll og láta loka mig inni á svona degi. — Páll er orðinn þrjózkur á svipinn, ögrun í raddblænum. — Gott og vel, svo þú þarft ekki að láta loka þig inni. — Nú er umburðarlyndi mannsins á þrotum, og þarna stendur konan hans við glugggann og fylgist með gangi málanna. Hann geng- ur heim að húsinu, án þess að segja fleira. Fer snöggvast inn, en kemur fljótlega út aftur, stíg- ur inn í bílinn sinn og' ekur burt. — Æ, veslings maðurinn, taut- ar Páll og sýpur á flöskunni. Síð- an heldur hann áfram að sitja og vera til í sólskininu. Þegar lögreglubíllinn nemur staðar á götunni fyrir framan hann, reynir hann að standa upp, en tekst það illa, og tveir lög- regluþjónar taka undir báðar hendur hans og leiða hann á milli sín út að bílnum, líkt og hann væri litli bróðir þeirra. — O, já. Búrin. Þau eru dá- lítið misjöfn, þykkt veggjanna, gluggastærðin og sitthvað fleira. Og Það er undir ýmsu komið hvaða búri maður lendir í. En ég held nú samt að hinir verði að dúsa lengur í sínum. Páll Jónsson tautar þetta við sjálfan sig og engan annan. Hann ætlaði líka að segja eitt- hvað fallegt við blessaða sólina í kveðjuskyni, en vannst ekki tími til, áður en bíldyrnar lok- uðust á eftir honum. ★ í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. mála sinna, en fengu ekkert annað en ónot og hálfgerðan skæting, og hún harðneitaði að fallst á, að þetta „naut“ hefði verið hross í lifanda lífi. í sambandi við þetta má geta þess, að sterkur grunur leikur á því, að einn kjötframleiðand- inn, sem vöru sína selur í Reykja vík, pretti kúnna sina iðulega með því að selja þeirn folalda eða tryppakjöt fyrir nautakjöt, því i rauninni eru þessi liold nauðalik, þótt vissulega sé þar munur á. Þetta minnir mig á litið atvik fyrr i sumar. Konan mín keypti sér skó í þekktri skóverzlun við aðal verzlunargötu miðborgar- innar. Þegar heim kom, og hún fór að athuga skóna, kom i ljós, að annar var númer 38 •— eins og hún bað um — en hinn núm- er 39. Daginn eftir, í hádeginu fór ég með henni til þess að fá Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- Mjög auðveit. Kiippið Mcð nýja Toní bindivök- r r spissinn af flöskunni og vanum leggið per hvern kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega bindivökvinn er tiibúinn sérstakan íokk jafnt og liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðförum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal lítið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT — ENGIN ÁGIZKUN —ENGiR ERFIÐLEIKAR Lii noLhuudi. leið betri og varanlegri hárliðun. leiðréttingu á þessum málum, en þá fannst enginn skór á móti þessum númer 38. Það endaði með þvi, að við skildum skóna skóna eftir svo verzlunarfólkið gæti atliugað sinn gang. lílukk- an þrjú skauzt konan úr vinnunni til þess að athuga málið, en ekkert hafði gengið enn. Klukk- an rétt fyrir sex gekk ég enn með henni til þessarar verzlunar, og enn hafði ekkert verið gert i málinu. Þá loks var hafizt handa með að leita dauðaleit að skónum, en án árangurs. Það endaði með því, að konan min var beðin um að velja sér aðra skó, þar sem sá glataði fannst ekki. Hana langaði hins vegar ckki í aðra skó af þessum, sem þarna voru, og við báðum um að fá þessa endurgreidda. Það komu vöflur á afgreiðslustúlk- una, en svo sagðist hún ekki búast við þvi, að það gengi greitt, því það væri yfirleitt ekki endurgreitt. Að lokum náð- ist í verzlunarstýruna, sem að vísu endurgreiddi skóna orða- laust, en með fýlusvip og baðst ekki einu sinni afsökunar á af- greiðslumistökunum eða þvi vafstri, sem viðskiptavinurinn varð að standa í vegna þeirra. Er þetta kurteisi? Annað dæmi, nýrra: Konan min lceypti áleggspylsu, sem ég veitt ekki um nafn á, í stórri og þekktri matvöruverzlun (kjör- búð) litlu ofar í sömu götu og sömu megin. Pylsan var i um- búðum með álímdum verð- snepli, og leit svo sem ekki illa út gegn um sellófanið. En þegar heim kom, og ég fékk að smakka vöruna, kom í Ijós að hún var dragúldin og þó brimsölt. Það getur ekki hafa gerzt öðru vísi VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.