Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 44
Hún vissi, að það var eitthvað, sem hún varð að gera. Með því að taka á öllu, sem hún átti, lyfti hún höfðinu og leit á Art- hur. En þá þröngvaði umheimur- inn sér aftur inn í vitund þeirra. Bolti skall á jörðina við fætur þeirra. Arthur beygði sig niður og kastaði honum aftur til drengsins, sem átti hann. Svipur Arthurs var svo mild- ur og blíður, þegar hann sneri sér aftur að henni, að henni varð aftur rótt. Þetta var eitthvað, sem ekki var hægt að koma orð- um að — eitthvað, sem hún gat ekki skýrt. En nú vissi hún að heimur hennar stóð aftur á föstum grunni, og að hann hafði verið traustur allan tímann. Arthur laut að henni og kyssti varir hennar blíðlega. - Þú skilur það, Molly, að ég elska þig og enga aðra. Molly opnaði töskuna sína og langaði til að fara að gráta aft- ur — af gléði. f staðinn skoðaði hún sig i speglinum og hvíslaði: — O, Arthur, að sjá hvernig ég lít út. Við megum ekki gleyma að skoða garðinn. IELI, hestahirffirinn. Framhald af bls. 14. „Ég er Mara, dóttir massaro Agrippino, sem er umboðsmað- ur yfir öllum nærliggjandi lands- svæðum hérna.“ Ieli sleppti samstundis takinu á hári hennar, en sagði ekkert. Og litla stúlkan hófst þegar handa um að tína upp kræki- berin sem hún hafði misst nið- ur, en starði jafnframt á and- stæðing sinn undrandi. „Hinum megin við brúna, við limgerðið á kálakrinum," sagði litla stúlkan, „þar er allt svart af krækiberjum, sem hænsnin eru að háma í sig.“ Á meðan Ieli var að laumast burt, hægum skrefum, fylgdi Mara honum eftir með augun- um unz hann var kominn í hvarf bak við eikarlundinn, en þá tók hún til fótanna og hljóp eins hratt heimleiðis og fæturnir gátu borið hana. Upp frá þessum degi áttust þau ekki illt við og virtust venj- ast hvort öðru. Mara skemmti sér við að tvinna hamp á handriði litlu brúarinnar, en Ieli stuggaði stóðinu í áttina að rót- um Poggio Del Bandito. í fyrstu hélt hann sig í hæfilegri fjar- lægð, en var þó að hringsóla í kringum hana og forvitnast um hagi hennar. Smám saman fór hann að nálgast hana meira, en þó með allri varfærni, einna lík- ast og hundur sem býst við að hann verði grýttur. Þó kom þar, að þau áttu samleið og gengu steinþegjandi hvort við annars hlið. Ieli starði fullur áhuga á það sem hún var að prjóna að fyrirlagi móður sinnar, en henni varð starsýnt á útskorinn staf sem hann hafði smíðað úr möndlutré. Þegar leiðir skildust, hélt hvort sína leið án þess að skiptast á orðum. En þegar heim- ili stúlkunnar kom í augsýn, tók hún á sprett með slíkum pilsa- þyt að sjá mátti greinilega rauð- sokkótta fætur hennar undan pilsinu. Seinna, þegar kaktusfíkjurnar höfðu náð þroska, dvaldist þeim í þykkninu milli kaktustrjánna, og þá afhýddu þau kaktusfíkjur allan daginn. Þau löbbuðu sam- síða undir aldagömlum valhnetu- trjám, og Ieli hristi niður svo margar valhnetur að niðurfall þeirra líktist helzt hagléli á vetrardegi. Litla stúlkan tíndi upp eins margar hnetur og henni var mögulegt og hrópaði hástöf- um af kæti. En allt í einu tók hún á sprett, hélt höndunum um svuntuhornin og reikaði undir byrðinni eins og lítil, gömul kona. Að vetrarlagi var Mara lítið á ferli úti við, meðan kaldast var. í veðri. Stundum, en einkum þó er leið að kvöldi, sást reykur frá bálkesti úr hrísi sem Ieli hafði kveikt í Piano Del Lettighiere eða á Poggio Di Macca, svo hann frysi ekki í hel eins og igðurnar sem hann fann á hverjum morgni bak við steina og þúfur. Jafnvel hrossin nutu þess að vera í ná- grenni bálsins, en þar hnöppuð- ust þau saman sér til hlýinda. í byrjun marzmánaðar komu lævirkjarnir niður á sléttlendið, spörvarnir á húsþökin, lauf og hreiður á limgirðingarnar. Mara byrjaði líka að fara gönguferðir með Ieli í mjúku grasinu milli blómstrandi runna og undir trjánum, sem enn voru ber, en voru þó farin að fá á sig brum- hnappa. Ieli stakk sér inn í þyrni- brúskana eins og blóðhundur og eyðilagði hreiður svartþrastanna, sem horfðu á aðfarirnar með smáum augum sínum er líktust mest piparkornum. Stundum voru börnin með hárlausa kan- ínuunga undir