Vikan


Vikan - 01.08.1963, Side 32

Vikan - 01.08.1963, Side 32
‘Meilbrigði + og fegurð Heilsan er fyrir öllu, gerið því allt til að við- ^ halda henni. Þegar þér farið í bað, þá hafið BADEDAS í baðið, það innheldur vítamín. VÍTAMÍN - STEYPIBAÐ Bleytið allan líkamann. Látið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og- berið á allan líkamapn, þar til freyðir. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. Einkaumboð: H. A. TULINIUS * U 4 'HUPftQp Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ÖHrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Vertu eins mikið úti við eins og þér gefst kostur á. Þú ættir ef til vill að fá þér einhvern starfa undir beru lofti um stundarsakir. Vikan verður skemmtileg ef þú heldur þig í kunningjahópnum. Þú kynnist nýjum hliðum á yfirboðurum þínum. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Leggðu allt kapp á að koma því í lag, sem þú hef- ur trassað heima við undanfarið. Verkefni sem þú hefur unnið að um stund ættiröu að endurskoða, því ef til vill verður það gagnslaust. Vertu lipur í umgengni þinni við aðra og láttu ekki smámuni koma þér í illt skap. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Óvænt atburðarás gerir það að verkum að vikan verður sérlega skemmtileg. Þú færð áhuga á mál- efni sem þú hefur ekki veitt athygli áður eða lítið sinnt. Ýmsar óskir þínar og vonir frá fyrri dögum birtast þér nú í nýju og spaugilegu Ijósi. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þátttaka í störfum og áhugamálum félaganna mun hafa góð áhrif á þig. Láttu framkomu þína ekki bera vott um sjálfselsku og eigingirni. Það getur verið að þú þurfir að hafa þetta hugfast á fimmtudag. Ferðalag 1 sambandi við vatn eða sjó. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ágúst): Vertu mikið heima við og undu þér í sambúðinni við fjölskyldu þína. Réttur tími er til að gera áætlanir fram í tímann, það væri rétt af þér að gera smá sparnaðaráætlun eins og stendur. Ást og rómantík gætu haft mikið að segja um helgina. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Gættu varkárni í allri neyzlu og eyðslu hvers konar. Einhverjum sem hefur gert á hluta þinn viltu gjalda líku líkt, en þú skalt láta allt slíkt niður falla. Leitaðu skýringa á því sem þú ekki skilur og vertu ófeiminn við að leita ráða hjá öðrum. Vogarmerkið (24. september—23. október): Haltu þig ákveðið að þeirri stefnu sem þú hefur markað þér. Álit annarra á gerðum þínum hefur ekkert að segja nú eins og málum er háttað. Hafðu ekki of mörg járn í eldínum í einu. Líkur eru á skemmtilegri kunningjaheimsókn um helgina. Drekamerkið (24. Qktóber—23. nóvember): Ljáðu þeim mönnum eyra sem vilja af einlægni miðla þér af reynslu sinni og reyndu að hagnýta þér þau ráð eftir föngum. Hittu kunningja þinn að máli og berðu ráð þín undir hann. Misstu ekki móðinn þótt eitthvað blási í móti. Bogmannsmerkið (23. nóvember—21. desember): Kvöldstund meðal menntáðs fólks mun veita þér sérstaka ánægju, þótt umræður þess snúist um mál, sem þú hefur ekki mikið velt fyrir þér. Gerðu sem mest úr því sem allar aðstæður hafa upp á að bjóða, en einblíndu ekki á hvernig það gæti verið betra. Geitarmerkið (22. desember—20. janúar): Fjölskyldumeðlimur þarfnast hjálpar þinnar, sem murj þú hefur synjað honum um. Brjóttu odd af oflæti þinu og láttu aðstoð þína fala. Þú munt fá tilboð um óvenjulegan starfa. Þú hefur margsinnis byrj- að á verkefni, sem þér finnst þvingandi á einhvern hátt, en alltaf gefizt uþp, láttu nú til skarar skríða. Vatnsberamcrkið (21. janúar—19. fcbrúar): Vikan verður fremur tilbreytingarík og kemur þú mikið við sögu í gleðskap kunningja þinna, sem munu hafa mjög gaman af frumleik þínum. Eigðu sem minnst við viðskipti fyrir eiginn reikning. Einhver reynir að koma þér í klípu. ©Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): Þú færð óvænta aðstoð frá persónu, sem þér er lítið kunnug. Vertu varkár í samskiptum þínum við fólk og gættu vel að sýna engan yfirgang þó þú fáir sterka löngun til þess. Ást og rómantík mun hafa áhrif á vissar ákvarðanir þínar. 32 VIKAN SL m.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.