Vikan


Vikan - 01.08.1963, Síða 4

Vikan - 01.08.1963, Síða 4
i tyeliið aðeins það bezia undirfatnaður úr þykku nælon er bæði fallegur og svo sterkur, að hann er nær óslitandi. Illa farið með sveitamanninn ... Kæri Póstur. Mig langar til að heyra álit þitt á þeirri ósanngirni, sem mér fannst vera höfð í frammi, í sambandi við svokallaða sumar- hátíð, er haldin var nýlega í Hallormsstaðarskógi, (Atlavík). Ég er einn af þeim sveitamönn- um sem hefi gaman af að fá mér í staupinu þegar ástæður leyfa frá búskap og öðrum skyldu- verkum. Því var það að ég sló á þráð- inn nýlega og átti viðtal við Á.T.V.R., á Seyðisfirði og bað um að mér yrði send ein lítil flaska af brennivíni (í pósti), svona rétt til að væta kverkarn- ar og ylja sér á, eftir hið mikla kuldakast sem yfir okkur gekk um daginn. Var mér þá neitað um þennan sjálfsagða verzlunar- máta, sem svo oft hefur verið notaður áður. Því var við borið að ástæðan fyrir neituninni væri sú, að stór hluti síldveiðiflotans lægi í höfnum þar eystra og þar af leiðandi mikill ábyrgðarhluti að selja okkur sveitamönnum brennivín!! Ég skil ofurvel að ekki hafi verið æskilegt að fá allan þenn- an sæg drukkinna sjómanna í Hallormsstaðarskóg, til þess er ekki á staðnum það lið lögreglu- manna sem nægja mundi, ef til óláta kæmi, en þau eru því mið- ur algeng á þessum hátíðum. En þegar „HÖFT“ þessi eiga að bitna á saklausum sveita- mönnum sem biðja ekki nema urn eina flösku, þá finnst mér það helv.... hart ekki sízt þar sem engin leið var að fá keypta flösku fyrir minna en 6—800 krónur, og máttu menn þó leita lengi til að hreppa hnossið. Austfirzkur sveitamaður. --------Mitt álit er það, að ekki nái nokkurri átt að fara svona með saklausan sveitamanninn, og svei mér ef þeir geta leyft sér að loka útsölunni fyrir ykkur svona fyrirvaralaust. Umgengni ... Kæra Vika. Nú er sólmánuður og því er straumur ferðamanna sterkastur um landið. Flestir leggja leið sína um fegurstu staði landsins, en þar sem ég er svo lánsöm að eiga heima í mjög fagurri sveit hefur ferðamannastraumurinn ekki farið fram hjá landareign minni. Misjöfn er framkoma ferðamanna gagnvart landinu. Sumir tjalda í óleyfi, skilja eftir alls konar rusl og óþverra skammt frá tjaldstað, t. d. brotn- ar flöskur, og fyrir hefur komið að flöskubrot hafi orðið skepn- um að fjörtjóni. Aðrir ganga svo vel frá tjaldstað að engu er spillt af jarðargróðri, og ef flösk- ur eru skildar eftir, eru þær látnar á svo áberandi stað að þær sjást langt að, og eru auð- vitað óbrotnar og geta orðið landeigendum til gagns, sérstak- lega þar sem berjalönd eru góð. Ég býst við því að flestir, sem ferðast um landið hafi Vikuna að ferðafélaga, og því bið ég alla ferðamenn sem þessi orð lesa að virða helgi landsins og minn- ast þess að eitt glerbrot getur orðið skepnu að fjörtjóni og eins getur það sært litla barnshönd sem styður vinstri hönd á móð- ur jörð, á meðan sú hægri sting- ur bláberi eða krækiberi í lítinn munn. Með fyrirfram þökk til allra sem hugleiða orð mín. Sveitakona. Skortur ... Kæri Póstur. Ég er nýkomin úr hálfsmán- aðarferðalagi um landið. Og eitt var það, sem fór ósegjanlega í taugarnar á mér, og mér þykir rétt að því sé komið á framfæri. Það var þetta: Á almennings- VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.