Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 37
Hann gleðst meðan námið endist.________________ Framhald af bls. 20. átta kemur sér vel viS margs konar störf í þjóðfélaginu. Ég hef hugsað mér að stunda lög- fræðistörf í 1—2 ár, en halda síðan utan til framhaldsnáms í refsirétti og tryggingarétti, vænt- anlega í Bandaríkjunum og Nor- egi. — Þú hefur farið víða um, hvernig er það? — Ég hef ferðazt nokkuð um Evrópu, en lengst dvalizt á ítalíu, þar sem ég kann einna bezt við mig. Veturinn 1958—59 var ég við málanám í háskólanum í Genút, eins og áður segir, og um vorið og sumarið 1962 við út- lendingaháskólann í Perugia og lauk þaðan prófi í ítölsku, ítölsk- um bókmenntum og sögu. — Hefurðu gaman af bók- menntum? — Ég hef alltaf haft áhuga á bókmenntum og bókmenntasögu, en vegna námsins hefur mér ekki gefizt eins góður tími til slíkra hluta og ég hefði kosið. — En hvað kom þér til að læra ítölsku, er hagkvæmt að kunna hana? — Ég veit eiginlega ekki neina sérstaka ástæðu til þess, ég fékk bara skyndilega áhuga á málinu. Það kemur sjálfsagt ekki að miklu gagni í líf inu, en þó hef ég verið leiðsögumaður ítalskra ferðamanna og nokkuð fengizt við þýðingar. — Þú segir að ítalía sé gott land og fólkið vingjarnlegt? — Já, mér féllur vel við ítali. Sú skoðun, sem Norðurlandabú- ar hafa almennt mjmdað sér um ítali, á að mínum dómi bezt við Sikileyinga og aðra þá er syðst búa. Þeir eru blóðheitir og bráð- ir og kannski ekki alltaf sem ráð- vandastir. — Ertu nú ekki orðinn leiður á öllu þessu námi, grámygluleg- um kennurum og gatslitnum bókum? — Nei, langt í frá. Ég gleðst, á meðan námið endist. Ég lít fremur á það sem skemmtun en vinnu eða strit eins og sumir kalla Það. • HVERSDAGSMATUR. Framhald af bls. 15. kjötsoði í og kryddið með salti og pipar og lauksalti. 1 matsk. af þeyttum rjóma, sem piparrót hefur verið rifin út í, er sett á hvern disk. Hrátt hvítkálssalat. 200 gr hvítkál, 1 stórt súrt epli, V2 dl rjómi, sítróna, hun- ang eða sykur. Rífið bæði kálið og eplið á rif- járni, en frekar gróft. Blandið sítrónusafanum í rjómann með hunangi eða sykri eftir smekk. Látið rifið grænmetið ekki í fyrr en um leið og það er borið fram. Fiskur í málmpappír. 1% kg þorskur eða ýsa, per- silja og annað grænt blandað með smjörlíki, IV2 matsk. hveiti, IVi dl rjómabland, salt, pipar og málmpappír. Hreinsið fiskinn og takið hrygginn úr honum. Þurrkið hann vel og saltið bæði að inn- an og utan. Fyllið hann með smjörblönduðu grænmetinu og leggið í málmpappírinn. Hristið saman hveiti og mjólk og hellið í málmpappírsskálina og lokið henni svo vel. Sett í heitan ofn og bakað í u. þ. b. 20—25 mín. Opnið ekki pappírinn fyrr en inni á borði, svo að allir finni ilminn af fiskinum þegar skálin er opnuð. Soðnar kartöflur og salat borið með. Hvítkálsfat. 4 kg beinlaust nautakjöt, feiti, salt, pipar, 1 lítið hvítkálshöfuð, 2 gulrætur, múskat. Skerið kjötið í ræmur og steik- ið það vel brúnt í feitinni. Kryddið með salti og pipar. Hell- ið svolitlu vatni á og látið það malla. Skerið hvítkálið í ræmur. og leggið í eldfast fat og hellið kjötinu yfir með soðinu og bætið gulrótarbitunum í. Kryddað með múskat og svolitlu kjötsoði bætt í og vökvinn látinn ná upp að % af innihaldinu. Látið sjóða við lítinn hita þar til allt er meyrt. Sósa með makkarónum. 4 hg hakkað kjöt, feiti, % kg tómatar, lauksalt, salt, pipar, svolítill rjómi eða mjólk. . Brúnið mulið hakkað kjötið í nægri feiti á pönnu þar til það er brúnt og kornótt. Bætið flysj- uðum tómÖtunum í og kryddið. Ef óskað er eftir meiri vökva, má bæta rjóma eða mjólk í, eða svo- lítilli tómatsósu. Sjóðið makka- rónurnar í saltvatni og látið renna vel af þeim. Kjötsósan sett ofan á og rifnum osti stráð á allt saman. Fiskfat. 1 stór pakki hraðfrystur fisk- ur, 1 lítið blómkálshöfuð, 3 gul- rætur, %—4 púrrur, V2 kg kart- öflur, salt, pipar, tómatsósa, fín- saxað dill og persilja. Blómkálið b'rotið í smástykki, púrran skorin í 1 em þykkar sneiðar, gulræturnar í sneiðar og kartöflurnar í litla bita. Fyrst eru kartöflurnar og gulræturnar settar í saltvatn og suðan látin koma upp, þá er blómkálinu og púrrunni bætt í eftir litla stund og soðið í 7—8 mín. Fiskurinn skorinn í bita og settur í og soðið áfram í 5 mín. Þá er kryddað með salti og pipar og látið sjóða áfram í upp undir 10 mín. Tómat- sósu bætt í eftir smekk rétt áður en fatið er borið fram og persilju eða öðru grænu stráð yfir. * Nýtt frá NESTLE Curl'nSet 8 DAY HAIR SET Sterling h.f- Sími 13649. VIKAN 31. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.