Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 39
átti þar frumkvæðið, en þeir hin- ir voru farnir að taka undir við hann. Þegar máltíðinni var lokið, reis Dmitri á fætur. Það sótti á hann, að hann væri ef til vill ekki maður til að ráða framúr þeim vandamálum, sem nú mundu krefjast úrlausnar. Hvers vegna að láta áhyggjurnar ná tökum á sér og vera stöðugt að hugsa og skipuleggja fram í tím- ann? Uppgjöf? Mundi hún reyn- ast svo örðug þegar allt kæmi til alls? En það mundi ekki heldur auðvelt að má út þrjú ár við fullt sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarrétt; þriggja ára sigursæla baráttu fyrir lífinu, sem hafði ekki einungis stöðugt bætt að- stöðu þeirra, heldur og hert þá og kennt þeim að treysta á sjálfa sig hún gat ekki borið fram í orði. „Ferðu í úlpuna þína. Þú get- ur komið með mér, ef þú vilt." Hún fylgdist með honum án þess að mæla orð af vörum. Úti fyrir var nístingskuldi. Þau stóðu hlið við hlið og f ylgdust með lof t- árásinni. Loks varð Nayda til að rjúfa þögnina. „Ég held að þú sért ekki hættur að hugsa um að yfirgefa Rússland," sagði hún. „Þú veizt svo margt, sem við hin vitum ekki. Þú skilur hluti, sem við skiljum ekki. Og þú gerir þig ekki ánægðan með það eitt að hafa nóg að bíta og brenna." Það var svo myrkt, að hann sá rétt aðeins móta fyrir andliti hennar. „Þeir hinir vilja ekki yfirgefa Rússland," sagði hún. „Þeir gera sig ánægða með minna en þú. Ef OTIAGARNIR FRAMHALDSSAGAN 4. HLUTI eftir ROBERT F. MIRVISH teikning BALTASAR LOKS VARÐ NAYDA TIL AÐ RJÚFA ÞÖGNINA. „ÉG HELD AÐ ÞU SÉRT EKKI HÆTTUR AÐ HUGSA UM AÐ YFIRGEFA RÚSSLAND," SAGÐI HUN. og meta hæfileika sína. Enda þótt hann væri enn barn að ár- um, hafði hann lengi verið full- orðinn maður. Hann komst að raun um að það, sem honum hafði tekizt og gert hafði hann að manni í sínum eigin augum og orðið til þess að hann fann tilgang í lífi sínu, var orðinn óaf- máanlegur þáttur í eðli hans. Mundi vera unnt að tægja þann þátt sundur með valdboði? Hann hneppti að sér úlpunni og tók eftir því að Nayda stóð hjá honum. „Ertu að fara niður í borgina?" „Nei. Ég ætla bara að horfa á loftárásirnar dáltila stund." „Ég hef ekki komið út fyrir hellinn í þrjá daga," sagði Nayda. Augu þeirra mættust, og í bláma þeirra las hann bæn, sem yfirvöldin taka þá í sínar hend- ur, gera þeir sig ánægða með að fá föt og fæði, og að þeim sé sagt fyrir verkum." Hún hugsaði á sama hátt og hann. Og þau vissu það bæði. „Heldurðu í rauninni að þú getir sloppið á brott úr Rúss- landi?" spurði hún. „Ég veit það ekki. Það krefst undirbúnings. Ég sá landabréf um daginn, í eintaki af Pravda, sem fest hafði verið upp á til- kynningatöfluna í pósthúsinu. Veiztu það, að Norður-Rússland liggur að landamærum Finnlands og Noregs?" „Ég hef heyrt talað um Finn- land. Finnar berjast gegn okk- En ég er ekki viss um hvar Nor- egur liggur." „Það væri framkvæmanlegt að komast yfir víglínurnar og yfir Finnland til Noregs." „Ef þú ferð, þá vil ég líka fara." „Þetta er ekki nema ráðagerð. Við sjáum til." „Nei," sagði hún. „Ég vil ekki að þú talir mig af þér eins og þá. Þú sagðir þeim að þetta sé allt ráðagerð, bæði með útlendu peningana og annað, og við verð- um að sjá hverju fram vindur. Samt sem áður ertu að hugsa um að fara. Og ég vil að þú takir mig með þér, ef þú ferð. Ef ekk- ert okkar fer, þá er það í lagi. En ef þú ætlar að fara án þeirra hinna, verður þú að lofa því að taka mig með þér. Hvort sem þú verður eða ferð, máttu ekki skilja mig eina eftir. Ekki einu sinni hjá þeim hinum." „En ef ég get ekki lofað því?" „Þá yfirgef ég hellinn og gef mig fram við yfirvöldin í borg- inni og þau geta gert við mig það, sem þeim sýnist. Það er bezt illu af lokið, og ég vil ekki valda þér erfiðleikum. Og ég vil helzt ekki vita af því, að