skyrtunum, sem þau höfðu tekið úr bælum þeirra, en þeir voru óþægilegir í með- förum vegna þess hve eyrun á þeim voru stór. Þau hlupu á eft- ir hrossunum á sléttunni, í átt- ina til kornstönglanna bak við þreskjarana. Þau héldu áfram í hægðum sínum í slóð hestastóðs- ins, sem hægði á sér ef einhver hryssan fór að bíta. Er leið að kvöldi voru þau komin að litlu brúnni, og þá hélt hvort um sig sína leið án þess að skiptast á kveðjuorðum. Þannig leið sum- arið hjá þeim. En nú var sólin farin að ganga undir bak við Poggio Alla Croce. Rauðbryst- ingarnir sáust hvarvetna milli kaktusbrúskanna og trjátíturn- ar létu ekki lengur heyra til sín. Það var því líkast sem náttúran væri altekin af þunglyndi. Um þetta leyti kom faðir Ielis, kúahirðirinn, í heimsókn til hans í kofann. Hann hafði veikzt af malaríu í Rageloti og var svo veikur að hann toldi varla á baki asnans, sem hafði verið reiðskjóti hans á ferðinni. Ieli kveikti strax upp eld og hljóp heim í „húsið“ til að ná í nokkur egg handa hon- um. „Þú ættir að búa mér hálm- flet við eldinn,“ sagði faðir hans, „ég finn að hitasóttin er að koma aftur.“ Kuldahrollurinn var svo mikill í Menu, að þótt hann breiddi yfir sig kápu sína, söðulklæði asnans og poka Ielis, þá skalf hann eins og espilauf. Við skin hins glamp- andi elds mátti sjá á hinu náföla andliti hans, að dauðinn hafði sett merki sitt á hann. Bændurn- ir komu frá búgarðinum og spurðu hann: „Jæja, hvernig líður þér, Menu?“ Hið eina svar sem þeir fengu var eymdarvæl, líkt og smá- hvolpur væri að væla. „Svona malaríukast drepur örugglegar en nokkurt byssu- skot,“ sögðu vinir hans og hlýj- uðu sér á höndunum við eldinn. Þeir sendu eftir lækni, en það var aðeins peningaeyðsla, því þessi sjúkdómur var svo alkunn- ur að hvert barn vissi ráð við honum, og ef hitinn hefði ekki orðið svona ofsalegur og þar með ráðið úrslitum, hefði kínínið komið að haldi. Menu hafði eytt verulegu fé til kínínkaupa, en það kom að engu haldi, það var eins og að ausa olíu í eld. „Reyndu að drekka sterkt grasate, það kostar ekkert," sagði Agrippino ráðsmaður. „Og ef það gerir ekki meira gagn en kínínið, þá er það þó alltaf nokk- ur huggun að hafa ekki eytt peningum að nauðsynjalausu.“ Hann reyndi grasateið líka, en hitinn blossaði alltaf upp aftur og sóttarköstin urðu sífellt ægi- legri. Ieli hjúkraði föður sínum eins vel og hann gat. Á hverjum morgni áður en hann rak hross- in til beitar, skildi hann eftir handa honum tevatn í skál, eldi- við, sem hann gat seilzt til og egg, sem geymd voru í heitri ösku. Hann kom rakleitt heim snemma á kvöldin og hafði þá meðferðis eldsneyti til nætur- innar, litla vínflösku og sauða- kjöt, en hann hafði þó orðið að hlaupa alla leiðina til Licodia til að kaupa hið siðasttalda. Aum- ingja drengurinn sinnti öllum heimilisstörfum af hinni mestu samvizkusemi, svo að góð hús- móðir hefði ekki gert það betur. Faðir hans fylgdist með störfum hans og mændi á hann þreyttum augum. Hann brosti stundum dauflega og hugsaði með sér, að drengurinn mundi spjara sig, þótt hann yrði innan skamms munaðarlaus einstæðingur. Dag einn varð hlé á sótthitan- um í nokkra klukkutíma, svo Menu komst á fætur. Hann var eins og svipur hjá sjón eftir veik- indin. Hann var með handklæði vafið um höfuðið og hafði setzt við dyrnar í sólskininu og beið þar komu Ielis. Meðan Ieli var að losa sig við eldsneytið við dyrnar og koma fyrir flöskunni og eggjunum á borðinu, tók faðir hans hann tali og sagði við hann: „Þú ættir að laga grasateið fyrri nóttina," eða: „Þegar ég er farinn, mundu þá að Agatha móðursystir þín geymir pening- ana, sem móðir þín lét eftir sig handa þér.“ UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HA^S NOA’ l»að er alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans N6a einhvers staðar í blaðinu og hcitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Heimili Örkin er á bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: ELIN KARLSDOTTIR, Granaskjóli 26, Reykjavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. ££ — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.