Vikan


Vikan - 01.08.1963, Page 6

Vikan - 01.08.1963, Page 6
Það er febrúar og élin sigla vestan úr hafi yfir bæinn eitt af öðru og haglið bylur á þök- unum, á rúðunum og á fólkinu, sem gengur greitt og grípur um frakkahornin. Á milli er sól og heiður himinn •— jafnvel svolítið hlýtt, ef maður stendur í skjóli. Við austurgarðinn liggur Ægir gamli, varðskipið. Öllum sem þekkja þetta trausta skip, þykir svolítið vænt um það og okkar á milli köllum við hann oftast Grána gamla, esm er eins konar gælunafn. Gráni gamli hefur lengi þjónað landi og þjóð, saumað að veiði- þjófum, flutt farþega, flutt benz- ín og olíur gegnum brennandi höf í stríðinu, lækna og Ijósmæð- ur og lík þeirra, sem dóu. Já, margvíslegir ménn hafa gengið um þetta trausta og vandaða tekkþilfar og misjafnlega hefur þeim verið innanbrjósts, sem horfðu á síbreytilegan sjó úr þéssu gamia, gráa skipi. Hann hefur meira að segja flutt kon- unga og hirðir þeirra, stórmenni og þjóðhöfðingja og flestir eiga víst fremur góðar minningar þaðan. En það hefur mikið vatn runnið til sjávar, síðan kon- ungsborð svignuðu undir hvítum Síjglhimni á framþiljum, lángt síðan hirðmeyjar tipluðu á gull- skóm um þetta þilfar, sem er nú hlaðið af hverskyns netadrasli, vírum og köðlum Menn í ofanálímdum klofstíg- vélum með karfahlífum hafa komið í staðinn fyrir kavalera á lakkskóm. — Púrtvínsöldin, þessi rósrauða, veizluglaða öld er liðin - — kreppan liðin hjá. Hið praktíska er tekið við. Já. Hið praktíska hefur tekið við og nú á Ægir að fara í síldar- leitarleiðangur og er ætlunin að reyna að finna vetrarheimkynni síldarinnar, sem eru einhvers- staðar við suðausturströndina. Það er liðinn langur tími, síð- an Tryggvi Gunnarsson stofnaði Reknetafélag Faxaflóa, langt síðan Öldufélagarnir stofnuðu Draupni, en alltaf hafa síldveið- arnar í Faxaflóa verið að auk- ast. Kannski má auka þær enn? Miðvikudagur 3. febrúar. Menn eru að tínast um borð, því skipið á að fara klukkan eitt. Það er nóg að gera, því allt fram á síðustu mínútur hefur alls kon- ar hafurtask verið að koma um borð. í raun og veru er enginn almennilegur staður til fyrir þetta dót, en samt verður að koma öllu fyrir, svo það skemm- ist ekki. Úti eru veður válynd um þetta leyti árs. Þrír pödduteljarar eru komnir um borð, og svo leiðangursstjór- inn, Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur. Við þekkjum tvo teljar- ana, þennan grannvaxna og hinn, sem er rauðhærður. Einn er nýr. g — VIKAN 31. tbl. SILDARLEIT EFTIR JÓNAS GUÐMUNDSSON STÝRIMANN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.