Vikan


Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 25.07.1963, Blaðsíða 45
lDorðinu, sem hún sat við, vakti í senn athygli hans og undrun. Lítil tréskurðarmynd af gamalli, rússneskri konu. Þegar hann sá myndina þarna, datt honum fyrst í hug að spyrja Katyu hvernig hún hefði komizt yfir hana. En þegar hann hafði, næstum ósjálfrátt, stigið skref nær henni, nam hann enn staðar, tók sér sæti við borð, bað um te og vodka og ákvað að fresta allri tilraun til að ná tali af henni þangað til hún ætti hæg- ara um vik. Viðhorf gestanna gagnvart loftárásum hafði gersamlega breytzt. Viku áður, þegar þær hófust aftur eftir langt hlé, höfðu þeir þráazt við það í lengstu lög að hverfa frá drykkju sinni þeirra vegna; nú, þegar þær höfðu staðið sex nætur í röð og farið stöðugt harðnandi, höfðu jafnvel þeir sem ölvaðastir voru, fulla gát á að komast sem fyrst í var. Um leið og merkið um yf- irvofandi loftárás var gefið, tæmdist því veitingastofan af gestum. Grant beið unz þeir voru allir farnir. Þá sneri hann sér að Katyu. „Það er loftárás," sagði hún stutt í spuna. „Þér ættuð að fara niður í kjallarann." „Ég veit það,“ svaraði hann. „En það var dálítið, sem mig langaði til að spyrja yður um.“ „Nú?“ Hún leit á hann og var vör um sig. „Hvar fenguð þér þessa tré- skurðarmynd? “ „Hvers vegna viljið þér vita það?“ „Vegna þess að ég skar hana út.“ „Nei. Nú trúi ég yður ekki.“ Hann brá hendinni ofan í vas- ann á gæruskinnsfóðraðri úlpu sinni, dró upp hálfskorna mynd og sjálfskeiðung sinn, brá hon- N-s á hættu, suður gefur. A A-G-6-5-4 y A-D-G 0 G-6-3 «5* D-G A 8-3 y K-10-3 4 K-9-8-7-4 A K-5-4 g-8-7-6-5-4-2 A-D-5 10-9 A K-D-10-9-7 y ekkert $ 10-2 * A-8-7-6-3-2 Það eru tvær ástæður fyrir því, að góðir spilarar tapa sveita- keppni. Annað hvort hafa þeir ekki rétta skapgerð, eða þeir eru með of margar gervisagnir. Suður: Norður: 1 lauf 1 spaði 4 spaðar 4 grönd 5 tíglar. 5 spaðar. Spilið í dag er frá Evrópumóti í bridge og skeði í leik Egypta við Frakka. Sagnir Egyptana á n-s voru þessar: Fimm tígla sögn suðurs var gervisögn, sem sagði frá einum ás. Hún gerði vestri kleift að dobla upp í útspil. Austur kom líka út í Suður: 1 spaði 4 spaðar 5 tíglar 6 spaðar. tígli og Frakkarnir fengu tvo slagi á tígul og einn á laufakónginn. Frakkarnir sögðu þannig: Norður: 3 spaðar 4 grönd 5 spaðar. Vestur trompaði út, blindur átti slaginn og laufadrottningunni var strax svarað. Vestur drap og tók sér umhugsunarfrest. Suður hef- ur gefið upp einn ás, sem hlýtur að vera laufaásinn. Sé hann með eyðu í sígli, þá kostar ekkert að spila honum. Hann spilaði tígli og spilið var tvo niður. í f jölbreyttu litaúrvali. eru komnar í verzlanir. Heildv. ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON H.F., Þingholtsstræti 11. Símar 18450 & 20920. um og skar til tötrum klæddan, rússneskan dreng að henni ásjá- andi. Hún horfði á hann, og það var eins og hvert hnífsbragð særði hana. Það var því líkast, sem þessir löngu, sterklegu fingur, sem skáru viðinn snöggum tök- um, gerðust nærgöngulir við hennar eigin líkama. „Hvar fenguð þér myndina?" spurði hann enn. „Ég keypti hana. í morgun.“ „Þér hefðuð ekki þurft þess. Mér hefði verið það sönn á'nægja að skera út mynd handa yður, eina eða fleiri, fyrir ekki neitt.“ Hann gat ekki gert sér í hugar- lund hvílík áhrif þessi orð hans höfðu á hana. Að fyrir þau fannst henni allt í einu myndin í sama flokki og hundrað smjör- pundin, sem skipstjórinn hafði boðið henni. Hún roðnaði. „Við tökum ekki á móti neinum gjöfum," sagði hún. „Hvað gáfuð þér fyrir mynd- ina?“ „Þúsund rúblur.“ „Þúsund rúblur," endurtók hann furðu lostinn. „Á ég að trúa því, að Rússar vilji kaupa þessar útskurðarmyndir mínar á þús- und rúblur, Katya?“ „Ekki Rússar. En Bandaríkja- mennirnir og aðrir á skipunum, sem hingað koma.“ „Nei, nú á ég ekkert orð. Þessi strákur, hann Dmitri. Það vant- ar ekki í hann verzlunarvitið.“ „Svo að þér þekkið Dmitri?" „Vitanlega.“ „Dmitri — foringja drengj- anna hinna?“ „Ég veit ekkert um það, en eftir þeim kynnum, sem ég hef haft af honum, þætti mér það ekki ólíklegt. Við höfum aldrei minnzt á neitt þessháttar; yfir- leitt ekki talað um annað en dag- inn og veginn, og ég hef selt hon- um þessar útskurðarmyndir mín- ar fyrir vodka.“ „En þér hafið séð hann? Þér þekkið hann í sjón?“ „Ég held nú það. Tólf ára strákur, en ekki sérlega stór eftir aldri, ljós yfirlitum, holdskarpur, óvenjulega fullorðinslegur í allri framkomu og tali, kaldhygginn og ekki uppnæmur fyrir smá- munum.“ Þetta kom henni allt mjög á óvart. „Þér þekkið Vladimir kannski líka — og hina dreng- ina?“ „Vladimir? Nei, ekki kannast ég við hann.“ „Það var hann, sem seldi mér þessa mynd.“ „Einmitt það. Ég hef ekki selt neinum þeirra myndir nema Dmitri.“ Grant glotti. „Hann virðist hafa eins konar einkasölu- Framhald á bls. 48 VIKAN 30. tbl. — ^PJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.