Vikan


Vikan - 01.08.1963, Side 38

Vikan - 01.08.1963, Side 38
„Gætuð þér komið klukkan þrjú, stundvíslega. Ég verð, skiljið þér, að koma því þannig fyrir að umsjónarkonan á hæð- inni verði þess ekki vör.“ „Ég þekki þetta. Ég er búinn að vera meira en ár hér í Mur- mansk, eins og þér vitið.“ Honum gramdist dálítið að þetta skyldi hafa snúizt á þann veg. Hann hafði einmitt ekki gert ráð fyrir að það yrði svona hversdagslega auðvelt. Hún hlaut að hafa lesið í huga hans, því að hún dró djúpt andann og mælti: „Ef þér hugsið eitthvað svipað drukkna skipstjóranum með hundrað smjörpundin, þá hefur mér skjátlazt." „Gaf ég það í skyn?“ spurði hann. Þetta féll honum betur. Hann var orðinn leiður á blíðu- orði. „Þá spjöllum við saman. f hvaða herbergi búið þér?“ „Seytjánda á þriðju hæð.“ „Þá kem ég á morgun. Klukk- an þrjú, stundvíslega.“ Og nú brostu þau bæði.... Þegar Vladimir kom heim í helli þeirra eftir að hafa rætt við Katyu öðru sinni, sagði hann: „Dmitri; ég held að hún meini það, að hún vilji hjálpa okkur.“ ,,Kanski,“ svaraði Dmitri. „En ekki er hún neitt yfirvald..“ „Hvað heldurðu að við eigum að gera, Dmitri?“ „Ég held að það sé réttast að ég dragi það dálítið að tala við hana.“ „Og eigum við að halda áfram að afla okkur erlendra peninga?" spurði Grugari kænskulega. um peningum fyrst og fremst vegna þess, að þeir eru alltaf meira virði en okkar eigin pen- ingar. Fólk vill alltaf kaupa þá mun hærra verði, en þeir eru skráðir í rúblum." Drengirnir virtu hann fyrir sér og vissu ekki hvað þeir áttu að halda. „Ég held að ég vildi aldrei yfirgefa Rússland, hvað svo sem ég vissi að biði mín, ef ég yrði um kyrrt,“ varð Ivan að orði. „Það gegnir allt öðru máli með þig, Dmitri. Þú talar ensku reip- rennandi, og þú h.efur kynnzt þessum útlendingum. En ég held að ég mundi aldrei kunna við mig meðal þeirra.“ „Ég kan vel við þessa konu, sem býr í gistihúsinu," sagði Vladi- mir. „Hún er líka lagleg. Alls og brenna, og meiri birgðir af öllum nauðsynjum en sennilega nokkur fjölskylda í borginni. Þeir nutu meira að segja óvenju- legs öryggis, vegna samkomu- lagsins, sem þeim hafði tekizt að ná víð Amaldov fulltrúa. Og þá gerðist það allt í einu, að hið liðna skaut upp kollinum. En nú sóttu minningarnar að þeim á saddan maga og við þægilegan aðbúnað. Dmitri gerði sér það Ijóst, að það var ekki hvað sízt fyrir návist Nadyu, að þeim varð þannig ósjálfrátt litið um öxl. „Ég ætla að hugsa það í nokkra daga, hvaða afstöðu við eigum að taka til þessarar konu í gisti- húsinu," sagði Dmitri. „Og svo sjáum við hverju fram vindur.“ „Maturinn er tilbúinn,“ sagði Nadya. „Viljið þið ekki allir og nælonsokkaviðskiptum, og kærði sig, einhverra hluta vegna, ekkert um að kynni þeirra yrðu eftir þeirri uppskrift. „Ég er í alvarlegum vandræð- um,“ sagði hún hreinskilnislega. „Og það vill svo til, að ég geri jafnvel ráð fyrir að þér getið hjálpað mér, ef þér einungis vilj- ið. Það er þess vegna, sem mig langar til að hafa tal af yður. Eingöngu þess vegna.“ „Allt í lagi,“ varð honum að Hann hafði verið lengst þeirra allra með Dmitri og þekkti þeirra bezt skap hans og hátt- erni. „Já,“ svaraði Dmitri. „Ertu enn þeirrar skoðunar, að við getum yfirgefið Rússland?“ spurði Yuri. „Þið eruð með hugann alltof bundinn við það,“ varð Dmitri að orði. Hann reyndi að breyta umtalsefni, það var auðheyran- legt.“ Við söfnum okkur útlend- ekki feit.“ „Heyrið þið snáða?“ varð Ivan að orði. „Hún minnir mig á mömmu,“ svaraði Vladimir stygglega. Það varð löng og vandræðaleg þögn. Þetta var í fyrsta skiptið, að nokkur þeirra minntist á fjöl- skyldu sína. Dmitri þótti sem eitthvert anarlegt afl hefði verið Ieyst úr viðjum meðal þeirra. Þeim leið öllum vel nú orðið. Þeir höfðu meira en nóg að bíta borða núna strax?“ „Hvað fáum við að borða, Nadya?“ spurði Vladimir. „Ég gæti étið heilan flokksfulltrúa upp til agna.“ „Þú étur að minnsta kosti meira en nokkur flokksfulltrúi,“ varð Nadyu að orði. „Því ekki það? Ég vinn líka meira,“ svaraði Vladimir hvat- skeytlega. Þessi gagnrýnistónn var líka svotil nýr. Það var Vladimir, sem gg — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.