Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 20
 1 HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Faðernið ¦ var sannað, og 1)0 - - Á árinu 1928 réðst sem vinnukona á heimili Jóns Jónssonar bg Bentborgar tvítug stúlka, Dýrfinna Daðadóttir að nafni. ;'• Kunningsskapur þeirra Jóns og Dýrfinnu varð fljótt mjög náinn. Keyrði þessi samdráttur þeirra svo úr hófi, að í des- ember þetta ár rak Bentborg stúlkuna úr vistinni og hótaði Jóni lögskilnaði, ef hann sliti ekki með öllu sambandinu við Dýrfinnu. Hlaut Jón að láta að vilja eiginkonu sinnar í þess- um efnum, því að af fjárhagslegum ástæðum þoldi hann ekki hjónaskilnað, og sleit hann því um hríð öllu sambandi við frillu sína. 9 Af Dýrfinnu er það að segja, að hún giftist Flosa Jónssyni, sjómanni, í júnímánuðí 1929. Þrem árum eftir giftinguna tók Flosi álæknandi sjúkdóm og þurfti oft að leggjast í sjúkrahús. Ef hann var vinnufær, stundaði hann sjómennsku. Þannig var hann á síldveiðibáti fyrir norðan land á sumarvertíðinni 1933 frá því um miðjan júnímánuð. Strax að vertíð lokinni lagðist hann í sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Hinn 10. marz 1934 ól Dýrfinna fullburða meybarn, sem í sklrninni hlaut nafnið Harpa. Hinn 4. apríl s. á. andaðist Flosi í sjúkrahúsinu. Honum hafði verið kunngerð fæðing Hörpu, og gladdist hann yfir þeim atburði. Á þessum tíma var hann þungt haldinn, enda þótt hann hefði fulla rænu og dómgreind. Þegar Harpa Flosadóttir komst á legg, varð augljóst, að hún líktist Flosa föður sínum ekki að neinu leyti. En jafnljóst var það, að henni svipáði mjög til Jóns Jónssonar og ættmenna hans. Kom þetta fram í háralit og augna, svo og vaxtarlagi, fási og sköpunarlagi handa o. fl. •> Var það almannarómur í bænum, að Harpa væri ekki dóttir Flosa, heldur Jóns Jónssonar. Það fór ekki hjá því, að þessi ©rírómur bærist til eyrna Hörpu sjálfrar. Færði hún þetta nókkrum sinnum í tal við móður sína og kvaðst una því illa að vera rangt feðruð.^pýrfinna eyddi jafnan tali þessu. Þegar Harpa var orðin lögráða, höfðaði hún mál, þar sern hún gerði þær kröfur, að kveðið yrði svo á með dómi, að hún væri dóttir Jóns Jónssónar, en ekki látins eiginmanns móður sinnar. ¦'- Við rannsókn þessa.máls viðurkenndu þau Jón og Dýrfinna, að kunningsskapur þífirra hefði raknað að nýju við á árinu 1932, og hafi þau síð^n öðru hvoru haft holdlegar samfarir. Töldu þau ekki orka tvímælis, að Harpa væri dóttir þeirra, enda fullyrti Dýrfinna, að hún hefði ekki haft mök við eigin- mann sinn síðustu tvö árin, sem hann var á lífi. Þá kvað hún öðrum karlmönnum ekki til að dreifa. ¦ Þá upplýsti Jón, að hann hefði ávallt greitt nokkurt fé með Hörpu. Ekki hefði þar verið um að ræða reglubundnar með- lagsgreiðslur, hins vegar muni heildargreiðslan til hennar hafa numið hærri fjárhæð, en barnsföður var gert að greiða með óskilgetnu barni á þessum tíma. Blóðrannsókn veitti þá niðurstöðu, að Jón gæti verið faðir Hörpu. Dómarinn gerði tilraun til, að fram færi erfðafræðileg rann- sókn á öllum þeim aðilum, er hér áttu hlut að máli, en Dýr- finna neitaði með öllu slíkri rannsókn. Gat rannsóknin því engan árangur borið. Spurning Vikunnar: Verður Jón dœmdur faðir Hörpu? Sjá svar á bls. 51. jónatan frórrriundsson. Ár hvert, hinn 16. júní, braut- skráir Menntaskólinn í Reykja- vík sívaxandi eintakafjölda stúd- enta. Þá velta margir þeirri spurningu fyrir sér, hvað verði um þennan glaðlega hóp, sem skartar með hvítu kollana, niðri í miðbæ. Hvert liggur leiðin? Flestir fulltrúar veikara kynsins fylkja