Vikan


Vikan - 01.08.1963, Qupperneq 34

Vikan - 01.08.1963, Qupperneq 34
PHILCO A SUBSIDIARY OF Ford Motor Company Frystihólf rúmar yfir 30 kg. Rúmgóð kjöt- og íiskskúffa sem heldur matnum við frostmark. Færanlegar hillur. Rúnigóð græn- metisskúffa. Fótstigin opnun. Rými fyrir, '18 egg._ Lokað hólf- ýrir smjör og ost. Rými fyrir 5 mjólkurfl. ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: io,s cub. fet Qi J0HNS0N t KAABER H.F. VERÐ KR. 15.538,00 Sætúni 8 - Sími 24000. Hafnarstræti 1 - Sími 20455. grein fyrir ljóðabókum eða leik- ritum hans; þroska þeirra, breyt- ingum og gerð, til þess er ekki rúm í þessum pistli. En það skal sagt, að. eftir hléið frá fyrstu Ijóðabókinni til 1952, virtist kenna meiri friðar, aukins um- burðalyndis, nokkurs fráhvarfs frá hinu stríðandi lífi — og er það eðlilegt. Þá var Sigurður horfinn úr straumkastinu og setztur í brauð sitt undir Eyja- fjöllum, en síðan hefur það kom- ið áþreifanlega í ljós, að Sigurð- ur sækir aftur til baráttunnar og hinna brennandi viðfangsefna samtímans — og sannar manni, að í raun og veru hefur hann ekkert breytzt, hvað það snertir, hið innra með sjálfum sér. Hins vegar hefur Sigurður sjálfur sagt: „Þann mun finn ég á mér eftir því sem ég eldist, að ég verð geðbetri og umburð- arlyndari. Þannig var og móðir mín; hún hafði yndi af því að' skartklæðast og bregða sér á . VIKAN 31. tbL dansleiki eftir að hún var komin yfir áttrætt“. 0O0 Hví skyldi ég ekki um vorbjartar nætur vaka? Vindar loftsins mildir um enni blaka. Grös og blóm eru sofnuð og þrösturinn þegir. Þögnin er voldug og ein yfir grundum og flæðum. Við himinjaðar gýs eldbrim í austurhæðum. en upploftið dýpkar og verður fagurblátt. Á nótt sem þessari mætast í miskunn og sátt mannsins klungróttu stígar og himinsins vegir. Jón Baldvinsson sagði um Sig- urð Einarsson meðan hann sat á þingi: „Ég hef aldrei kynnzt öðrum eins manni. Hann leitar að vísu stundum gleðinnar, en hann er alltaf heill. Ég hef aldrei þekkt nokkurn mann, sem hefur getað sett sig eins fljótt inn í jafnvel erfiðustu mál og á eins skömm- um tíma og hann.“ Sigurður Einarsson sagði eitt sinn í viðtali: „Og skemmtilegasta viðfangs- efni mitt, sem ekki er atóm- fræðingur, það er víljinn, þessi kynlegi neisti í mannlegri sál, sem segir VERÐI. Og nú skal ég segja þér eitt: Það er hættu- legt að unna, elska og óska, því þú færð það allt saman ... Jú, þú færð það allt sanian. Ef þú elskar eitthvaö nógu mikið, þá færðu það. Þess vegna er dauð- hættulegt að leggja lag sitt við lítilmótlegar óskir, af því að þú færð þær ALLAR uppfylltar. Þú verður umkringdur á sex- tugsaldri af því sem þú hefur óskað þér, kemst ekki hjá því, sem þú óskar þér og býður heim ...“ Sigurður Einarsson hefur allt frá ungiingsaldri fundið slagæð lífsins titra við hjartslátt sam- félagsins undir fingurgómum sín- um. Hann hefur alla tíð lifað heill og óskiptur með samferða- mönrmnúm, fagnað með þeim og þjáðst með þeim. 0O0 Séra Sigurður er samkvæmis- maður á landsvísu, ef ekki heimsmælikvarða. f góðum hópi, með glas í hönd, nýtur hann sín ekki síður en í stólnum. Hann er sannkallaður samkvæmisdá- valdur; lætur gamminn geysa í litríkri frásögn af mönnum og málefnum, og brátt leggja allir við hlustirnar. Hann verður aldrei hátíðlegur, en hressileg kímni hans hrífur jafnvel mestu dauðyfli með. Einn góðkunningi Sigurðar hefur eitt sinn sagt: „Það er vissulega uppörvandi að ræða við hann og heyra hann segja frá. En stærstur og skemmtileg- astur er hann í breizkleika sín- úm. Hann er svo mannlegur, að það er unun“. Síðastliðinn vetur ók sá, sem þetta ritar upp Skálholtsstíg. Nfeðarlega á stígnum sá hann mann fara á undan upp brekk- una. Þetta voru herðarnar á Sigurði Einarssyni. Hann gekk nokkuð álútur, herðarnar þynnri en fyrir fjörutíu árum, göngu- lagið ekki eins hratt og öruggt. Þegar bíllinn ók framhjá honum leit greinarhöfundur í andlit honum — og bar saman fjörutíu ára gamla mynd: Hreggbarinn. — Þetta orð, þessi eldsnögga hugsun, brauzt fram í huganum, hreggbarinn — að ná sjötugs- aldri, ekki beygður, ekki brot- inn, en nokkuð slitinn, veðraður eins og drangurinn mikli up af Holti, hreggbarinn úr mörgum kyljum, eldsálin hið innra, skíð- logandi kyndill í stormum, mörgum stormum og ströngum stormúm Kona hans, Hanna' Karlsdóttir, sem hann ann mjög, lá í sjúkra- húsi eftir hættulegan uppskurð. „Á nótt sem þessari mætast í miskunn og sátt, mannsins klungróttu stígar og himinsins vegir“. ★

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.