Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 25
reiðilegan svip; þá hypjuðu þeir sig allir nema Darred og maður nokkur Wliite að nafni, sem hann gaf bendingu um að vera kyrrum og sagði síöan við þá: „Nú er það fyrst, að við getum ekkj látið Jim liggja þarna“. Hann opnaði skáp og náði i rekkjuvoð. „Lánið mér hendi, við skulum bera hann út í is- húsið. Það er kannski ekki nær- gætnislegt, en það fer ekki betur um hann annarstaðar, vesaling- inn, úr þvi sem komið er. Við skulum vinda að þvi bráðan bug — komdu Cam!“ Hann dokaði þó við og virti fyrir sér heimskingjann bróður sinn, sem stóð eins og trédrumb- ur, en þó var farið að votta fyrir roða í vöngum hans. „Hristu þetta af þér Cam! Stattu ekki þarna, stjarfur og hræddur, tröll- ið þitt!“ Það brá fyrir glampa í star- andi augunum og krampadrætt- ir fóru um munninn og andlits- vöðvana. „Hræddur?“ „Já, þú ert hræddur!“ Efri- vör Franks ypptist svo að sá í tennurnar. „Og eitt get ég sagt þér; ef þú hefðir ekki verið svona drephræddur, þá hefði þessi hryllilega atburður kann- ski aldrei gerzt. Hræddur! Þú, sjálfur járnsmiðurinn! Hrædd- ur við hest!“ „Hest!“ Enn fóru krampa- drættir um munninn, eitthvað sem minnti i senn á háðsglott og tillitslausan viljastyrlc fávit- ans. „Hversvegna ferðu ekki og handsamar hann?“ „Haltu þér saman! Hér er ekki staður né stund til að vera með fíflalæti, i öllum guðanna bænum. Komdu!“ Ég vil leggja það eitt til mál- anna...“ Camden virtistennfjær því að vera með réttu ráði en nokkru sinni fyrr, þegar hann hnyklaði brúnirnar. „Ég vil leggja það eitt til málanna, að einhver annar fari til að liandsama þenn- an . .. þennan...“ Hann opnaði dyrnar og liorfði út i nóttina, lotinn í herðum og fingurnir tifuðu á höndunum, sem héngu máttvana með siðuin; og fyrr en nokkurn varði, tók hann að bölva og formæla. Hann tautaði öll þau blótsyrði, sem liann kunni, tvinnaði saman formæl- ingarnar og klámsyrðin, hótan- irnar og skammirnar, og hætti ekki fyrr en Frank tókst að koma honum i skilning um að Blossom væri komin fram i eldhúsið aft- ur. Og samt sem áður var eins og hann gæti ekki áttað sig á að hún væri viðstödd, heldur starði hann blóðhlaupnum augum á hana og riffilinn, sem hún hélt i höndum sér. Frank sneri sér að henni. Lostið sagði til sín i óráðsupp- námi, þegar hún rumskaði af dvalanum. Hann gekk til hennar framhjá líkinu, og yrti á hana, rólega en ákveðið. „Hvað ertu að gera með þennan riffil, Bloss- ei? Þú sérð það sjálf að þú hefur ekkert við hann að gera. Skilurðu það ekki?“ Það hafði tilætluð áhrif. Æðið rann af henni og hún stóð ráð- þrota. „Já, Frank — en, jæja . . . hvenær verður hann skotinn?“ „Já, já, Blossie, það verður gert . . . en nú er bezt að þú fáir mér riffilinn, já, það var rétt, telpa mín“. Þegar hann hafði tekið við skotvopninu, lagði hann arminn um herðar henni. „Já, já, vitanlega skjótum við; geturðu látið þér annað til hugar koma? Heldurðu að við látum slíkan voðagrip leika lausum hala. Strax á morgun. ..“ Æðið greip hana aftur. Hún reis gegn honum i krafti þess. „Strax, strax, strax! Hann drap Jim! Drap manninn minn! Ég vil ekki vita að hans sé óhefnt stundinni lengur! Ég heimta að hann sé skotinn strax! Og ég skal gera það sjálf. Ég skal, skal, skal! Frank, ég skal! Cam!“ Þegar hann heyrði hana nefna þannig nafn sitt, hásri, æðis- þrunginni röddu, fór titringur um hann allan, þar sem hann stóð á þröskuldinum, vætti var- irnar með tugubroddinum og siðan hvarf hann út i myrkrið. „Þarna sérðu sjálf!“ sagði Frank og gekk þegar á lagið „Cam er farinn til að skjóta hann. Cam er farinn, Blossie . . . heyrðu mig, þú þarna, Darred ... taktu riffilino og hlauptu með, hann á eftir1 honum“. „Þú ert viss um að hann skjóti hann, Frank? Þú er viss um það?“ „Ekki í neinum vafa! Komdu nú aftur inn i svefnherbergið og vertu góð og hvíldu þig. Ég skal koma með þér.“ Þegar Frank kom aftur fram í eldhúsið eftir svo sem tíu min- útur, var Darred komin inn aft- ur. „Jæja, Darred, við verðum að bera vesalings Jim út; ekki get- ur hann legið hérna.... hvert er Cam nú farinn, bölvað flón- ið!“ „Cam? Hann er farinn; þang- að....“ „Þangað, hvert?“ „Upp í beitarhagann. Eins og þú sagðir,“ „Eins og ég....