Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 45
Og Ieli kinkaði kolli til sam- þykkis. „Þetta er vonlaus barátta," endurtók Agrippino ráðsmaður hverju sinni sem hann kom að heimsækja Menu. „Nú er bakt- erían setzt að í blóðinu og þá er öllu lokið." Menu hlustaði á hann án þess að depla auga, en andlit hans var hvítara en lín. Hann fór ekki framar á fætur. Ieli táraðist, þegar hann varð þess vísari að hann brást þrótt til að hjálpa föður sínum til að snúa sér af einni hlið á aðra í rúminu. Og er á leið missti Menu næstum málið. Það síðasta sem Ieli heyrði hann segja, var þetta: „Þegar ég er fallinn frá, skaltu fara til eiganda kúnna í Rageloti og fá greiddar hjá honum þrjár onzur og tólf túmolur, eða jafn- virði þess í korni. Hann skuldar mér þetta fyrir vinnu mína frá maíbyrjun til þessa dajs." „Nei," svaraði Ieli. „Það eru ekki nema tvær og hálf, því þú hefur ekki gætt kúnna síðast- liðinn hálfan nánuð og maður verður að vera heiðarlegur í við- skiptum sínum við húsbænd- urna." „Það er rétt hjá þér," sagði Menu og horfði á hann hálflukt- um augum. „Nú er ég einstæðingur í þ?ss- um heimi, eins og yfirgefið fol- ald ,sem hæglega gæti orðið úlf um að bráð," hugsaði Ieli með sér, þegar faðir hans hafði verið jarðsettur í kirkjugarðinum í Licodia. Mara hafði jafnvel komið í heimsókn, haldinn þeirri sjúk- legu forvitni, sem jafnan vaknar þegar skelfilegir atburðir gerast. „Sjáðu, nú er ég einn og yfir- gefinn," sagði Ieli við hana. Litla stúlkan hörfaði undan óttaslegin, eins og hún óttaðist að hann mundi draga hana inn í þetta sorgarinnar hús. Ieli fór 0g sótti eftirlátna fjármuni föður síns, en hélt síð- an með stóðið til Passanitello, en þar var komin ágæt beit á nýræktinni, svo þar var nóg fóð- ur fyrir hrossin um langan tíma. Eftir því sem tíminn leið stælt- ist Ieli og þroskaðist, og honum varð oft hugsað til þess að Mara hlyti að hafa stækkað og þrosk- azt líka, einkum sóttu þessar hugsanir á hann er hann var að leika á hljóðpípuna. Þegar hann hélt aftur til Tebidi eftir langan tíma, rak hann stóðið hægt og ró- lega eftir hinum hálu götutroðn- ingum Fontana Dello Zio Cosimo. Hann hvessti sjónir sínar í leit að litlu brúnni í dalnum, hreys- inu í VaTle Del Iacitano og þaki „hússins", þar sem dúfurnar voru á ferð með sífelldu vængjablaki. En er hér var komið sögu hafði gósseigandinn rekið Agr- ippino ráðsmann frá störfum, svo fjölskylda Möru varð að flytjast burtu. Ieli hitti samt Möru, sem hafði þroskazt mikið og var orð- in fremur snotur stúlka. Þau mættust að húsabaki, en þar var hún að líta eftir farangri fjöl- skyldunnar, sem verið var að stafla á flutningavagn. Hin auðu herbergi hússins virtust nú dimmri og óhreinni en áður Rúmstæðin, borðin, kommóðan, myndirnar af heilagri guðsmóð- ur og Jóhannesi skírara og jafn- vel naglarnir á veggjunum, sem blómsturkerin höfðu hangið á, allt lét þetta eftir sig merki á „Þar sem þú ert að flytja héð- an, mun ég aldrei leita hingað framar, því það er eins og vetur sé setztur að, að koma hér að læstum dyrum." \ . „í Marinero munum við kynn- ast öðru fólki, þar býr t. d. Púddi rauðhaus og dóttir skógarvarð- arins. Það verður svei mér skemmtilegt um uppskerutím- ann, þegar áttatíu kornskurðar- menn koma með sekkjapípurnar sínar og þá verður nú hlöðuball Sendum um allan heim 'issHU!:'-' :"'!