Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 43
en þannig að efnið i liana hafi verið orðið úldið, þegar húri var gcrð. Næsta morgun fór hún aft- ur með pylsuna þangað sem hún keypti hana, og vildi fá að skila henni. Verzlunarstjórinn setti upp spekingssvip, spændi ögn úr pylsunni og staklc upp í sig. Siðan sagði hann að þessi pylsa ætti að vera söit, kjamsaði á bit- anum og kingdi honum. Síðan spændi hann annan bita lianda aðstoðarmanni sinum, og þeim manni tókst einnig að sporð- renna flísinni. Ég dáist að þeim því mér finnst sérlega vont að finna ýldulykt, hvað þá ýldu- bragð. Að lokum ákváðu þeir þó að taka pylsuna aftur, með hundshaus þó. Ég veit ekki, hvernig öðrum er farið, en ég get ekki þanið út brjóstið af þjóðrembingsbelg- ingi, meðan svona lagað á sér slað, svo að segja á hverjum degi. s/i. Heirasfriðurinn í . . . Framhald af bls. 27. sjást lögregluþjónar taka svartan mann fantatökum og eru ekki færri en þrír á móti einum. Orstutt er síðan menningar- þjóðin Bretar lét hafa sig til vansæmandi hryðjuverka á Kýp- ur. I Algeir gegndu Fransmenn böðulshlutverki fyrir stuttu og Þjóðverjar hafa meira á sam- vizkunni í þessum efnum en nokkur önnur þjóð. Hverju er ekki hægt að búast við af þjóð- um, sem við köllum skammt á veg Qiomnar, jiegar rótgrónar inenningarþjóðir ganga á undan með fordæmi, sem margir kynoka sér við að trúa að geti vcrið satt. Og hver er raunveru- lega orsökin? Líklega er hún einfaldlega sú, að það er lielzt til skammt liðið síðan maðurinn fór að ganga uppréttur. ÚTLAGARNIR. Framhald af bls. 12. ið áður, og Katya spurði sjálfa sig hver sæi um þessa drengi og kæmi þeim í öruggt var, þegar þannig stæði á. Hún vissi að Dmitri var foringi þeirra, en fannst það með öllu óhugsandi að svo ungur drengur hefði til að bera þá fyrirhyggju, gætni og dómgreind, sem með þurfti þeim til verndar í öllum þeim ósköp- um, sem þá gengu á. Vladimir kom allt í einu í ljós. Hann hafði staðið á bak við tré. „Góðan dag,“ sagði hann. ,,Ég var farin að halda að þú kæmir ekki til móts við mig,“ sagði hún. „Ég er búin að bíða hérna í hálftíma og svipast eftir þér.“ „Ég sá það. Ég vildi bara full- vissa mig um að þú værir ein á ferð. Að þetta væri ekki nein brella.“ „Þú treystir mér þá ekki? Þú mátt trúa því, að ég vil einungis það, sem þér er fyrir beztu.“ „Já, en það er bara ekki víst að við lítum sömu augum á það,“ svaraði hann og brosti slægðar- lega. „Og röðin er enn ekki kom- in að mér, að ég verði tekinn og leitað á mér. Ég greiddi minn skatt í vikunni sem leið.“ „Hvað áttu við með því?“ Hann skildi þegar að hún hafði ekki hugmynd um samninga þeirra við Arnaldov fulltrúa. „Það er ekki nejtt,“ sagði hann. „Ertu með peningana?“ „Já,“ sagði hún um leið og hún dró upp þúsund rúblurnar og rétti honum. Hann tók við þeim, taldi seðl- ana og stakk þeim síðan inn á sig. Svo leit hann á hana. „Þú kannt ekki að verzla,“ sagði hann. „Ég hefð hæglega getað stungið á mig peningunum og hlaupizt á brott, án þess að láta þig hafa nokkuð í staðinn, skil- urðu?“ „Já, það skil ég. Hvernig átti ég að haga mér?“ „Þú áttir ekki að láta mig fá peningana, fyrr en þú hafðir aðra höndina á myndinni." „Já, nú skil ég. Nei, ég er hrædd um að ég kunni ekki að verzla." „Og samt heldurðu að þú get- ir kennt mér,“ sagði hann stork- andi um leið og hann afhenti henni myndina. Hún skoðaði hana gaumgæfi- lega. Þótt hún væri hrjúft skorin, bar hún þegar kennsl á strásóp- inn og bogið bak gömlu konunn- ar, sem hélt hreinni gangstétt- inni úti fyrir pósthúsinu. Hún hélt á myndinni í lófa sér, gagn- tekin annarlegri kennd. Þessa mynd átti hún sjálf. Það var eitthvað innilegt og persónu- legt við hana, eitthvað sem ekki átti neitt skylt við neitt það, sem hún hafði eignazt áður. Maður verður ekki gripinn slíkri kennd gagnvart fatnaði, mat, íbúð eða húsbúnaði. Allt þessháttar lét ríkið manni í té, allt eftir stöðu og launaflokki. En þessa mynd átti hún sjálf. „Sagðir þú Dmitri frá því, að við hefðum hitzt í gær?