Vikan


Vikan - 01.08.1963, Page 18

Vikan - 01.08.1963, Page 18
Eftir okkar upplýsingum þá kynntist hún Champion á Suðurströnd Tahoe vatnsins síðastliðið sumar, og giftist honum í Reno í september. Þetta hlýtur að hafa verið vandræða- ráðstöfun, því Dolly var kornin þrjá mánuði á leið, þegar þau giftu sig. Að minnsta kosti fædd- ist barnið í marz, sex mánuðum eftir giftinguna. Tveimur mánuð- um seinna kálaði hann henni.‘“ „Tahoe vatnið er alltaf að skjóta upp kollinum í þessu máli,“ sagði ég. Blackwell fjöl- skyldan á bústað þar, og Q. R. Simpson dvaldi þar um tíma í maí, nokkru áður en hann var myrtur. Veiztu um það morð?“ „Já, ég veit um það. Hvað var Simpson að gera uppi við Tahoe?“ „Ég hef grun um, að hann hafi verið að vinna í Dolly Cham- pion málinu. Meðal anarra orða, hvað varð um barnið?“ „Móðir hennar tók hann að sér.“ Ég þakkaði Royal lögreglufor- ingja, og lagði á. Síðan hringdi ég út á flugvöll, og pantaði far með næstu vél til Reno. Ef ungu brúðhjónin voru í bústað Black- well við Tahoe, þá ætlaði ég að bjóða sjálfum mér í veizluna. Þegar ég lagði frá mér símtól- ið, tók ég eftir dagblaði, sem lá á hinum enda skrifborðsins. Ég braut blaðið í sundur. Það var frá deginum áður, og var eintak af Citrus Junction News-Beacan. Heilsíðufyrirsögn- in hljóðaði: „Maður frá Redwood City myrtur hér: Lögreglan hef- ur grun um að hér hafi bófa- flokkur verið að verki.“ Grein- in undir fyrirsögninni sagði mér ekkert, sem ég ekki þegar vissi. Ég stóð enn með blaðið í hendinni þegar Blackwell kom inn í herbergið. Han leit út eins og draugur forfeðra sinna. „Hvað eruð þér að gera með þetta dagblað?" „Ég var að furða mig á því, hvernig það væri hingað kom- ið.“ Hann reif það af mér, og rúll- aði því vandlega saman. „Það eru sumir hlutir, sem yður koma ekki við. Til dæmis greiði ég yður ekki stórfé fyrir að slúðra í ein- hverja lögreglumenn sögum um dóttur mína.“ ,„Mér fannst ég heyra ein- hvern inni á línunni. Hvernig er það, hlera allir í þessu húsi sím- töl annarra?“ Blackwell skalf af óstjórnlegri reiði. , Ég rek yður hér með. Út með yður.“ „Þér skuldið mér þrjú hundr- uð og fimmtíu dollara fyrir tíma og útgjöld." „Ég skal skrifa ávísun núna strax.“ ,„Þér getið stöðvað greiðslu á tékka. Ég vil fá greitt í reiðufé." Ég var reyndar aðeins að teygja tímann í von um, að Blackwell skipti um skoðun. Það var byrjað að glytta í endalok þessa máls, og fyrir mann í mínu starfi, þá var gersamlega ómögulegt að yfirgefa mál; sem var í þann veginn að leysast. „Ég á ekki svo mikið til hér heima,“ sagði hann. Ég verð að fara og selja ávísun. Þér gerið svo vel og bíðið utan dyra þang- að til ég kem aftur.“ Ég gekk fram forstofuna með Blackwell á eftir mér, og hann hóaði eins og kindasmali, og bandaði blaðinu á eftir mér. Hann bakkaði Caddilacnum út úr bílskúmum, og ók á brott. Næstu tíu mínúturnar braut ég heilann um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Ég varð allavega að fara til Tahoe, þó mér væri ekki sérlega vel við að fara þangað á eigin reikning. Isobel Blackwell bar þá að í litlum, evrópskum sportbíl. Ég fór út úr mínum bíl, til þess að hitta hana. Andlit henar var fölt í sólinni, en hún kreisti fram bros fyrir mig. „Herra Archer, en ánægjulegt að hitta yður hér.“ „Móttökur eiginmanns yðar voru alls ekki svona hjartanleg- ar.“ Hún sneri sér í áttina að hús- inu, og kom auga á tóman bíl- skúrinn. „Hvar er Mark?“ „Hann fór niður á hótel að sækja peninga til þess að greiða, það sem hann skuldar mér.“ „En ég skil ekki. Eigið þér við, að þér viljið ekki vinna fyrir hann lengur?“ „Það yrði víst að biðja mig um það, og slíkt er ekki mjög senni- legt.“ „Haxm hleraði símtal, sem ég átti við lögreglumann. Ég lét í ljósi óþvegið álit mitt á meðferð hans á Harriet, og honum líkaði það miður.“ „Og var það allt?“ „Ekki alveg. Ég lét honum í té upplýsingar, sem hann virtist ekki vilja heyra.“ Ég sagði henni frá Damis- Champion. Hún tók viðbragð með öllum líkama sínum. Hún kreisti veskið upp að brjósti sér, eins og það væri barn, sem hún væri að reyna að vernda. „Svo maðurinn er morðingi?“ „Málið er í höndum lögregl- unnar.