Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 13
Ieli, hestahirðirinn, var þrettán ára þegar hann hitti í fyrsta sinn ríka drenginn, Don Alfonso. Ieli var á þeim árum svo smávaxinn að hann náði ekki einu sinni meö kollinum upp í kviðinn á Biönchu gömlu, foryztuhryssunni, sem gegndi því virðulega embœtti að bera hiarðbjölluna um hálsinn. Það mátti ganga að Ieli vísum uppi á klettum eða hæðunum í nágrenni hrossastóðsins, þar sem það var á beit hverju sinni. Þegar vinur hans, Don Alfonso, kom í sveitina í sitt árlega sumarfrí, var hann vanur að koma til fundar við Ieli á hverjum einasta degi sem rann yfir Tebidi. Þeir voru vanir að skipta jafnt á milli sín krásum litla aðalsmannsins og byggbrauði hestadrengsins, og svo auðvitað líka ávöxtum þeim er þeir hnupluðu úr görðum nágrannanna. í upphafi kynna þeirra kallaði hestasveinninn ríka drenginn: „Yðar hágöfgi“, en þann- ig ávarpar alþýða manna á Sikiley menn af aðalsstéttum. En eftir að þeir höfðu flogizt á í vondu nokkrum sinum, urðu þeir óaðskiljanlegir vinir. Ieli kenndi vini sínum að klifra upp í hreiður skjóranna í trjátoppúnum, en sum þeirra voru jafnvel hærri en klukkuturninn í Licodia. Hann kenndi honum að fella spörva á flugi með steinkasti. Hann kenndi honum að komast á bak ótemjum á harðahlaupum með því að grípa í fax þeirrar, sem fremst var í hópnum og virða að vettugi hið reiðilega frýs hinna ótömdu fola í stóðinu. Hvílíkir dýrðardagar. Á harðaspretti var hleypt yfir akra og engi, en föx hestanna sveifluðust til og frá í vindinum. Ó, þessir dásamlegu apríldagar, þegar riðið var á harðaspretti yfir nýslegna akrana og hrossin þutu áfram með fjúkandi manir. Vindurinn hafði lagt cslegna grasið í bylgjur, svo hross- in frýsuðu þegar þeim var hleypt út á heiðina. Ó, þessir dá- samlegu sumardagar, þegar hin ljósa byggð lá þögul undir skýjuðum himni og brakaði í engisprettunum eins og brenn- andi kornstönglum, er þær mörðust milli moldarkögglanna. Eða hinn dásamlegi vetrarhiminn sem skein á milli naktra möndlutrjánna, sem skulfu í norðanvindinum. Eða hinir frosnu reiðvegir, sem dunuðu undan hófum hestanna. Eða lævirkj- arnir, sem sungu í háloftunum og virtust renna saman við himinblámann. Eða sumarkvöldin, sem breiddust hægt yfir byggðina eins og seinlát kerlingarvella. Eða hinn dásamlegi ilrnur heýsins, sem maður sökk á kaf í meðan það var nýtt. Eða hið þunglyndislega suð skorkvikindanna og hinar tvær tóntegundir úr flautu Ieli, ætíð hinar sömu: ee, oo, ee, oo. Tónlist sem kom manni til að hugsa um fjarlæga hluti: Jóns- messuhátíðina eða jólin, eða jafnvel kvöld liðins veizludags. En allir þessir atburðir, sem voru löngu umliðnir og virtust svo sorglega fjarlægir, orkuðu þannig á hugann að manni gat vöknað um augu við minninguna eina saman, og hinar tindr- andi stjörnur sem ljómuðu á himninum fylltu hjartað þrá og söknuði. En Ieli þjáðist ekki af neinu slíku þunglyndi. Hann settist niður á hæð eina, kinnar hans þöndust út í samræmi við leik hans á hljóðpípuna: ee-oo, ee-oo, eé-oo. Hann safnaði stóðinu saman með hrópum og steinkasti og rak það inn í hesthúsin bak við Poggio Alla Croce. Másandi af mæði hljóp hann eftir dalshlíðinni og hrópaði til Don Alfonso: „Kallaðu á hundinn, halló, kallaðu á hundinn“, eða: „Hentu steini í Zaino, sem er þarna inn á milli runnanna og hreyfist varla úr spoi’um“ — eða: „Mundu eftir að koma á morgun með saumnáliná sem Lia lofaði mér“. Hann var snillingur í öllu sem laut að saumaskap með nál og tvinna, og hann hafði ætíð með sér á ferðum sínum lítinn poka með saumadóti, svo hann gæti gert við rifnar buxur eða saumsprottna ermi, ef nauðsyn krafði. Einnig var hann snill- ' ingur í að flétta hrosshár. Og ekki var hann í vandræðum með þvottaefni ef hálsklúturinn hans óhreinkaðist, því þá hreins- aði hann klútinn með nærtækum leir, sem fannst í dalnum. í stuttu máli sagt, ef hann hafði pokaskjattann sinn með sér, var hann óháður allri veraldlegri aðstoð um þjónustubrögð hvort sem hann var staddur í skógum Resecone eða á sléttum Caltagirone. Lia húsmóðir hans sagði oft um hann: „Sjáið Ieli. Hann hefur mestan tíma þess sem af er ævinni verið einsamall úti í haga. Maður gæti látið sér detta í hug að hann væri afkvæmi einhverrar hryssunnar. En ætli þessi einvera sé ekki orsök þess að hann hefur lært að bjarga sér í öllu á eigin spýtur.