Vikan


Vikan - 01.08.1963, Síða 8

Vikan - 01.08.1963, Síða 8
DAG- BÓK ÚR SÍLD- ARLEIT fórum í bíó. Við erum með láns- kvikmyndasýningavél og' nokkr- ar kvikmyndafilmur. Þær eru ekki mjög góðar. Fyrst var sýnd laxakvikmynd í pödduteljarastíl, sagði Geiri. Svo einhver rússnesk. Þá ofsa- lega leiðinleg mynd um einhvern diöful, sem lét smíða bát í Kanada. Svo voru myndir um vísindaafrek, gervitungl og fleira. Loks eldvarnamynd. Þarna var legið um daginn, en þá snérist hann í suðvestrið og þá varð að hafa upp í ofboði. Látið reka um nóttina austur af Eyjum. Það er ákveðið að fara inn til Eyja á morgun til að sækja ýmislegt, sem vantar. Mánudagur 8. febrúar. Rokið lægði í nótt og það er komið lygilega gott veður. Nú mundi verða svikizt um inniver- una í Vestmannaeyjum. Þórarinn háseti er með vonda ígerð í hnénu. Hann var eina vonin í svipinn, því hann þurfti læknishjálp. Eftir níuveðrið var búið að svíkjast um inniveruna fyrir fullt og fast og var nú skot- ið út báti og ég fór í land með sjúklinginn og einn pöddutelj- rra, sem við notuðum tækifærið til að sv'kja inn á Vestmanna- eyinga í leiðinni. Núna eru bara þrír cftir, Jakob, þessi með prestsandlitið og sá granni. Þórarinn var andskoti illa leikinn eftir stýrimennina, en þó taldi læknirinn sig ráða við þetta. Kl. 1130 var akkerið haft uppi og farið að skjögra austur á bóginn. Asdikkið var nú aftur í gangi. Fínt veður, en sjórinn er enn görðóttur eftir rokið, sem von er. Síldin er slóttug skepna. Verulega slóttug og það er eins og hún setji allt sitt stolt í það að forðast Grána gamla. Þegar við vorum við Reykjanes, sást hún útaf Grindavík. Þegar við vorum útaf Grindavík, þá óð hún „eins og vitlaus manneskja" (Ingvar Pálmason) útaf Péturs- ey og þegar við vorum útaf Pétursey ? Pödduteljararnir eru ágætis náungar, sagði Egill, en þeir vita ekki hvar síldin held- ur sig. Nokkuð til í því. — En, sá hlær bezt sem síðast hlær. Ilinn vísindalegi árangur leið- angursins er ekki í neinni hættu, því þessi með skeggið sagði: Við vitum þó hvar hún er ekki — bölvuð. Já, og svo höfum við fengið prufur til að vinna úr til vors, bætti hann við, þegar hann sá hvað allir urðu hissa. Já, sögðu strákarnir. Þetta er greindarpilt- ur og verður ábyggilega fínn teljari þegar fram líða stundir. Þriðjudagur 9. febrúar. Pödduteljarinn, sá með skegg- ið á bágt. Hann er nefnilega fiskifæla og það af alvarlegustu sort. Það er alltaf vont að vera fiskifæla og auðvitað er það al- veg afleitt á leitarskipi. í morgun þurfti hann ekki annað en bregða um stund frá asdikkinu og það var vart við síld með það sama, og hún hvarf sporlaust með það sama, þegar hann lét sjá sig aftur. — Já, og það hafði ennþá sannazt að síldin var klók, að þegar við vorum búnir að gefa upp alla von að hún fyndist við Suðurland, þá kom hún allt í einu -— og sem um munaði. Meðallandsbugurinn var svartur af síld. Þykkum torf- um. Jakob leiðangursstjóri verð- lagði þær í hvelli meðan við renndum yfir þær. Þessi 3000 mál, þessi 4000 mál og svo fram- vegis. Við þeyttumst fram og aftur um allan sjó yfir síldinni — í ótal króka og hringi. Ég veit svei mér ekki hvað þeir hafa haldið um borð í nokkrum belg- iskum togurum, sem þarna voru á næstu grösum, að sjá gamla Grána hegða sér svona. Kannski hafa þeir haldið að við værum "ullir? Þó auðvitað láti pödduteljararn- ir eins og þeir séu búnir að veiða alla síldina og séu farnir að stíga þyngra til jarðar en áður, þá er sá með skeggið ekki ánægður. Hann er fiskifæla og það ekki svo um verði villzt. Svo er hann lika hræddur við strákana. Hræddur um að verða plataður. Sennilega hefur einhver sagt honum hvað strákarnir