Vikan


Vikan - 01.08.1963, Side 17

Vikan - 01.08.1963, Side 17
ganga um sýningarsalina. Hún gat aldrei munaS hver hafði málað hvað eða hvaða kóngur hafði drepið hvaða drottningu í hvaða svefnherbergi. En nú voru þau þó úti saman og bílferðin var þó skemmtileg. Þegar þau stönzuðu til þess að fá sér kaffi, vildi Arthur fá sér rjómaköku. — Viltu ekki fá rjómaköku, Moll? spurði hann, þegar þau höfðu fundið laust borð. — Ó, Arthur, sagði hún, — ég vildi að þú hættir að kalla mig Moll. Þar að auki veiztu vel, að ég þori ekki að borða rjómakökur. En fáðu þér sjálfur eina, gerðu það. Arthur bað um kaffi fyrir tvo. Molly lagði gleraugun sín á borðið meðan hún náði sér í höfuðverkjartöflu, og þar lét hún þau liggja. Þau komu til Warvick um hádegisbilið. Svalur vindurinn var orðinn að hlýrri golu og sólin hitaði tígulsteinana. Á fljótinu þar skammt frá liðu hvít segl framhjá eins og stórir svanir. Arthur var óþolinmóður að komast inn í höllina, en honum fannst að þau ættu að borða hádegismat fyrst og fá sér einn drykk. í raúninni var það ekki drykkurinn, sem freistaði hans, heldur gamla veitingahúsið með fægðum koparhlutum á veggjunum og dökkum viðarþiljum. Molly lét sig falla niður í stól og mjakaði af sér skónum um leið og hún andvarpaði fegin. - Hvað viltu fá að borða? spurði Arthur. — Mér er alveg sama. Bara það sem þú ætlar að fá, sagði hún. Arthur stundi. Það var ekki fyrr en hann kom með drykk- ina, að Molly uppgötvaði að hún var ekki með gleraugun sín. Hún sá strax fyrir sér, hvernig hún hafði lagt þau á borðið, þar sem þau drukku kaffið. Þó að hún vissi, að hún ætti ekki að nefna það við Arthur, hafði málgefni hennar yfirhöndina og hún vissi ekki fyrr en hún var búin að segja: — Arthur, ég er búin að týna gleraugun- um mínum. Maður hennar setti glösin á borðið og sagði: — Þau eru sjálfsagt í bílnum. — Nei, þau eru ekki þar. Ég lagði þau á borðið, þar sem við drukkum kaffi, sagði Molly. — Hvað meinarðu með því? Ánægjan yfir drykknum var horfin. Art- hur var ergilegur. — Hvað átti það að þýða? — Láttu ekki svona, sagði hún. Ég gleymdi þeim ekki með vilja. — Þú finnur alltaf upp á einhverju þessu líku . . . Molly sagði særð: — Þú hefur enga ástæðu til að segja þetta. — Jæja, við getum ekkert gert núna. Við getum ekki ekið þangað og sótt þau. — Það hef ég heldur ekki sagt. Molly sá að fólk var farið að horfa á þau. Vektu eklci athygli á okkur, Arthur. Ekkert gat verið Arthur fjær. Eðli hans gerði uppreisn gegn því að vera miðdepill, vekja athygli allra viðstaddra. Þau drukku þegjandi úr glösunum og gengu síðan inn í matsalinn. Maturinn róaði þau. — Satt að segja þurfti ég að fá ný gler- augu, sagði Molly. En undir yfirborðinu fann hún fyrir þeirri titrandi óró, sem vaxið hafði með henni síð- ustu mánuðina. Framhald á bls. 41. Veröld hennar hrundi saman á einu augnabliki.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.