Vikan


Vikan - 01.08.1963, Side 7

Vikan - 01.08.1963, Side 7
Hann er með alskegg, eins og helgur maður, og hann horfir hvikulum augum með viðbjcði yfir draslið. Hann er nýr, segir Elli. Fyrir tíu árum hefði hann orðið prestur. Nú er annað við- horf og miðlungsmenn verða fiskifræðingar. Pödduteljararnir eru be?.tu ná- ungar, en þeir eru óneitanlega erfiðir. Þeir sitja í sætinu manns, þegar maður ætlar að fara að borða, maður dettur um þá þeg- ar maður gengur um brúna og þeir stofna til vandræða út af minnsta tilefni. Vafalaust hafa þeir svipaða skoðun á okkur — þeir hafa ,,umráð“ yfir þessu skipi og finna til sín og stöku sinnum slær í hart. Þó er sam- búðin oftast góð, að minnsta kosti sæmileg á yfirborðinu. Kl. 1300 er landfestum sleppt. og vélin fer að snúast. Vélin í Ægi er miikð þing. Heilt fjall af stáli og kopar og hún er byggð áður en vélfræðin komst upp á lag með að byggja ónýtar trillur til að setja í skip: Aldrei hefur hún bilað, aldrei hefur hún brugðizt og hún gekk allt stríðið án þess að svo mikið sem skrúfa væri til skiptanna, því Danmörk var hernumin, en vélin er dönsk, Burm. & Wain. Gráni gamli seig hægt og virðulega frá brygg'junni og fólkið veifaði, síðan var tekið áfram og hann rann þungskreið- ur út úr höfninni og sem leið liggur út á Bollasvið og innan skamms var hún horfin þessi borg, horfin bak við blátt él. Þegar komið var út á dýpið, var asdikkið sett í gang, en asdikk er dýrmætt síldarleitar- tæki. Út af Gróttu fór strax að velta. Ælgir veltur alltaf mikið. Sér- staklega í smásævi. í kolbrjáluð- um veðrum veltur hann minna. Þetta er mjög lýgilegt, en svona eru nú mörg skip samt. Svona var Akraborg áður en henni var breytt, þá var sagt að hún ylti í tvo tíma við bryggjuna eftir að hún kom úr hafi. Gráni er svoleiðis líka, en gott skip samt. Mjög traust og gott skip. Lífið um borð fór að taka á sig hinn venjulega blæ. Menn bölva fjskifræðinni, og fiskifræð- ingarnir bölva veðrinu, varðskip- inu. Asdikkið urgar. Það er eins og verið sé að sarga í járn með ónýtu blaði og áfram heggur Gráni móti vestanöldunni fyrir Garðskaga og sniðið svo úr í Miðnessjó. í kröppustu bárunum, stingur hann stefninu langt inn í ölduna og fossinn kemur innfyrir, aftur eftir, byssan hverfur og sjólöðrið sáldrast yfir þilfarið, sem nú er búið að rýma. Það bylur á brúar- gluggunum, þegar sjógusurnar skella á þeim eins og hagl. Svo verður aftur kyrrt. Vélin stynur, það er erfitt að berja á móti og hæg slögin eru eins og í hjartanu á risastóru dýri. Sum skip virðast næstum því lifandi verur. Gráni er svoleiðis skip. Lifandi og hefur þægilega persónuleika, sem mað- ur ber virðingu fyrir fram í rauðan dauðann. Með fimmtán milna millibili er numið staðar. Það eru teknar „stöðvar", en stöðvar nefna fiskifræðingarnir þá staði, sem stað- næmzt er á til að gera athuganir. Á milli hanga háfar tveir aftur í skipinu, en þeir safna átu og svifdýrum, sem sett eru á glös og kallast eftir það prufur. Háfar þessir eru eins og tundurskeyti í laginu, en opnir í báða enda og grisia fyrir aftara opinu. Þeir ganga undir nafninu „doktorar". Hvernig það nafn er tilkomið veit enginn, nema einhverjum hafi fundizt tilhlýðilegra að hengja einhvern dokt- orinn heldur aftan í skipin, en vera að nota þessa hólka. Síritandi hitamælir er í vélarrúminu og fylgzt er með sjóndýpinu, sem segir okkur hvað tær sjórinn er. Tær sjór er dauður sjór. Helzt á hann að vera gruggugur af morandi smálífi. Það eru nefnd á pödduteljara- máli: átuskilyrði. Já, það verður ekki um villzt, að skipið er enn einu sinni komið í þjónustu vísindanna. Það er auðséð á orðavali skipshafnarinnar: Doktor, stöð, sjóndýpi, torpedo, háfur, yfirborðshiti, pöddur og pöddusálfræðingar. Þetta eru hin nýju orð, sem orðin eru daglegt mál. Togari, mælingar, laust skot, bilaður bátur og myrkvun, heyrist ekki lengur. Þeir eru, hásetarnir, bara farnir að tala tóma latínu, segir Elli bátsmaður hneykslaður. Hann er gamall trollarakapteinn, sem sigldi gegnum tvö stríð og hann hefur í hjarta