á Ægi hafa gaman af því að plata nýju teljarana. Já, þá nýju. Hinir láta ekki plata sig svo glatt. Einu sinni létu þeir veggjalús í eina „prufuna". En glös með pöddum nefnast prufur á máli fiskifræðinganna. En pöddur nefnast hinsvegar smádýr og sýnishorn á máli skip- verjanna á Ægi. Já, þeir létu veggjalús í eina prufuna. Þegar svo blessaður teljarinn fór að skoða prufuna í smásjá, varð honum ekki um sel. Hann sem átti að þekkja allar heimsins sjávarpöddur, að minnsta kosti allar sem þrífast í íslandshafi. En svo fór hann að skilja og þá fór heldur en ekki að lifna yfir mínum. Þetta var auðvitað hinn langþráði vísindasigur. Nema hvað. Hann sótti bókina sína, sem hafði inni að halda lýsingu á öllum sjávarins pöddum, en ekki kannaðist bókin við veggjalús (sem ekki var reyndar von). Menn vita ekki gjörla hvernig þessu lyktaði, nema eftir úthald- ið hætti hann að heilsa á götu, heldur kipraði samari varirnar, reiðilega, þegar hann mætti þeim af Ægi. Já, svo var það líka anner teljari. Hann spekúleraði í fugli. Ekki svona eins og sjómenn gera, þegar þeir svipast um eftir fiski, eða veðurspá, heldur hugleiddi hann hinar ýmsu tegundir. Þegar hann kom fyrst um borð, bað hann strákana grafalvarleg- ur um að láta sig nú vita, ef þeir sæju merkilega fugla á sveimi við skipið. Já, ég hefi nefnilega áhuga fyrir fugli, sagði hann til skýringar, þegar hann sá svipinn á strákunum. Já, hann óskaði eftir aðstoð í fuglafræði. Og það bar heldur ekki á öðru en hann fengi dyggilega aðstoð. Dular- fullir fuglar virtust bókstaflega leggja Grána gamla í einelti. Þetta var þó aðeins, þegar telj- arinn var sofandi — og það brást ekki heldur, að fuglinn var flog- inn, þegar hann kom æðandi á náttfötunum til að skoða. — Þá komu lýsingarnar á fuglunum. Elli var snjallastur við lýsing- arnar. Teljarinn drakk í sig hvert orð og gaf síðan hátíðlegan úrskurð um tegundina, sem oft- ast var „mjög óvenjulegur gestur á þessum slóðum“. Svo fór hann niður að skrifa. Hann skrifaði nefnilega allt svoleiðis hjá sér upp á seinni tímann. — En þeir eyðilögðu þetta allt saman og að lokum var svo komið, að teljar- inn mátti ekki einu sinni heyra minnzt á fugl án þess að skjálfa af reiði. Klukkan 23.00 voru lögð út reknet. Það var kominn kurr í strákana. Þeir vilja ekkert hafa með helvitis vísindin að gera. Þetta er brot á samningum, að vera að láta menn vasast í þessu, sögðu þeir. Næst fara þeir að láta mann setja saman trakt- ora á dekkinu, sögðu þeir og hristu höfuðið. En þetta var nú bara garnavindur og út fóru rek- netin með hátíðleik og mikilli eftirvæntingu. Reknetaveiði hefur alla tíð gengið heldur illa á Ægi. Hann er stirður við allt svoleiðis. 1 stað þess að önnur skip leggjast virðulega með stefnið upp í vindinn, þegar þau liggja fyrir netlögn, þá snúast netin í boga, og ef ekki væri að gert, myndu þau fara beint í skrúfuna. Ekki hafa þær heldur verið ábatasam- ar þessar veiðar, því einu sinni reiknuðu þeir það út, að kostn- aður við eina netalögn (sem heppnaðist sæmilega) væri um 15.000.00 kr. Miðvikudagur 10. febrúar. Það er fínasta veður. Veiðin í reknetin ein karfa og ein skúr- ingafata af síld. Aflinn fór til hádegisverðar, en afgangurinn var látinn í skókassa og frystur. Skipið er allt útatað í síldar- hreistri, eins og eftir 10.000 mála kast. Netin eru meira og minna rifin og ekki er gott að segja til um kostnaðinn. Fimmtudagurinn 11. febrúar. Fínt veður. Sól, heiðskírt, hiti -h- 4°. Þetta er stærsti dagurinn í leiðangrinum. Vorum að snuðra í síldartorfu í allan morgun og það var ekki nein smáræðis Framhald á bls. 40. g — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.