Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 23
„Ertu smeykur, skrattinn þinn!" Hann kinkaði kolli glaðklakkalega. „Skelfiurðu, garpurinn? Já þú skalt bara titra og skjálfia eins og þig lystir, kynbótagripurinn. A morgun handsama þeir þig, helvízkir aulabárðarnir. A morgun mega þeir handsama þig, mín vegna, fiyrst að mér tókst að handsama þigí *xrwr« Camden, sem tók allt í einu til máls sinni hrjúfu, þyrrkings- legu röddu, úti við girðinguna: „Hver hefur borið i þig það hölvað slúður'?" Frank týndi títuprjóna út úr sér. „Ég býst við að ég fari nærri um hvað hefur komið þessi inn hjá þér, Blossom; þetta nufn á folanum, Banablakk- ur". „Nei, herra minn! Ég hef snefil af skynsemi og heyri sæmilega. Þið farið ekki í kring- um mig." Frank hló ástúðlcga og lagði liöndina létt á öxl henni. „Hafðu engar áhyggjur. Hesta- menn, cins og Jim og Cam . . ." „Vertu ekki að falanda mér í þetta! Ekki kemur þessi klár- skratti mér neitt við. Ég sagði Jim það . . . "Camden þagnaði við, vatt sér yfir girðinguna, hafði báðar hendur á sleggju skaftinu og stóð gleitt fyrir utan hana; liefði sýnzt dálítið álappalegur, ef einhver hefði verið til að veita honum athygli. Jim var kominn. Það heyrðust lágir hófaskellir og skrölt í vagn- hjólum og um leið var hann kominn inn í húsagarðinn og numinn staðar, og kallaði hátt um leið og hann kastaði taum- unum á dráttarhestunum úr hendi sér: „Jæja, gott fólk, þá erum við komnir!" Fopvitnin rak skuggana á vettvang, hljóðir og ví'.rkárir stóðu þeir í hring, og það var orðið svo myrkt, að það var engin leið að gera : sér neina grein fyrir „tilraun" Jims, þar sem hún gnæfði eins og formvana sorti, bund- in aftur á vagninum. Bónd- inn batt endi á þá viðleitni þeirra, er hann hrópaði ofan úr hásæti sínu: „Svona nú; látið hann i friði i kvöld, i öllum guðanna bænum! Komið ykkur á burt!" Hann stökk ofan úr ekilsætinu og tók að berja ~sér, þvi að honum var hrollkalt eftir aksturinn, en Blossom fjötraði hendur hans fyrirvaralaust, með því að vefja hann örmum. „Ó, Jim, ég er svo feginn, að þú ert kominn. Ég hef verið svo brædd; kysstu mig!" Bóndi roðnaði og varð litið þangað sem fylking skugganna stóð og óskaði þess heilshugar að hún hefði getað dregið þetta andartak. „Komið ykkur burt, ¦¦. kunningjar, var ég ekki að segja ykkur það," hrópaði hann enn, og skaphiti þeirra Bluedge- bræðra gerði vart við sig i rödd- inni. „Komið ykkur inh í eldhús og biðið min þar; ég skal segja ykkur allt af létta, þegar ég kem inn . . . Jæja, kona ..." „Hvað gengur að þér?" spnrði VIKAN 31. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.