sínu skömm á prufum og smápöddum. Munur að fruða á togara. (Hann er fall- byssuskytta). Annars er það einkenni, að þeim mun minna, sem menn skilja í fiskifræði, þeim mun meira tala þeir af latínu. Einn pödduteljar- inn, sem er gamall trollarakarl var ekki búinn að vera nema tvær vikur í atvinnudeildinni, þegar hann var búinn að gleyma hvað slý var á íslenzku. Hann vissi bara hvað það hét á latínu. Fimmtudagur 4. febrúar. Verið er að leita í Miðnessjó og Skerjadýpi og veðrið heldur áfram að velta Grána gamla til og frá. Þó er sæmilegasta leitarveður. Þegar verið er næst landi, vatnar undan Reykjanesinu og fjallgarðurinn birtist um stund í tórunni, sem fslendingar nefna vetrar-dag. Asdikk- ið malar án afláts, en ekkert merkilegt sést. Það er verið í sambandi við fiskibáta, en þeir hafa heldur ekkert séð, enda fáir á sjó. Ekkert markvert skeði. Föstudagur 5. febrúar. Asdikkið var bilað. Það urgaði bara í því og pappírinn varð kol- svartur. Vonandi er það eitthvað alvarlegt, sögðu strákarnir og glottu. Án asdikksins er ekki hægt að finna síld fyrir Suðurlandi, allra sízt nú á tímum. Asdikkið í Ægi er sérlega öflugt. Mikið öflugra en asdikktækin, sem sildarbátarnir nota, enda er heilt herbergi fremst í skipinu fullt af leiðslum og raflömpum (spaghetti). Maður getur sagt, að asdikktæki í venjulegu fiskiskipi „sjái“ fiska og síldartorfur. Tækið í Ægi er öðruvísi, því heita má að það útmáli hverja pöddu, sem í sænum syndir. Nú var það bilað. Sá orðrómur, að þetta væri mjög alvarlegur sjúkdómur í asdikk- inu reyndist á rökum reistur, en sú dýrð stóð ekki lengi. Siglt var til Keflavíkur og þangað kom Kristján Júlíusson, yfirloft- skeytamaður hlaðinn af lömpum og líffærum í tækið. Hann og Ásgeir loftskeytamaður voru búnir að koma því í gang um hádegið. Þá var haldið suður fyrir land aftur. Laugardagur 6. febrúar. Það er komin bræla. Sjórinn bólgnar upp og élin eru svört. Það er farið að velta. Pöddutelj- ararnir, sem annars eru vanir að vera mjög hispurslausir í veltingi eru ekki einu sinni fölir, hvað þá sióveikir. Sjóhræddir menn veikjast ekki af sjóveiki. Leið- angursstjórinn er hinsvegar van- ur sjómaður. Hóf sjómennsku ungur með föður sinum. Ja, hann hefur sennilega verið meira til sjós en flestir á Ægi, nema kannski skipstjórinn og brytinn og svo auðvitað bátsmaðu.rinn, sem er gamall víkingur líka. En öllu fylgir eitthvað, gctt. Asdikkið er orðið sjóveikt. Þegar vondar brælur geysa, fer skipið að höggva meira og bryður þá undir sig loftbólur. Þá slær útí fyrir asdikkinu, því það getur ekki greint milli fisks og lofts. Við hættum þv.í að leita og förum austar á Selvogsbankann og tökum fjórar stöðvar fyrir dr Unnstein Stefánsson, en hann rannsakar efnasamsetningu sjáv- arins. Þegar við vorum búnir að taka mælingarnar fyrir Unnstein var komið brjálað veður. Veðrið öskraði og orgaði í reiðanum og hafaldan geystist vitfirrt undan storminum. Við fórum í var und- ir Eiðið í Vestmannaeyjum." Látið reka þar grunnt og kippt upp- undir. Þarna var Albert líka við sömu iðju. Það er ónotalegt að láta reka við Vestmannaeyjar í brjáluðu veðri í vetrarnótt. Vindskaflarnir koma æðandi og næstum leggja skipið á hliðina. Stundum rekur þetta og stundum hitt og þú verður að vera vel vakandi, svo skipið reki ekki upp á skerin. Stundum þegar hressilega brælir safnast saman fjöldi skipa á litl- um bletti og þá þarf aðgæzlu að rekast ekki á náungann. Það liggur við að það sé skárra að slowa þara á opnum sjó. Svona leið kvöldið í vindorgi og úr- hellisrigningu. Sunnudagur 7. febrúar. Albert fór vestur með klukkan 0900 í morgun, en það var ennþá sama rokið. Jakob leiðangurs- stjóri fór strax að hafa í hótun- um að fara að leita að síld. Veðr- ið kl. 0910 sagði aftakaveður um allan sjó og þá var akkerið gert klárt og lagzt undir Eiðið við mikla ánægju. Sunnudagur í landi, sætsúpa til sjós, segir máltækið. Nokkuð til í því. Þó var þetta nokkurs konar landsunnudagur, því við VIKAN 31. tbl. — rj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.