“ Það var að vísu rétt að Ieli þarfnaðist ekki annarra, en hitt var aftur á móti eins víst að fólkið á búgarðinum hefði verið fúst til að rétta honum hjálparhönd, ekki sízt vegna þess að hann var mesti greiðapiltur og hver sem vildi gat fengið hann til snúninga. Lia bakaði handa honum brauð af trúarlegri miskunnsemi, og hann endurgalt henni brauðið með vel gerðum litlum tágakörfum, sem voru hentugar undir egg, reyrsnældum eða öðrum smámunum. „Við erum eins og hestarnir í haganum, ssm klóra hver öðrum með þvi að kljást“, sagði Lia stunaum. Á Tebidi-búgarðinum þekktu allir Ieli frá blautu barnsbeini. Þaö mátti því með sanni segja ao hann hefði alizt upp með útigönguhrossum, því hvar sem stóðið var á beit hverju sinni, þar var hann nálægur. Það var því líkast og hann dytti allt í einu niður úr skýjunum og birtist á jörðunni, þegar enginn átti hans von, og í raun og veru átti hann hvorki heimili né fjölskyldu. Móðir hans var vinnukona í Vizzini. Hann sá hana að jafn- aði einu sinni á ári, þegar hann rak hestana á markaðinn sem jafnan var haldinn í sambandi við Jcnsmessuhátíðina. Og á þeim degi, sem hún féll frá, voru honum send skilaboð um það sem skeð hafði á laugardagskvöldi. Ilann var tekinn við hestagæzlunni aftur á mánudagsmorgni, svo enginn virkur dagur féll úr hjá honum í vikunni. En veslings drengurinn var þá í svo mikilli geðshræringu að hann gætti þess ékki að stóðið hafði lagt leið sína inn á nærliggjandi hveitiakur. „Þú þarna, Ieli,“ sagði massaro Agrippino við hann, „þú ættir skilið að finna fyrir svipunni minni, þú tíkarsonur". Ieli snaraðist af stað til hinnar dreifðu hjarðar og rak hross- in hryggur í huga áleiðis til hæðanna. En hann sá móður sína sífellt fyrir augum sér, höfuð hennar vafið hvítu líni, og af vörum hennar kom ekkert orð framar. Faðir hans var kúahirðir í Rageloti, sveitinni er liggur að baki Licodia. en bar var hægt að safna malaríunni í sæti, sögðu bændurnir í nágrenninu í gamni, því að í malaríuhér- uðunum eru yfirleitt ágætis bithagar og kýrnar sýkjast ekki af malaríu. Ieli hélt sig með stóðinu allt árið, ýmist í Donferr- ante, Comeda eða í Valle Del Iacitano, eftir því hvar bezt var beitin hverju sinni. Og veiðimenn eða ferðamenn, sem lögðu þar leið sína um stundarsakir, sáu honum bregða fyrir hér og þar, einstæðingslegum, líkast hundi án hr.sbónda. Hann fann aldrei til leiðinda, því hann var nú einu sinni vanur því að vera með hrossunum, c:m þokuðust hægt og hægt áfram á undan honum, bítandi smáragrasið. Og fugl- arnir sem sveimuðu í kringum hann í stórum flokkum, voru vinir hans, en sólin hélt áfram á sinni hægu göngu þar til skuggarnir lengdust og hurfu loks með öllu. Hann gaf sér tíma til þess að fylgjast með því hvernig skýin breyttu smám- saman um mynd og líktust stundum fjöllum og dölum þar í nágrenninu. Hann gaf nánar gætur að vindstöðunni og vissi því úr hvaða átt mátti vænta stórviðris, og eins reyndi hann að ráða leyndarmál skýianna, einkum hvaða litur á þeim boð- aði snjókomu. Sérhver hlutur hafði sína mynd og sína ætlun, og það var alltaf eitthvað til að horfa á, eða hljóð til að hlusta eftir allan daginn. Er leið að sólsetri, blés Ieli í ylliviðarhljóð- pípuna, en foryztuhryssan skokkaði í áttina til hans. Hún virtist hafa misst alla lvst á smáragrasinu og staðnæmdist hjá honum og horfði á hann stórum, hugsandi augum. Eini staðurinn sem vakti hjá honum þunglyndi, var Passanitelloauðnin, en þar fyrirfannst hvorki gras eða runni, og á heitum sumardögum sást þar aldrei fugl á flugi. Hrossin röðuðu sér þá í hringlaga fylkingu til að mynda skugga hvert fyrir annað og hýmdu þannig með drúpandi höfðum, og á hinum löngu dögum þreskitímans, urðu allir að búa við þessa skjannabirtu sextán klukkustundir á dag og þola hinn líttbæra hita dagsins. Þegar haglendið var gott, voru hrossin ekki eins rásgjörn og þá gafst arengnum næði til ýmsra hluta. Hann bjó þá stundum til holukörfur, sem notaðar eru í knattleik, útskornar Framhald á næstu síðu. VIKAN 31. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.