Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 16
EFTIR CHARLES SMITH Allan þennan heita og sólríka dag hafði Molly fundizt eitthvað ógna öryggi tilveru sinnar. Það var ekki hægt að koma orðum að því - en Arthur varð að skilja hana. Dagurinn byrjaði ekki vel. Það hafði hvesst um nóttina og vindurinn var kaldur og hráslagalegur. Yfir gráum þökunum var himininn eins og blautur dagblaðapappír. Arthur Brown var þegar farinn að sjá eft- ir því, að hafa stungið upp á þessari bílferð. Hann varð þess ergilegri eftir því sem tím- inn leið og Molly hljóp í allar áttir til að sjá um að allt væri í lagi. Hún náði í hreinan vasaklút, opnaði töskuna til að sjá hvort gleraugun væru þar, fór fram í eldhúsið til að fullvissa sig um að búið væri að loka gas- hananum og spurði hann, hvort hann hefði lykil. — Auðvitað hef ég lykil, sagði hann. — í guðanna bænum, hættu nú og við skulum reyna að fara að komast af stað. Svo var ekki hægt að koma bílnum í gang. Herra Brown blótaði hressilega þegar hann fór út að athuga vélina. — Það .hjálpar lítið að blóta, sagði konan hans. Það tók hann tíu mínútur að koma bíln- um í gang og þá byrjuðu stórir regndropar að falla hér og þar. — Þetta lítur ekki vel út, sagði Molly. Það rignir alltaf, þegar þú átt frí. En þegar þau voru komin út úr borginni fór sólin aftur að skína, og Molly Brown hag- ræddi sér í sætinu. Arthur Brown leit á konuna sína. Hún var í lillabláum kjól með stórum rósum. Hann andvarpaði. Þessi stórrósótti kjóll fór henni illa og blái liturinn á hattinum hennar fór illa við kjólinn. Hún var of mikið púðruð á hök- unni. En það var hatturinn, sem kom honum í verst skap. Hann lét hana sýnast svo setta og miðaldra. Á hinn bóginn var það einmitt það, sem Molly Brown var, þó að hún væri aðeins fjörutíu og fimm ára gömul. Einhvern veg- inn tókst henni að sýnast tuttugu árum eldri en maðurinn hennar, sem bar vel sín fimm- tíu ár með silfurgráum lokkum í þykku hár- inu og glæsilegt lítið yfirskegg. Þau voru á leið til Warvick, til þess að skoða höllina. Umferðin var ekki mikil á vegunum, sá Molly sér til hugarléttis. Arthur hafði svo gaman af höllum og göml- um húsum, en þó kanski meira af húsgögn- unum í þeim. Molly var ekki jafnhrifin af slíku, hún varð bara þreytt í fótunum af að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.