þú ferð seinna einsamall." Hann gat greint hve föl hún var. Og einhvern veginn vissi hann að hún hafði tekið ákvörð- un, sem ekki yrði haggað. „Allt í lagi," sagði hann. „Ef ég fer, þá tek ég þig með." „Þú lofar því?" „Ég lofa því." Hún lagði höndina á úlpuermi hans. Þau stóðu hlið við hlið og horfðu yfir borgina, á eldana, leiftrin af sprengjum og flöktandi leitarljósin. Öðru hverju gaus upp bál, þegar sprengjumar hæfðu eitthvert eldfimt skot- mark. Grant Hollis sat á trjábolnum sem fyrr, þegar Dmitri bar að. „Halló, Dmitri," sagði hann. „Þú ert snemma vikunnar í við- skiptaerindum í þetta skiptið." „Ég er ekki í viðskiptaerind- um í þetta skiptið," svaraði drengurinn. „Jæja, er það eitthvað annað, sem þú hefur í huga?" >„Já. Ef til vill getur þú hjálp- að mér." Einmitt það, hugsaði Grant Hollis. Fyrst Katya, og síðan hann... . ,,Þú ert fróður í landafræði, er það ekki?" spurði Dmitri. „Ég er skipstjóri, svo að það er gert ráð fyrir að ég kunni þar eitthvað fyrir mér," svaraði Grant. „Hvað mundi vera langt frá Murmansk til Noregs?" „Hvaða hluta Noregs?" „Einmitt það já. Hvað hefurðu í huga?" Hann virti drenginn fyr- ir sér. Dmitri horfði þögull og athug- andi á hann andartak. Hann varð að taka ákvörðun. Mátti hann treysta þessum manni? „Þú ert að hugsa um að kom- ast á brott úr Rússlandi, er ekki svo?" „Og ef svo væri?" Þeir horfðu hvor á annan. „Ég skil," mælti Grant. „Þú vilt fá að vita hvað sé stytzta leiðin yfir land að fara?" „Má ég treysta þér?" spurði drengurinn. „Má ég vera viss um, að þú segir engum frá ráða- gerð minni?" „Dettur þér í hug að ég fari að framselja þig? Hef ég nokkuð verið að skipta mér af því þó að þú seljir þessar litlu tréskurðar- myndir mínar á þúsund rúblur hverja, og þénir verulega á þeim viðskiptum. Ég virði þig fyrir það. Við höfum ræðzt við um marga hluti undanfarna mánuði. Það hefur verið merkilegt fyrir mig að fylgjast með þeim breyt- ingum, sem orðið hafa á allri hugsun þinni og hugarfari, að kalla dag frá degi. Það hefur ver- ið mjög lærdómsríkt." Dmitri hlustaði á hann af at- hygli, en þó var það einkum eitt, sem honum lék hugur á að vita nánar. „Hver sagði þér að við seldum myndirnar á þúsund rúblur hverja? Einhver sjómannanna?" „Nei. Það vildi svo til að ég rakst á eina af tréskurðarmynd- unum í Intourist-gistihúsinu í kvöld er leið. Hún stóð þar á borði, sem kona ein vinnur þar við. Hún kvaðst hafa greitt þús- und rúblur fyrir hana. En ég geri raunar ráð fyrir að þú miss- ir hana sem viðskiptavin, Dmitri. Það getur nefnilega farið svo að ég láti hana hafa nokkrar mynd- ir gefins." „Það skiptir ekki svo miklu máli. En mig langar til að vita nánar um þessa konu." „Einmitt það? Undarleg til- viljun, því að hana langar líka til að vita eitthvað nánar um þig. Hún bað mig að heimsækja sig í gistihúsið í dag, til að ræða við sig um þig. Hefurðu nokkra hug- mynd um hvað henni getur geng- ið til?" „Veiztu hvaða kona þetta er?" „Já. Hún starfar sem túlkur við afgreiðslu skipanna og hefur umsjón með veitingasalnum í Intourist-gistihúsinu á kvöldin." „Og þar að auki er hún kennslukona, sem þeir í Moskvu hafa sent hingað til að smala okkur unglingunum hérna í Murmansk saman og senda okk- ur í betrunarskóla. En ég er alls ekki viss um að það, sem þeir vilja kenna okkur þar, sé manni fyrir beztu. Og ef ég trúi þér fyrir þessu öllu — má ég þá treysta því, að þú segir þessari konu ekki að ég hafi verið að spyrja þig um skemmstu leið- ina héðan til Noregs?" „Ég segi henni ekki neitt það, sem þú vilt ekki að ég láti upp- skátt við hana," mælti Grant lágt. „Ertu að, hugsa um það í alvöru að reyna að brjótast þetta landleiðina? Nú í vetur?" „Ég verð að reyna það í vet- Framhald á bls. 49. VIKAN 31. tbl. — 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.