liði inn í eldhúsin til að þvo potta og .staga í buxur, og ungu mennirnir margir hverjir hætta frekara námi og hefja ým- HANN GLEÐST, MEÐAN NAMIÐ ENDIST is störf á ahnennum vettvangi Eigi að síður Íeggja sumir á bratt- ann og setjast í háskóla, oft er- lendis. Vorið 1957 útskrifaðist úr M.R. með glæsilega einkunn í vega- nesti, Jónatan Þórmundsson, og hóf hann nám við lagadeild Háskóla íslands um haustið það ár. Okkur lék hugur á að for- vitnast um æviferil hans eftir stúdentspróf og hittum hann að máli í III. kennslustofu háskól- ans, þar sem hann var að vinna við prófarkalestur á nýju laga- safni. — Úr hvorri deildinni laukstu prófi, og hverjar voru uppáhalds námsgreinarnar? — Ég er stúdent úr máladeild og hafði mestan áhuga á erlend- um tungumálum. Um tíma hafði ég í hyggju að leggja stund á latínu og rómönsk mál. — En hvað kom til að þú fórst í lögfræði? ¦— Því miður sá ég mér ekki fært fjárhagslega að stunda langt nám erlendis. Ég varð því að velja milli dejlda í háskólanum hér. Valið var mér nokkuð erf- itt, en stóð þó að síðustu milli tveggja: læknisfræði og lögfræði. Ég gat vel hugsað mér að lesa hvora gfeinina sem var, en til- hugsunin um að grufla í innyfl- um og að standa við sjúkrarúm bægði mér frá læknisfræðinni, og settist.ég því í lagadeild.; — Og kanntu svo ekki sæmi- lega við þig, þegar aiít kemur til alls? — I fyrstu var áhuginn ekki sem skyldi, enda sinnti ég meira ýmsu öðru, t. d. málanámi. Þó lauk ég prófi í undirbúnings- greinum lögfræðinnar um vorið, ásamt „fílunni". Og næsta vetur tók ég mér frí frá lögfræðinni og stundaðL- nám í latínu og róm- önskum málum við háskólann í Genúa. Síðustu árin hef ég svo fyrir alvöru snúið mér að lög- fræðináminu, og áhugi minn á því sífellt aukizt. — Hvernig er náminu háttað? — Það tekur að jafnaði 6 ár og kennslan fer að mestu fram í fyrirlestrarformi. Einnig er beint spurningum til nemenda, og ætlazt er til, að þeir búi sig undir tímana, en á því vill oft verða misbrestur, eins og í öðr- um skólum. — Námskostnaður er að sjálf- sögðu mikill, er það ekki? — Jú, og ég hef lengst af unn- ið með náminu, t. d. kennt þrjá vetur við Menntaskólann í Reykjavík, ensku og latínu. — Er ekki undarlegt að sitja á skólabekk í öðrum staðnum og tróna í kennarapontu á hinum? —Frá sálfræðilegu sjónarmiði er það áreiðanlega hollt. Þegar ég hef verið þrautspurður af ströngum lærifeðrum, fer ég og sezt við kennaraborðið og rek garnirnar úr skjálfandi „mennt- skælingum". Mér fellur kennslan ágætlega, en þó er nýjabrumið farið af henni. — Hvað um félagslíf í háskól- anum? — Ja, stúdentum finnst það ekki öflugt, miðað við það sem gerist í Menntaskólanum. En við laganemar teljum að deildarfélag okkar, Orator, sé einna virkast þeirra félaga, sem starfa innan skólans. Orator gengst m. a. fyrir fyrirlestrahaldi og mál- flutningsæfingum. Á afmæli hæstaréttar, 16. febrúar, er hald- in vegleg hátíð, og er þá mikið um dýrðir. Á vegum félagsins er svo gefið út lögfræðitímaritið Úlfljótur, sem telja má eitt hið vandaðasta, sem gefið er út af laganemum á Norðurlöndum. Þá má nefna, að á hverju ári er far- inn svokallaður Vísindaleiðang- ur og þá heimsóttir ýmsir merk- isstaðir, sem koma náminu við á einhvern hátt, sýslumenn sótt- ir heim o. s. frv. — Eru miklir framtíðarmögu- leikar fyrir unga lögfræðinga, og hvað hyggstu fyrir að afloknu prófi? — Sem stendur eru atvinnu- horfur allgóðar. Lögfræðin er raunhæft fag, og lögfræðikunn- Framhald á bls. 37. 20 — VIKAN 31.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.