“ spurði hún. „Hef ég ekki sagt þér, að ég þekki ekki neinn Dmitri?“ spurði hann á móti. „Vertu ekki að því arna. Ég vil ekki neitt illt með því. Þú hlýtur að hafa sagt honum frá fundi okkar. Þið hljótið að hafa rætt um það, sem við vorum að tala um.“ Hún sá að hann brá svip, að vísu ekki nema brot úr andrá, en nógu lengi til þess, að hún þurfti ekki að vera í neinum vafa um, að Vladimir hafði minnzt á hana við Dmitri, for- ingjann. „Og hvað álítur þú?“ hafði Dmitri spurt. „Ég veit ekki. Heldurðu að það geti átt sér stað, Dmitri, að hún vilji í raun og veru hjálpa okk- ur?“ „Fannst þér hún vera einlæg?“ „Þótt undarlegt sé, þá fannst mér það.“ Og nú, þegar hann stóð þarna frammi fyrir henni, leit hann fast á hana. „Má ég spyrja þig einnar spurningar?“ sagði hann. „Þú mátt spyrja mig hvers sem þú vilt,“ svaraði hún. „Otta- laust ...“ „Meinarðu það í raun og veru, að þú viljir hjálpa okkur?“ „Já, ég meina það. Ég meina það, að ég vil eingöngu hjálpa ykkur.“ „Þá mundir þú hjálpa okkur bezt, ef þú reyndir ekki að neyða Dmitri til að eiga tal við þig. Hann kemur af sjálfsdáðum, þeg- ar það hentar. Að svo mæltu var hann horf- inn sjónum, og- hún stóð eftir á strætinu með tréskurðarmyndina litlu í lófa sér. GRANT HOLLIS hafði verið um borð í „Kvöldstjörninni" síð- ari hluta dagsins, í heimsókn hjá Ray Kennedy yfirforingja, en þeir voru gamlir skipsfélagar. Þetta var síðasti dagurinn, sem skipið lá við hafnarbakka. Dag- inn eftir, þegar það hafði verið affermt að nokkru leyti og bráðabirgðaviðgerð farið fram á gapandi rifunni á byrðingi þess, átti að leggja því við akkeri úti á ytri höfninni. „Hvað liggið þið þar lengi?“ spurði Grant Hollis. „Það er óafráðið," svaraði Ray Kennedy. „Og síðan verðum við að leggjast aftur að hafnarbakka, svo að affermingunni verði lokið, og loks verður að gera betur við byrðinginn, áður en lagt er af stað heimleiðis. Hefurðu heyrt nokkuð frekar um brottferðar- leyfið, Grant?“ „Ekki orð.“ „Ég spurði flotafulltrúann hvort hann mundi geta komið því til leiðar, að þú fengir far með okkur heim?“ „Og hverju svaraði hann?“ „Hann hét að gera það, sem í hans valdi stæði, en við skyldum ekki gera okkur of miklar vonir.“ Þegar Grant gekk frá borði og hélt sem leið lá til Intourist- gistihússins, varð honum hugsað um Katyu. Það gekk á ýmsu um kynni þeirra. Nóttina niðri í kjallaranum, á meðan á loftárás- unum stóð, hafði framkoma hennar verið mjög alúðleg og ó- þvinguð. En þegar morgnaði, dró hún sig aftur í skel sína. Það var ekki svo auðvelt að átta sig á henni, enn sem komið var. Og um þetta var hann einmitt að hugsa, þegar hann gekk inn í veitingastofuna. Þegar hann var kominn þar inn á mitt gólf, nam hann skyndilega staðar. Lítill hlutur, sem stóð á afgreiðslu- Ef /ður vantar vélar, verkfærl, varahluti, eða þurfið að stofnsetja verksmiðju, verkstæði eða önnur fyrirtæki, þá sendið fyrirspurn til okkar. Við getum útvegað yður þetta allt með hagstæðu verði og góðum kjörum. Ennfremur járn, stál, bárujárn, vír og alls- konar rör. Einnig vörur úr gerfiefnum. Fjárútvegun eftir samkomulagi þegar um verk- smiðjur eða stærri framkvæmdir eða kaup er að ræða. Fyrirspurnum er svarað greiðlega. Stuttur afgreiðslufrestur. HABAG EXPORT & IMPORT G. m. b. H. BREITESTRASSE 28, DlíSSELDORF Símnefni: HABAGEXPORT VIKAN 30. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.