“ Hún færði sig nær mér. „Herra Archer, viljið þér taka mig sem skjólstæðing í stað mannsins míns?“ „Ég held að höfuðsmanninum myndi ekki líka það allt of vel.“ „Ég veit hvað hann er erfiður, en látið mig um hann. Farið og finnið Harriet fyrir mig, gerið þér það.“ „Ég skal reyna.“ Hún fór inn í húsið áður en Caddilac Blackwells renndi upp heimkeyrsluna. Þegar hann rétti mér peningana, var eins og hann langaði til að segja eitthvað við mig, en hann þagði. Reiðilegt, og um leið örvæntngarfullt augna- ráð hans fylgdi mér alla leið til Reno. Bústaður Blackwells stóð inn á milli þéttvaxinna trjáa við enda malbikaðrar götu. Þetta var myndarleg bygging, úr tré, en hálfir veggirnir hlaðnir úr grjóti. Steinsteypt þrep með járnhandriði lágu niður að strönd Tahoe. Ég stóð við vatnið góða stund, og hugsaði hve djúpt og kalt það hlyti að vera, og hvort Harriet lægi einhvers staðar á botninum. Eitthvað vakti athygli mína. Það leit út eins og grá netdrusla flækt í spýtnabraki, sem flaut um það bil fimmtíu fet frá landi. Ég afklæddist í snatri, þar til ég stóð á nærhaldinu einu sam- an. Vatnið var ískalt eftir sum- ardaginn. Ekki varð mér neitt hlýrra, þegar ég komst að raun um, hvað það var, sem flaut þarna á vatninu. Þetta var hatt- urinn hennar, með litlu slæðunni, sem hafði blaktað í golunni. Ég losaði hattinn úr spýtna- brakinu, hélt honum upp úr vatninu með vinstri hendi, og synti hliðarsund til lands. Þeg- ar þangað kom, uppgötvaði ég, að það var meira og annað á hattinum en slæðan. í blautu silkifóðrinu var storknaður blóð- blettur á stærð við nögl. Fastur í blóðblettinum var um sex þumlunga hárlokkur. Hárið var Ijóst og slétt, alveg eins og á Harriet. Ég hafði rétt lokið við að klæða mig, þegar maður steig allt í einu fram undan eikartré. Hann var á miðjum aldri, hok- inn og mjaðmalaus í bláum sam- festing. „Þetta er einkabaðstaður herra minn. Komið yður í leppana og —.“ Hann stoppaði skyndi- lega, þegar augu hans féllu á litla gráa hattinn með slæðunni. „Hvar náðuð þér í þennan hatt?“ „Úti á vatninu." „En — en ungfrú Blackwell á þennan hatt. Hún var með hann í gærkvöldi. En segið mér, hver eruð þér eiginlega. Ég sagði honum það. Það kom áhyggjusvipur í blá augun. „Ég vona að ungfrú Blackwell sé ekki í neinum vand- ræðum. Hún er bara taugaveikl- uð ung stúlka, sem ekki kann fótum sínum fjörráð.“ „Sáuð þér hana í gærkvöldi?“ „Já. Ég heiti Henry Sholto. Ég hef augu með bústöðum hérna megin við vatnið, þegar eigend- urnir eru ekki hér. Ungfrú Black- well sagðist þurfa að nota bú- staðinn, en ég mátti ekki segja pabba hennar frá því. Það var karlmaður með henni. . . . “ Hann leit niður á tær sér, og yggldi sig. „En ég hélt, ja, hún er nógu gömul, og ekki er ég gæzlumað- ur hennar." Ég tók upp sjálfsmyndina, sem Champion hafði gefið Anne Castle í Ajijic. „Er þetta mað- urinn?“ Hann athugaði myndina. „Ég myndi segja það, þó hann sé nú ekki svona ljótur í raunveruleik- anum. Kannske líkaði mannin- um, sem teiknaði þetta ekki vel við hann?“ „Kannske ekki.“ ,,Hver er þessi maður?“ „Unnusti eða eiginmaður ung- frú Blackwell?" „Það gæti svo sem passað, þau voru að rífast. Ekki svo, að ég hafi verið að leggja við hlustirn- ar, en eftir að ég lét hana hafa lykilinn, sátu þau fyrir framan húsið mitt, í bílnum hennar, og gluggarnir voru opnir.“ „Voruð þér vitni að einhverju ofbeldi?" „Nei, aðeins rifrildi. Hún vildi ekki fara í bústaðinn. Hann vildi það. Hún var með heilmikil læti, en hann var óhaggandi. Hann róaði hana, og þau óku í áttina hingað." Sholto virtist áhyggjufullur. „Finnst yður ef til vill, að ég hefði átt að hringja til föður hennar?" „Maðurinn, sem hún var með,“ sagði ég, ,,er viðriðinn tvö önn- ur morð.“ „Önnur morð?“ „Annað var kona hans, Dolly Stone Champion. Hún á að hafa búið hér um tíma síðastliðið sumar. Kannist þér við hana?“ „Nei.“ „Hvað með Q. R. Simpson, Ralp Simpson?“ „Ralph, jú,“ sagði hann, tauga- óstyrkur. „Hann vann hjá Black- well hjónunum um hríð, yfir- kokkur og uppvaskari. Þetta var í byrjun maí, en hann tolldi ekki - ÞAÐ ERU SUMIR HLUTIR, SEM KOMA YÐUR EKKI VIÐ, SAGÐI BLACKWELL OG REIF AF MÉR DAGBLAÐIÐ. — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.