Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 40
Sjón er sögu 1 ríkari-þér hafió aidrei séð hvitt Ifn jafn hvftt. Aldrei séó litina jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt. OMO sparar pvottaefniá OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notió minna magn, er OMO notadrýgra. Reynið sjálf og sannfærizt! skilar hvítasta bvottinum! X'OMO f»/lC'M4l Dagbók í síldarleit. Framhald af bls. 8. torfa. Skipið var 12 mínútur að sigla í gegnum hana, eða með öðrum orðum hún hefur verið fjóra kílómetra að lengd. Laus- lega metin til f jár á 100.000.000.00 kr. Já og menn eru glaðir. Það hefði verið leitt, ef ekkert hefði fundizt. Sérstaklega er teljarinn með skeggið glaður, því hann var á asdikkvakt og fann torfuna. Hánn gerir sig nú ákveðinn og hugsi á svipinn, eins og hann sé orðinn „þekkt stærð“ í fiskveiði- 'málum þjóðarinnar. Við erum búnir að stíma 1000 mílur síðan við fórum frá Reykjavík og brytinn heldur því fram að við ættum að vera komnir langleiðina í Miðjarðar hafið, ef hann hefði fengið að ráða stefnunni. Sólin glampar á hafflötinn og það er til efs, að Miðjarðarhafið státi af meiri fegurð í dag. Þó allt sé slétt og gárulaust á yfirborði sjávarins, má þó marka, að niðri i djúpinu sé hið grimma líf kvikindanna í fullum gangi. Já, það eru fleiri en ríkisvaldið, útgerðarmenn og fiskifræðingar, sem hafa áhuga á silfri hafsins. Fjórði aðilinn. með svipaðan karakter, beinhá- karlinn er mættur á staðnum og djöfsi lét bara fara vel um sig í torfunni stóru og raðaði í sig útflutningsverðmætunum í ó- smáum skömmtum. Við og við kemur svartur bakugginn upp úr sjóskorpunni og blaktir eins og gunnfáni, eins og til að minna á, að betra sé fyrir hvern og einn að halda sig í hæfilegri fjarlægð meðan hákarlinn er í mat. Yfir sveimuðu þúsundir af fugli. Til þess að allt yrði nú ekki of alþýðlegt, ákváðu teljararnir að taka prufu. Já, og þeir voru ábúðarfullir á svipinn. Já, og líka torpedo. (Mælir hita á ýmsu mismunandi dýpi). Það skyldi ekki vera hinn minnsti vafi á því, að Gráni var með vísinda- menn innanborðs. Samhengið er fyrir öllu. Aldrei var það að vita, hvort það væri hættandi á að mæla með því að síld hefði fund- izt með hinni gömlu aðferð ■— að gefa gaum að fugli. Fyrsta vís- bendingin um síldargönguna miklu var mikið fuglager — þús- undir af fugli. Þess vegna, til að fyrirbyggja misskilning var viss- ara að hafa tekið prufu. Já og torpedo líka. Svo gat heimur andað léttar. Síldin hafði fundizt -— formlega. Föstudagurinn 12. febrúar. „Fínt veður og tíkin bundin Einu sinni var tík á Ægi. Hún var af Schaffer kyni, stór eins og kálfur. Hún var, sem hún átti kyn til, mesta stillingar- skepna, ljóngáfuð, enda kom það sér betur, ef tillit var tekið til stærðarinnar. Þó gat þessari skynsömu skepnu ofboðið. Hún þoldi ekki pödduteljarana. Hún lét sér nægja að urra grimmdar- lega á þá og þótt það út af fyrir sig væri nægjanlegt til að skjóta flestum skelk í bringu, þá létu þeir sér það flestir í léttu rúmi liggja, nema leiðangursstjórinn. (Það var annar maður þá). Hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að vera á ferli, nema tíkin væri bundin, enda var henni meinilla við hann. Þannig komst máltækið á, því kafarinn ræsti leiðangursstjórann einn morgun sem oftar með þesusm orðum: Fínt veður og tíkin bundin. Þá gat hann farið að klæða sig, án þess að hætta væri á, að tíkin hefði sjálfan leiðangursstjórann til morgunverðar þann daginn. Það hélzt sama blíðan og við fórum að halda vestur með land- inu á nýjan leik. Það hafði nokk- uð áunnizt. Að vísu var þetta svo sem ekkert nýtt — að síld væri á þessum slóðum á þessum tíma. Það hafa menn vitað í margar aldir. Það vissu Eggert og Bjarni á 18. öld. Það vissu menn á 19. öld. Það vissi Bjarni Sæmundsson á 20. öld. Það vissi Þorsteinn í Laufási og allir þess- ar gömlu formenn, og það vita allir, sem þorsk veiða og hafa veitt fyrir suðurströndinni. Kannski hafa allir vítað þetta betur en við, en nú hafði þetta verið kannað allrækilega. f vor mun hún síga vestur með landi. Mæta með pomp og pragt á Sel- vogsbanka og í maí mun hana vera að finna upp við hvala- bástrana dýpst í Faxaflóa. Síldin er að verða mikið ævintýri á fs- landi. Það skal ekki reynt að lýsa siglingaleiðinni frá Meðallands- sandi vestur fyrir Vestmanna- eyjar. Allr sízt í svona fögru veðri, en uppörvandi hefði það verið í dag fyrir þá sem eru að gera ísland að ferðamannalandi. Vetrarríkið er fagurt og bátar stóðu á fiski austast. Það var dimmt að nóttu, þeg- ar við komum að Vestmanna- eyjum, en þangað var ferðinni heitið ■— vestur fyrir Einidrang til að slæða drauganet. Þetta er ef til vill merkasti hluti leiðang- ursins. Drauganet eru þau nefnd, þorskanetin, sem tapast í sjó. Net þessi eru úr nyloni og öðrum níð- sterkum gerviefnum og eru geysiendingargóð. Þó bólfærin séu slitin af og bátarnir hafi því engin ráð til þess að ná þeim upp, þá eru þau — að menn ætla — — VÍKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.