“ Frank skipti litum. Hann gekk út í dyrnar. Milli bjarmans, sem lagði út fyr- ir þröskuldinn og stjarnanna, sem skinu yfir skógarþykkninu, ríkti órofamyrkur. Myrkur og kyrrð. Hann sneri sér að Dar- red. „En þú hefur þó ekki feng- ið honum riffilinn?“ „Hann vildi ekki taka við hon- um.“ „Drottinn minn góðurl Og hvað sag'ði hann?“ „Ekki orð. Hann hafði tekið keðjuna, sem lá á vagninum, þegar ég kom að honum, var hann að leita að sleggjunni sinni í girðingarbóakinu. Þegar hann hafði fundið hana, lagði hann óðara af stað. Cam, sagði ég, hérna er byssan; viltu ekki hafa hana með þér? Hann virtist ekki einu sinni heyra það. Lagði beint á brattann.“ „Hvernig var hann á svip- inn?“ „Eins og hann var þegar þú sást hann; utan við sig.“ „Helvizkt fíflið. ...“ Vesalingurinn Jim, steindSuður. Vesalingur- inn Cam, það erkiflón. Eftir að Frankhafði lokað ishússhurðinni og byrgt harmleikinn þar inni og þeir White og Darred voru farnir heim, reikaði hann um hrið um húsagarðinn, fram og aftur hljóðum skrefum, beið og hlustaði — hugsanir hans sner- ust ekki um hans eigin eignir og starf, þær voru allar á reiki frá einu til annars. Jim, bróðir hans, sem hlotið liafði sviplegan og hryllilegan dauðdaga. Kynbóta- folinn. Þessi skepna, sem hafði orðið honum að bana. Hann bugsaði með reiðihatri og misk- unnarlaust til þeirrar stundar, þegar tími ynnist til að koma fram við hann hefndum, hand- sama hann og leggja að velli. Undir þessum hugleiðingum, sem riktu við yfirborð vitundar hans og spenntu taugarnar eins og undir hólmgöngu, láu fjöll- in í myrkri þögn, sem gat rofn- að þegar minnst varði af henggi, veini, neistaflugi undan járnuðum hófum sem skullu á lausagrjóti, lágu öskri. Og enn dýpra, þar sem tóku við hyljir undirmeðvitundarinnar, lá býl- ið, sem nú var bóndalaust, grasi vafin engin, við beitarlöndin, fullar hlöðurnar og vandað íbúð- arhúsið, sem bar eins og sí- breytilega skuggamynd með gafla sína og reykháfa við stjörnubjartan himin, þegar hann reikaði um garðinn.... Jim farinn veg allrar verald- ar.... Og Camden, kannski þá og þegar.... Hann hitaði i andlitið. Svall ósjálfrátt móður. „Ég ætti að fara upp i brekkurnar. Taka riffilinn og fara upp í brékk- urnar.“ En rödd heilbrigðrar skynsemi varð yfirsterkari. „Að hvaða gagni gæti það komið? Ég gæti ekki fundið hann i þessu myrkri; Þar að auki má ekki láta Blossom eftir eina.“ Að svo búnu gekk hann inn i áttina að eldhúsdyrunum, var að hugsa um að fara inn, en þeg- ar honum varð litið á skriðljós- ið, sem skilið hafði verið eftir við hlöðuhornið, beindist hujg-' ur hans að öðru. Það gæti a. m.: k. orðið vöðvum hans og taugum nokkurt við- fangsefúi. Hann tók skriðljósið og gekk út að girðingunni, tíndi saman brotin borð og fór að gera við girðinguna. Á með- an hann vann að því, veitti hann athygli sporum i mjúkri, taðblandaðri moldinni — fót- spor Camdens, sem lágu út fyrir þröngan hring ljósbjarm- ans. Og samhliða þeim lágu djúp spor folans þangað sem hann hafði tekið undir sig stökkið. Þegar Frank hafði horft á' sporin um hrið, lagðist hann á linén þar sem moldin var mjúkust og beindi skriðljós- inu að sporunum. Hann lét girðinguna eiga sig. Þegar hann gekk heim að hús- inu, steig hann fast til jarðar og andlit hans, sem flðktandi bjarminn af skriðljósinu féll á, w var gerbreytt orðið. Svipur hans lýsti i senn hálfgerðum ótta og áköfum heilabrotum. Hann leit á klukkuna á hillunni yfir eld- stæðinu, hristi hana og leit aft- ur á liana. Gekk að símanum og tók hendinni um talnemann, beið þangað til að hún hætti að titra og lyfti síðan talnemanum af króknum. „Heyröu mig, Darred,“ sagði liann, þegar honum hafði loksins tekizt að fá bóndann til að svara i sím- ann,“ náðu i White og alla þá bændur, sem þú getur fengið til farar með þér, strax í birt- ingu i fyrramálið. Þið komið ríðandi ,og hafið með ykkurJr byssur, og skotfæri. Nei, Cam er ekki kominn aftur.“ Hann heyrði Blossom kalla.- Nam svo snöggvast staðar fyrir utan svefnherbergisdyrnar og strauk sér um andlitið eins og hann stryki framan úr sér með þvottapoka. Gekk siðan inn fyr- ir. „Hvað er að, Blossie? Get- urðu ekki sofnað?“ • • • • VIKA.N 31. tbi. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.