Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 9
Ferðalög án víns, er kjörorð Litla ferðaklúbbsins, sem stofnaður var á síðasta sumri, og síðan hefur hann starfað af fullu fjöri. Þeir voru 17 sem byrjuðu, en nú eru félagar orðnir 400, og klúbburinn er öllum opinn. Félagar eru á öllum aldri frá 11 til 60 ára, og í sumar hefur klúbburinn farið í skemmtiferðir um hverja helgi, og ekki alltaf allir komizt með sem vildu. Nú um verzlunarmannahelgina stendur til að fara í Þórsmörk; það var líka gert um síðustu verzlunarmannahelgi og þá varð — því miður — að skilja eftir slatta af því fólki, sem varð of seint að tryggja sér far. Þessar myndir, sem fylgja, eru úr ferðum Litla ferðaklúbbsins, og við fáum ekki betur séð, en að ein myndin sé úr Breiðafjarðareyjaferð. Hér er mynd af misstóru fólki. Konan heit- ir Gina Lollobrigida, all þekkt kona, en hann cr persneskur íþróttamaður og sjálfsagt kunnur í s'nu heimalandi. Við höfum ekki hæðarmálin á þeim, en okkur minnir, að Gina sé hreint ekki svo smávax- in, þótt hún virðist vera það við hlið þessa risa. « Vt’ÍtjiV Þetta óvenjulega setgagn vakti mikla athygli á forngripasýningu í New York fyrir nokkrum mánuðum. Að vísu er þessi setlúka ekkert afskaplega gömul; það var mexíkanskur handverksmaður sem gerði hana um miðja síðustu öld. Agnes Spaak er sú þriðja af sinni fjöl- skyldu, sem leggur stund á kvikmyndir sér til lífsviðurværis. Faðir hennar, Charles Spaak, skrifar kvikmyndahandrit, og Catherine systir hennar lifir á því að sýna líkama sinn á hvíta tjaldinu. En föðurbróðir þeirra systranna er víst ekk- ert að hugsa um að breyta til, hann er ánægður með að vera utanríkisráðherra Belgíu; hann heitir Paul Henry Spaak. * Hvað elskar sér líkt og líkur sækir líkan heim, var einu sinni sagt. Og al- kunnugt er með hjónasvipinn svonefnda. En það er líka staðreynd, að smávaxnir menn eru mjög veikir fyrir stórum kon- um og hrikastórir menn falla fyrir smá- vöxnum konum. Sumir halda, að það sé ráðstöfun frá náttúrunnar hendi, að stórir SÍÐAN SÍÐAST ALLS KONAR EFNI AF LÉTTARA TAGINU einstaklingar fá sér gjarna litla maka — þannig sé komið í veg fyrir að mann- kynið þróist í tvær áttir: Risar öðrum megin og dvergar á hinn bóginn. Brúðhjónin, sem þið sjáið á mynd- inni, eru frá Suður- Afríku. Jakinn er hvorki meira né minna en 2.18 á hæð, en brúðurin rétt í meðallagi eða tæp- lega það, 1.62 m á hæð. Hann er at- vinnuboxari og heit- ir Ewart Potgieter en frúin heitir Sus- anne. VIKAN 31. tbl. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.