Æ'iv ' | Sendum um allan heim. íslenzkur listiðnaður úr gulli, silfri, beini og tré. Ullar- og: skinnavÖrur í miklu úrvali. Auk þess úrval af innfluttum g-jafavörum. Listaverkaprentanir frá ítalíu og Japan. RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 17. MINJAGRIPAVERZLUNIN, Hafnarstræti 5. Sendum um allan heim. Sendum um allan heim. gólfi og veggjum eftir öll þessi ár. „Við erum að flytja í burtu," sagði Mara, sem sá að hann horfði á það sem fram fór. „Við flytjum niður að Marinero, í stóra húsið á sléttunni." Ieli hófst þegar handa við að hjálpa Agrippino ráðsmanni og Líu konu hans við að hlaða vagninn. Og þegar allt hafði ver- ið borið út úr herbergjunum settist hann hjá Möru á brún brynningarþróarinnar. „Jafnvel húsin," sagði hann, er síðasta byrðin var borin út í vagninn, „jafnvel húsin breyta um svip, þegar þau hafa verið rúin innanstokksmunum, þau virðast aldrei verða eins aftur." „í Marinero," sagði Mara, „segir mamma að við komum til með að búa í herbergi, sem er stærra og fallegra og eins stórt og ostagerðarhúsið hérna." ' í lagi." Agrippino ráðsmaður og kona hans voru lögð af stað með ein- um af vögnunum, en Mara skokk aði á eftir og hélt á dúfnakörfu. Ieli fylgdi henni áleiðis að litlu brúnni. Þegar hún var að hverfa úr augsýn í dalnum, kallaði hann á eftir henni: „Mara, halló, Mara." „Hvað viltu," sagði hún. En hann vissi ekkert hvað hann vildi. „Hvað geturðu hafzt að hér einsamall?" spurði stúlkan. „Ég verð hérna eftir hjá hross- unum." Mara þaut í burtu, hlaupandi í takt við sippubandið sitt, en hann stóð hreyfingarlaus unz vagnhljóðið dó út í fjarlægðinni. Sólin var farin að nálgast hæstu tinda Poggio Alla Croce, hin gráu lauf olívutrjánna skulfu í hinu aðvífandi rökkri, en langt úti í auðninni, langt, langt í burtu heyrðist aðeins hljómur- inn frá hálsbjöllu Biönchu, ann- ars ríkti órofa þögnin ein. Eftir flutninginn til Marineo, í hópi nýrra kunningja og þrot- lausri önn vínuppskerunnar, gleymdi Mara honum. En Ieli var alltaf að hugsa um hana, því hvað hafði hann svo sem annað að hugsa um milli þess sem hann fylgdist með ferðum hrossanna? Héðan af átti hann ekkert er- indi niður í dalinn eða að baki litlu brúarinnar og á búgarðinn kom hann aldrei meir. Og tím- inn leið án þess að það bærist honum til eyrna að Mara væri trúlofuð, því mikið vatn hafði nú runnið til sjávar síðan hún hvarf sjónum hans. Hann sá hana loks aftur á Jónsmessuhátíðinni, þegar hann rak folana á hrossa- markaðinn. Þessi hátíð varð að eitri í hans beinum og olli því að lokum, að hann missti lífs- uppeldi sitt vegna slyss er einn af hestum húsbónda hans lenti í. Svo hjálpi oss Guð. Á markaðs- deginum var ráðsmaðurinn bú- inn að bíða eftir hrossarekstrin- um síðan í dögun. Hann var bú- inn að þranima um fram og aft- ur á gljáfægðum reiðstígvélum aftan við hesta og múla, sem stóðu í röðum beggja megin við þjóðveginn. Markaðstíminn var senn liðinn hjá, en enn sást ekk- ert til lelis og hrossa hans í hvaða átt sem litiS varð frá þjóðveginum. f hinum skrælnuðu brekkum Calvario og Mulino A Vento voru enn smáhópar af kindum, sem hópazt höfðu saman og stóðu þar með hangandi höfuð, en lífið virtist nær fjarað burt úr augum þeirra. Þarna voru einnig nokkrir langhærðir drátt- aruxar, sú tegundin sem venju- lega er seld til greiðslu lands- skuldar. Þeir stóðu þarna hreyf- ingarlausir í skini hinnar brenn- andi sólar. Neðar í dalnum heyrðist í kirkjuklukkum sem hringdu til hámessu á Jóns- messuhátíðinni, og bak við klukknahljóminn heyrðist brak- ið frá sprengingum flugeldanna. Það var því líkast sem hátíðar- svæðið gengi í bylgjum og há- vær hróp bárust frá borginni. Það var eins og þau dokuðu við á leiðinni við tjöld smáhöndlar- anna, sem voru dreifð yfir Salita Dei Galli, en héldu síðan áfram upp eftir dalnum til kirkjunnar. Lengi lifi heilagur Jón. „Fjandinn sjálfur eigi það," öskraði ráðsmaðurinn, „skepnan hann Ieli lætur okkur missa af markaðnum." Kindurnar lyftu höfði í undr- un og byrjuðu að jarma í einum kór, uxarnir þokuðust áfram hægt og rólega og horfðu í kring- um sig, stórum, hrifnæmum aug- um. Ráðsmaðurinn var í slæmu skapi vegna þess að þann dag VIKAN 31. tbl. — 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.