Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 24

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 24
BANABIAKKUR • • • 9 hún og hló vi8 og leit um öxl. „Ég er viss um að það tekur engiiin til þess. Að minnsta kosti ekki Frank. Og hvað Camd- en . . . .“ Camden sá þau enn einu sinni. Hann stóð enn gleiðum fótum með báðar hendur á sleggjuskaftinu; starði álútur og þungt husgi á Banablakk, sem reisti makkann og virtist hlusta með tortryggni útlagans á raddirnar í hinu nýja um- hverfi, anda að sér flenntum, titrandi nösum hægri golunni, mengaðri þef af framandi ver- um; virti fyrir sér augum, sem vön voru víðum stjóndeildar- hring, þessa myrku haga, sem lágu snarbratt í loft upp. Hvað sem smiðnum var í huga, þá sleppti hann taki á sleggjunni og mælti stundarhátt: „Jæja, þetta er þá þú ha?“ Jim hafði vikið Blossom frá sér og mælti: „Er kvöldmatur- inn til? Ég er soltinn;" Kossinn og meðvitundin um að njóta hans að öðrum ásjáandi, hafði komið henni í uppnám; hún hagræddi lokkum sínum og var lögð af stað inn í eldhúsið, þeg- ar hún sneri sér að bræðrum hans. „Jæja, hvernig lízt ykkur svo á hann?“ „Fimm hundruð dollarar,“ varð Frank að orði. „.Tæja, það eru ykkar peningar“. Camden var orðfærri í svör- um. „Bezt að láta hann inn“, sagði hann. „Allt í lagi. Opnaðu hliðið; við Frank teymum hann“. „Nei, þakka þér fyrirl“ Kaup- maðurinn tók ekki hendurnar úr vösunum. „Ég bara leit hérna við. Það er Cam, sem kann tök- in á hestunum . . .“ „Hann kemur mér ekki við!“ Camden vætti varirnar, yppti Öxlunum og hleypti brúnum. „Nei, fjandinn hafði það!“ Hon- um veittist alltaf örðugt að orða það, sem hann meinti og það gerði honum gramt í geði. Hafði hann ekki sagt Jim það strax, að hann þvæi hendur sínar af þessum heimskulega braskvið- skiptum fyrir milligöngu land- búnaðarskólans, „og svo er þetta manndrápari i þokkabót“. „Jæja, svo að Cam er hrædd- ur?“ „Hræddur?“ Og enn gat hann ekkí bræðrum sínum til mikillar undrunar, lótið sér þessa ögrun frá því þeir voru strákar, sem vind um eyrun þjóta, þessi stóri sterki maður. „Hræddur? Fjand- inn hafi það, ef ég hef nokk- urntima orðið hræddur við nokkurn hest á járnum! Komið þjð bara, ég skal sýna ykkur það, Ég skal sveimér sýna ykkur það“ „Jæja, farið þið varlega að honum, drengir; hann getur ver- ið framstyggur". Og Frank hvarf fyrir hesthúshornið og blistraði síðasta dægurlagið. Þegar hann var kominn inn i birtuna og ylinn í eldhúsinu, tók hann að glettast við hina fögru mógkonu sína, lét mikið og gerði sér upp óþolinmæði og gaf ná- grönnunum, sem höfðu safnazt þar saman, hornauga um leið og hann mælti: „Hvenær kem- ur þessi kvöldmatur eiginlega?“ En hún maldaði í móinn. „Hef ég ekki beðið með kvöldmatinn frá því klukkan fimrn, eða hvað? Og nú, þegar þú ert loksins kom- inn, þá láta þeir á sér standa. Erið þið kannski ekki alltaf svona, þessir karlmenn?“ Slúðrið varð að fá útrás. „Hvernig lízt þér á gripinn, sem Jim var að kaupa, Frank?“ „Hann kaupir hann fyrir sína peninga, Darred. Ef ég væri bóndinn hérna . . . .“ Frank hratt til stólnum með hávaða- marri og lét þar við sitja. Darred lét ekki slá sig af lag- inu. „Ekki lízt mér þannig á hann, að hann sé kvenna eða barna meðfæri; ekki eins og er“. „Iíúrekarnir ráða við svona hesta, pabbi.“ Það var stóreygði, tiu ára drengurinn hans Darr- eds. Blossom setti frá sér ketilinn. „Hættið þessu þvaðri“, andmælti hún, „þið gerið mig drephrædda með öllu ykkar slúðri .... segi ég það enn, hversvegna koma þeir ekki, þessir strákaprakk- arar?“ Hún opnaði dyrnar og kallaði út i myrkrið: „Jim, Cam! Því komið þið ekki?“ Hún Heyrði til þeirra, en óljóst, þvi að úti- húsin bar á milli; brot úr setn- íngum, mjúkt hófatak, þrusk og stuttaraleg orðaskipti þeirra: ;>Eigum við ekki að lofa hon- þm að vera i gerðinu í nótt?“ Bölvaður heimskingi, sagðirðu? Reyndu að koma honum inn um dyrnar og við skulum sjá hvor er heimskinginn!“ ... Svona*, ertu hræddur, eða hvað?“ ... Hræddur? Ha . . . hræddur?11 Hvernig mótti það vera, að hún fann að hún lagði alltaf sér- staklega við hlustirnar, þegar hún heyrði Camden tala? Kann- ski vegna þess að það bar svo sjaldan við, og að hann var þá svo hranalegur i orði, að það var eins og hann væri sjálfum sér reiður fyrir þumbaraskap- inn. Hvað um það. „Siðasta kall til kvöldverðar- borðs, drengir!" kallaði hún og lokaði dyrunum. Hún sneri sér aftur að eldavélinni og var í þann veginn að setja tevatnið yfir í þriðja sinn, þegar hún hlustaði við og spurði: „Hvað er þetta?