Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 31
því er að sjálfsögðu allt inni- falið, fæði og húsnæði, kennslu- gjald o. fl.“ — Ég sé að þetta er blandað- ur skóli, bæði hvað viðvíkur þjóðernum og kynjum. Hvernig kanntu við það? „Mjög vel. Það er meiri til- breytni að kynnast fleiri þjóðernum, og maður fær meiri reynslu. Iivað viðvíkur kynjunum, er ekki annað hægt að segja en að það hafi sín góðu áhrif. Skólalífið er allt frjálslegra og eðlilegra, heldur en ef maður væri eins og i klaustri. Annars vil ég taka það fram að allur agi er mjög strangur og fylgzt mjög vel nieð okkur, bæði í skólatímum og utan þeirra. Stúlkurnar búa í sérstöku húsi og piltarnir í öðru, sem er töluvert langt frá.“ — Og livað gerið þið svo í frístundúm? „Mestur tíminn fer auðvitað í að lesa og undirbúa sig undir tímana. Stundum eru skemmt- anir innan skólans, sem nem- endurnir sjá um sjálfir. Svo eru farnar gönguferðir og sýniferð- ir um nágrennið í langferða- vögnuni, undir leiðsögn kenn- ara. Stundum skreppum við niður í þorpið til að fara i verzlanir, bíó o. s. frv. — Og þú kannst vel við þig að öðru leyti en hvað skólanum viðkemur? „Já, það er yndislegt að vera hérna að öllu leyti, og ég veit að ég læri rneira á þessum mán- uðum en á löngum tíma heima, — ekki aðeins það sem maður lærir í skólanum, lieldur sér maður meira af heiminum, kynnist fólki frá fjarlægum stöðum, fræðist um líf þess og lifnaðarháttu, fær annað og viðara viðhorf til lifsins.“ — En samt hlakkar þú til að koma heim, er það ekki? „Jú auðvitað. Hvort ég hlakka til.. . . !“■ Það er skrýtið með íslendinga, að þegar þeir hittast í ókunnu landi, þá finna þeir einhvern veginn til skyldleikans, jafnvel þótt þeir liafi aldrei sézt áður. Svona var það þegar ég kvaddi Ástu, að mér fannst eins og ég væri að skilja við nákominn ættingja, og ég sá það á svipn- um á hcnni að henni hálfleidd- ist að við skyldum þurfa að fara strax. En við þvi var ekkert að gera, liún átti að fara beint inn í kennslustofuna aftur, og við áttum langa ferð fyrir hönd- um og margt ógert, svo ég kvaddi hana með loforði um að ég skyldi hringja til foreldra hennar strax og ég kæmi heim og bera frá henni kveðju. Loftleiðabillinn beið fyrir utan skólann, og við liéldum beinustu leið piður i þorpið og fengum okkur einn bjór áður en við lögðum af stað til London. G. Ií. VINSÆLASTA HEIMAPERMANENTIÐ HÉR A LANDI frá Richard Hudnut með hinum frábæra Clean Curl festi Framkallið eðlilega fegurð hárs yðar með Richard Iludnut jlieima- 'y.yyy permanenti. Cleari Curl festir, gerir hárliðunina ánægjulegriÁ áuð-, veldari og fljótvirkari vegna þess að Clean Curl festirinri^hreinsaif^y hár yðar um leið og hann gefur liðuninni endingu. Clean Qprl'' ,gerir-^ír,; V hár yðar lifandi, eðlilegt og ilmandi. — Stúlkur, sem nota Style- permanent vekja athygli fyrir hársnyrtingu sína. Bleikar umbúíiir fyrir mikla liðun. Bláar umbúðir fyrir mjúka, lótlausa liðun. — Islenzkar notkunarreglur með hverjum pakka. — Stór pakki. — Litill pakki. Framkallið eðlilega fegurð hárs yðar með ■fef' W’ ■:» Æ % • ? -i f- y ./’tH FRÁ RICHARD HUDNUT Einkaumboð: Geildverzlun Péturs Péturssonar, Hafnarstræti 4. — Símar: 11219 og 19062. í ALDARSPEGLI. Framhald af bls. 11. og allir fátækir, jafnvel þeir líka, sem bjuggu ó vildisjörðum. Stundum var alls ekki nóg til að bíta né brenna á Arngeirsstöð- um eða eftir að þau fluttu á Álftanes. En Sigurður var eldsál og fátæktin braut hann ekki, ef til vill stælti hún hann, en það er víst að hún spann örlagaríka og afgerandi þræði í sálarlíf hans — og þeir óma í hverri ræðu hans og í öllu sem hann hefur skrifað. Það var ekki um auðugan garð að gresja fyrir drengi á þeim áratugum í atvinnulegu tilliti. Sigurður vann heima, en fór og til útróðra. Hann stundaði sjó úr Vestmannaeyjum og fór um vor og sumar til Austfjarða til út- róðra. Sá sem þetta ritar hefur talað við mann, sem lýsti verka- manninum Sigurði Einarssyni á þá leið, að hann hafi verið eld- snöggur, ólseigur, en ekki burða- mikill. Ekki var hann' morgun- svæfur og þó talaði hann mest og lengst þeirra félaga fram eftir kvöldum. Hann var uppátektar- samur og fundvís á umræðuefni og lét öll mál til sín taka. Ef ein- hver reiddist einhverju hvarf Sigurður frá, enda átti, hann i aldrei upptökin. Hann var harð- ur í sennum um málefni, en aldrei persónulegur, en gat orðið mcinhæðinn -— og aldrei þraut hann rök. Hann orti þá, en ekki mikið og ekki var hann kerskinn og eitt var þessum sögumanni sérstaklega minnisstætt, að í einu skiptin, sem Sigurði virtist renna í skap og málmhljóð kom í rödd og harka í orð, var þegar einhver lítilmagninn hafði orðið fyrir barðinu á einhverjum þeim, sem meira mátti sín. „Ég held að réttlætiskenndin hafi verið sterk- asta aflið í huga Sigurðar Ein- arssonar á þeim árum,“ ságiði sögumaður. — Það bar ekkert á því þá að hann væri ölkær, enda var mjöðijr fátíður meðal út-^ róðarmáiína á 'þeifn árurh '... Sigurður Einarsson vann baki brotnu og ieyndi að safna sér fyrir skólagöngu, en það gekk treglega. Hann gat ekki átt von á stuðningi frá föður sínum sök- um fátæktar hans-----bg snemnia varð hann.því, að byggja allt á sjálfum sér. , Ilann kynntist fimmtán ára gamall Steini Sig- urðssyni kennara og skáldi í Hafnarfirði, enda voru þeir ná- frændur. Steinn tók hann í kvöldskóla um tíma og gekk Sigurði svo vel nám hjá honum, áð Steinn hafði þau orð um hann, að allt nám stæði piltinum ’opið svo næmur væri hann, svo gáf- aður að það sindraði af honum og fullyrti Steinn að Sigurður væri gáfaðasti nemandi, sem hann hefði nokkru sinni haft og yar því stoltur af frændanum. Þegar 'Sigurður ,yar seytján ára gamall, ,eða árið 191G,. settist hann í Flensborgarskóíann og var þar með Halldóri Kiljan og fleiri “ 31 : VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.