Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 10
MANNSINS KLUNGRÓTTU STÍ GAR < /f "f Ylur í lofti og ilmur af vori andar nú fjær og nær. Það er festa í augum og fjör í spori, því fólkið varð nýtt í gær. Og þessi nýja, náttgamla sveit fær nýjan hreim í sitt mál, nýjan himin og nýja jörð, nýja hugsun og sál. Það var vaknandi vor í Reykja- vík. Borgin var enn í æsku. Það var ylur í lofti og það ilmaði af gróanda. Arnarhólstún og Aust- urvöllur voru að grænka, fugla- söngur vakti mann á morgnana og snjórinn var að hverfa af Esj- unni. Allt var að vakna til lífs- ins. Þá var Reykjavík að mestu csnortin. Vélamenningin hafði enn ekki lagt borgina undir sig. Aðeins nokkrar bifreiðar, sem brá fyrir við og við — og stráka dreymdi um það að verða bif- reiðastjórar. Það vor var vakning meðal fólksins. Að vísu var kerppa eins og það hafði í raun og veru alltaf verið kreppa á Bóndasonur úr Rangárþingi, afkom- andi Önnu á Stóru-Borg og Hjalta. Æfði rökfimi og málsnilld úti í fjár- húsi. Bjó við fátækt, vann hörðum höndum.til sjós og lands. íslandi, en gustur fór um litlu borgina, ný viðhorf, nýjar vonir, aukin bjartsýni mitt í erfiðleik- um. Ef til vill stafaði þetta af því, að ný félagsmálahreyfing var að vaxa upp í landinu með fyrirheitum um betra og bjart- ara mannlíf, nýtt land og nýja Þjóð. Þetta var fyrir um það bil fjörutíu árum. Göturnar í Reykjavík voru hvorki margar né merkilegar. Aðeins nokkrar höfðu verið mal- SR.SIGURÐUR EINARSSON í ALDARSPEGU 10 — VIKAN 31. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.