“ Enginn nema hún hafði heyrt neitt. Gestirnir litu hver á ann- an. „Frank . . . farðu og athugaðu . . . Segðu piltunum að koma inn.“ Frank hikaðí við, skammaðist sin fyrir kjánaskapinn, gekk til dyra. í sömu andrá spruttu allir úr sætum sínum. Þrjú hljóð kváðu við hvert á eftir öðru. Fyrsta hljóðið var úr mannsbarka, en þagnaði um leið og það kvað við. Eins var um annað hljóðið, nema hvað það kom ekki úr mannsbarka. Það þriðja var brothljóð, brak og brestir í viði. Þegar þeir komu út í gerðið var Camden að skríða undan brakinu úr girðingunni, sem var rofin þar sem sneri að bithaganum. Hann hlaut að hafa fengið högg á höfuðið, þvi að hann virtist utan við sig. Hann virtist ekki hafa hugmynd um að þá hafði borið að. Nokkurt andar- tak stóð hann þarna, hélt ann- arri hendinni um hnakkann og horfði upp i brekkurnar, starði i áttina, þar sem dynjandi hófa- skellirnar kváðu við út í myrkr- inu, hátt uppi í brattanum, sem ekki varð greindur í myrkrinu. Þannig leið andartak. Þá lét hesturinn enn til sín heyra, hátt, tryllingslegt hví, og um leið kviknuðu gneistar uppi i grýtt- um brekkunum, þegar stóð- liryssurnar tóku til fótanna. Þá var sem smiðurinn rumskaði. Hann opnaði varirnar: „Guð almáttugur!" Hann benti á hest- húsið. „Þarna! Þarna“ Loks tók einhver sig fram: um að koma með skriðljós. Þcir fundu Jim Bluedge liggjandi á bakinu í horni gerðisins við hesthúsdyrnar. Vjð bjarmann af skriðljósinu sáu þeir — og þó' enn betur, þegar þeir höfðu borið Jim inn í eldhúsið — verksummerki þess, að Cam- den, sem nú hafði aftur tekið þögn sína vitandi vits, virtist ekki geta hermt þeim á annan hátt en að stara út í bláinn. Áverkinn á höfðinu hefði nægt til að verða manninum að bana, en það var hinn áverkinn, á barminum við bjarðaðstað, sem ekki varð um villzt. í dæld- inni yfir brotnum rifjunum, þar sem ljóslóað hörundið var þegar tekið að blána, sáust greinileg merki eftir skeifuna, og þegar þeir flettu frá tætlunum af skyrtunni, sást að tá skeifunnar hafði vitað upp á við en skafl- arnir niður, og þá þurftu þeir einskis að spyrja frekar um það, hvernig hið leiftursnögga og þunga högg hefði verið greitL Hér var ekki um það að ræða að hesturinn hefði slegið aftur undan sérihræðsluofboði. Hann hafði snúið sér að manninum beinlinis i þeim tilgangi að vinna á honum; risið upp á aft- urfæturnar, trylltur af ofsa og krafsað til hans hófunum í myrkrinu . . . Og það var ekki fyrr en hann hafði greitt högg- ið að blóðhræðslan, sem kemur hestinum i samvizku stað, ærði hann svo að hann stökk á girð- inguna og rauf skarð i hana . . . Enginn hafði neitt um þetta að fjölyrða. Enginn virtist hafa hugmynd um hvað til bragðs ætti að taka. Ekki varð Camden heldur að neinu liði. Hann stóð þarna, eins og hann hefði verið reistur upp á fæturna. Frá þvi er hann hafði brotið af sér viðjar dásefjunar- innar með orðunum, „guð al- máttugur“, var sem þeir skelfi- legu atburðir, sem hann einn hafði orðið vitni að, næðu stöð- ugt fastari tökum á honum. Svit- inn stóð í stórum dropum á enni hans, augnatillitið starandi, tungan bundin. Hann gat ekki orðið að neinu liði. Og hvað Blossom snerti, þá var eins og viðbrögð hennar væru bundin athöfn og beinni, líkamlegri snertingu — jafnvel aldrei frek- ; ar en nú. Hún kraup á kné sem næst lampanum, sem settur hafði vcrið á gólfið, tók skóinn af öðrum fæti sins látna, hélt hon- um milli handa sér og vaggaði honum sitt á hvað, hægt og leti- lega. Það var allt og sumt. Mælti ekki orð af vörum. Og þegar Frank, sem einn virtist hafa nokkurnveginn vald á sér af þeim þrem, reisti hana loks á fætur og leiddi hana inn til sín, vafffi hún sig að honum. Það var heppilegt að Frank var öllum framkvæmdum vanur. Bróðir hans var látinn, hafði beðið bana á voveiflegan og hryllileg- ' an hátt, en harmurinn varð að biða morgundagsins. Nú var það margt, sem kallaði að. Hann varð að koma nágrönnunum á brott. Til þess þurfti ekki nema nokkur hvatskeytisleg orð og 24 — VIKAN 31. tu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.