Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 30
Te í grisjumog 1 venjulegt Súkkulaðiduft HjCexmargartegundirH Gosdrykkir ■ Súpur í pökkúm, ódýrar og ljúffengar Niðursuðuvörur sardmur, gaffalh,>ar HBBsmiÖrsíld.p*™1 BBW^WmÍÍbBM kiöt. I kjötbúðingur, svið, ‘iskbúðingur og bskbolJu Sígarettur, vindJar, B reyktóbak neftóbak® tW$8 - [gPytur [| Snyrtivörur rakblöð. rem tannkrem 'Urstar, wdabu.Su^ MATVÖRUBÚÐIR KJÖRBÚBIR MATVÖRUBÚÐIR: - SÍMÁR: 11245' Skólavörðustíg 12. - 14520 Dunhági 18. - 14769 Ægisgötu 10. - 32715 Langholtsvegi 130. - 37360 Tunguvegi 19. - 15750 Barmahlíð.4. - 32188 Hrísateigi 19. - 11246 Þvervcgi 2. - 19645 Áifhólsvegi 32, Kópavogi. - 15963 Hlíðarvegi 19, Kópavogi. - 19212 Borgarholtsbraut 19, Kópavogi. - 14671 Grettisgötu 46. - 13507 Bræðraborgar- stíg 47. — AÐRAR BÚÐIR KRON: SÍMAR: 12723 Vefnaðarvöru- og skóbúð, Skólavörðustíg ll12. - 11248 Búsáhaldabúð, Skólávörðustíg 23. - 15345 Járn- vörubúð, Hverfisgötu 52. - 16441 Raftækjabúð, Skólavörðustíg 6. - 15325 Bókabúð, Bankastræti 2. gQ — VIJCAN 31. tbl. HANA LANGAR HEIM. Framhald af bls. 21. fslendingum, seni ég héfði gam- an af að raliba við. Ég lét ekki segja mér það tvisvar, og áður en liálftími var liðinn vorum við komnir að skólanum, sem er aðeins fyrir utan þorpið í dásamlega fallegu umhverfi. Skólinn heitir Newbold Col- lege og er í bænum Blacknell í Berkshire. Frá miðju þorpsins er líklega tveggja til þriggja mínútna akstur, og þá er mað- ur kominn upp i sveit. Skólabyggingarnar eru dreifð- ar um nokkuð stórt svæði, sem skólinn á. Þar skiptast á blóma- reitir, grasfletir og trjálundir, eins og hezt og fegurst gerist í ensku landslagi, enda ber öll eignin með sér að vel er hirt um alla hluti, hvort sem það er ræktun eða vistarverur. Skólahúsið sjálft er frekar stórt og ákaflega snoturt, og það sem mig undraði mest var hinn nýtízkulegi blær, sem var á öllu, þótt stofnunin sjálf sé komin til ára sinna, og Englend- ingar yfirleitt þekktir fyrir í- haldssemi og tregðu til að hlaupa á eftir nýjungum, — ekki sízt í skólamálum. Það var áberandi, strax og við komum inn á skólalóðina, hve allir voru einstaklega kurt- eisir og tillitssamir, jafnvel svo að maðurinn, sem með mér var — fæddur og uppalinn Breti -— hafði orð á þvi. Það var næst- um eins og að koma inn i ann- an heiin. Með þessu á ég alls ekki við að Englendingar séu yfirleitt ókurteisir menn, síður en svo. En þarna var öll fram- koma nemenda og kennara fág- uð í háesta máta, án þcss þó að bera nokkurn vott undirlægju- Jiáttar né þvingunar. Nemendur voru af ólikustu þjóðernum, það mátti bæði sjá af hörundslit og öðrum ein- kennum, og heyra í framburði enskunnar, sem ennþá var ekki orðinn fullkominn hjá mörgum. Stúlkan, sem vísaði okkur til skrifstofu skólastjóra, var sýni- lega nemandi við skólann, því hún bar knippi af bókum i ann- arri hendi, og af málfarinu málti greinilega lieyra að hún var frönsk. Svo illa stóð á, að skólastjórinn sjálfur var ekki viðstaddur, en ritari skólans mr. Wood, tók okkur opnum örm- uiii og sýndi okkur allt sem við vildum sjá, og fræddi okkur jafnframt. Fyrst vildi ég auðvitað fá að vita um íslenzku nemendurna, hve margir þeir væru, hvort ég gæti fengið að ræða við þá o. s. frv. Þá kom i ljós að á þessum tíma var aðeins ein ís- lenzk stúlka nemandi þarna, en á öðrum tímum hafa islenzkir nemendur þar verið" allt áð 10 —15 i einu, enda var von á nokkrum frá íslandi i haust, sagði ritarinn. Islenzka stúlkan var einmitt í tíma í einni kennslustofunni, en þaðan var hún kölluð út til að rabba við mig dálitla stund. Hún heitir Ásta Arnmundsdóttir, 17 ára frá Vestmannaeyjum, dótt- ir Arnmunds Þorbjörnssonar netagerðamanns þar. Auðvitað varð hún bæði hissa, feimin og fegin, þegar íslend- ingur kom allt í einu í skólann til að tala við hana. Hún hafði engan Islending séð svo mánuð- iim skipti, og það vita allir, sem liafa dvalizt eitthvað er- lendis, hve mikil hvíld og á- nægja það er að geta talað sitt móðurmál þvingunarlaust aftur, eftir margra mánaða útilegu. Ásta var búin að vera þarna i skólanum síðan 21. jan. s.l., og ætlar að vera þar þangað til í ágúst i haust, eða sex til sjö rnánuði. —■ Leiðist þér ekki, Ásta, að vera hérna eini íslendingurinn? spurði ég. „Mér leiddist fyrst í stað, að- allega vegna þess að ég var ekki nógu góð í málinu, en svo fór það að lagast, og nú er ég mjög ánægð með tilveruna.“ —- Þú færð auðvitað alltaf bréf að heiman....? „Já, ég fæ bréf í hverri viku, og hlakka alltaf jafn mikið til þess. Það er hátíðisdagur lijá mér, þegar bréf kemur.“ ■— Hvaða menntun hafðir þú, þegar þú komst liingað fyrst? „Ég tók landspróf.“ — Og hér ætlar þú að full- komna þig i enskunni og fleiru? „Já, fyrst og fremst er það málið, sem ég er að komast mikið inn í, og svo alls konar önnur alhliða menntun.“ -— Er ekki mikil áherzla lögð á enskuna í skólanum? „Jú, flestir nemendurnir koma hingað fyrst og fremst til þess að læra málið, og þess vegna er lögð á það mikil áherzla.“ — Hversu margir nemendur eru í skólanum að jafnaði? „Það munu vera um 120 nem- endur núna, og frá 30 þjóðum, held ég. Annars eru hér stund- uin allt að 200 nemendur i einu.“ — Eru ekki venjulega nokkr- ir Islendingar hérna, og hvers vegna ert þú hér ein núna? „Jú, það eru oft margir ís- lendingar hér, en þeir koma yfirleitt ekki fyrr en að hausti, svo að ég er óheppin að því leyti. Annars er það svo sem allt í lagi, maður lærir bara meira fyrir bragðið, ef maður getur aldrei brugðið fyrir sig móðurmálinu, og þarf jafnvel að hugsa á ensku.“ — Hvað kostar svo að vera í skólanum, Ásta? „Það kostar hundrað ster- lingspund i fjóra mánuði, og i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.