Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 47
stinga brauði í ofninn á þeirri mínútu. Hún breiddi dúk á borð- ið, en virtist þó eitthvað vera öðruvísi en áður. ,,Þú manst ennþá eftir Tebidi?" spurði ég hana þegar Lia veik frá okkur til að sækja ferskt vín í tunn- una. — '„Já, vissulega man ég," svaraði hún mér. „í Tebidi, þar var klukka og klukknaturn sem líktist einna helzt handfangi á saltkeri, og sá sem hringdi klukk- unni stóð "uppi á palli. Þar voru líka tveir kettir, höggnir í stein, sem sátu malandi sitt hvoru meg'- in við garðshliðið. — Það var eins og kæmi það frá mínu eigin brjósti, allt það, sem hún var að tala um. Mara horfði á mig og mældi mig með augunum frá hvirfli til ilja. Hún sagði aftur og aftur: „Þú ert svei mér orð- inn stór núna." Svo byrjaði hún að hlæja og sló til mín." En svo skeði óhappið, sem varð þess valdandi að Ieli, hesta- strákurinn, missti atvinnu sína. Skyndilega kom vagn í ljós á veginum, sem þeir höfðu ekki heyrt til áður, þegar hann var að silast upp bratta fjallgötuna og farið lúshægt. Þegar hann var kominn upp á jafnsléttu hafði ferð.hans verið aukin, og þegar við skröltið í honum bættust svipusmellir og kliður frá bjöll- um, varð hávaðinn því líkastur sem sá vondi sjálfur væri þar á ferð. Folarnir urðu hræddir við hávaðann og þutu í allar áttir eins og fjaðrafok eins 03 stund- um bar við þegar jarðhræringar áttu sér stað. Það kostaði' Ieli mikil hróp og köll að ná þeim saman aftur, og ekki sparaði hann hljóðpípuna. Að lokum tókst Ieli og drengnum að koma folunum undir stjórn Biönchu, sem brokkaði afskiptalaus áfram veginn með bjölluna um hálsinn. Þegar Ieli hafði talið hrossin, varð hann þess vísari að folann Stellato vantaði. Hann reitti hár sitt í örvæntingu, því þessi hluti leiðarinnar lá eftir gjánni, og það var einmitt í henni sem Stellato lá hryggbrotinn, foli sem var tólf onzu virði, jafnvirði tólf engla í Paradís. Gráti nær hafði Ieli hrópað á folann: Ahoo, ahoo, ahoo. Því enn var dimmt af nóttu. Að lokum svaraði Stellato honum með sársaukafullu hneggi neðan úr gjárbotninum, rétt eins og hann gæti talað, veslings skepnan. „Ó, Guð minn góður," hrópuðu þeir Ieli og drengurinn. „Ó, hví- líkt ólán, Guð minn góður." Vegfarendur, sem voru á leið á Jónsmessuhátíðina, heyrðu hróp þeirra í myrkrinu og komu til þeirra til að forvitnast um hvað væri á seyði. Og þegar þeim hafði verið skýrt frá því í ein- stökum atriðum hvað komið hefði fyrir, fóru þeir sína leið. Stellato lá hreyfingarlaus á þeim stað, sem hann hafði komið niður, með fæturna upp í loftið. Ieli þreifaði á honum grátandi og talaði við hann, eins og vesl- ings folinn skildi mannamál. Veslings skepnan hreyfði makk- ann með sýnilegum sársauka og snéri höfðinu til hans með krampakenndum sogum. „Hann hlýtur að hafa bein- brotnað," öskraði Ieli með MÁNAÐAR- '<»>• ¦¦¦":?. ~í; . ¦...-. .. . ',->, j «»; •.. .¦ •. -¦¦'... RITIÐ í hverjum mánuði. skelfdri röddu, því hann gat ekki athugað meiðsli folans til fulls vegna myrkursins. En folinn, sem nú virtist vera fallinn í dá, reisti ekki framar höfuð sitt frá jörðu. Alfio, sem hafði orðið eftir á þjóðveginum til að líta eftir stóð- inu, hafði orðið fyrri til að jafna sig og var nú búinn að taka brauð sitt upp úr malnum. Nú fór að lýsa af degi, og það var eins og fjallahnjúkarnir risu úr hafi einn á fætur öðrum, háir og dimmir. Frá beygjunni á þjóð- veginum byrjaði að örla á borg- inni með Monte Del Calvario og Monte Del Mulino A Vento í baksýn í hinni fölu birtu aftur- eldingarinnar. Fjöllin voru að nokkru hulin þokumóðu, svo fjárhóparnir í hlíðum þeirra sýndust úr fjarlægðinni vera hvítir blettir. Og þegar uxarnir á fjallatoppunum fóru að bíta í bláma morgunsins og hreyfðu sig til og frá, virtust fjallshlíð- arnar komast á hreyfingu og iða af lífi. Frá veginum í botni gjár- innar heyrðist nú ekki framar neinn bjölluhljómur, vegfarend- urnir urðu smám saman færri og þeir sem framhjá fóru, voru állir á hraðri ferð til markaðs- hátíðarinnar. Veslings Ieli gat ekki gert það upp við sig til hvaða dýrlings hann ætti að snúa sér í þessari auðn. Og þar sem hann sá ekki fram á að Alfio gæti orðið honum til neinnar hjálpar, settist hann niður og reyndi að borða eitthvað af brauði sínu. Að lokum sást til ráðsmannsins, sem kom fleng- ríðandi úr múldýri í áttina til þeirra, en bölv hans og ragn heyrðist langt að, er hann varð þess vísari að hrossareksturinn hafði staðnæmzt þar við veginn. Alfio varð svo hræddur að hann tók sprett upp eftir hlíðinni, eins hratt og fæturnir gátu borið hann. En Ieli veik ekki fet frá Stellato. Ráðsmaðurinh fór af baki uppi á veginum og flýtti sér niður í gjána. Hann reyndi að fá folann til að rísa á fætur með því að toga í taglið á honum. „Láttu hann í friði," ságði Ieli. Hann var svo fölur í andliti að halda mátti að það væri hann, sem hefði beinbrótnað. „Láttu hann í friði. Sérðu ekki að hann getur ekki hreyft sig, veslings skepnan?" Þetta var satt, því að í hvert skipti sem komið var við folann eða gerð tilraun til að fá hann til að rísa á fætur, gaf hann frá sér hljóð, sem líktist mest dauðahryglu mannlegrar veru. Ráðsmaðurinn snéri nú vonzku sinni að Ieli og ýmist barði hann eða sparkaði í hann og jós yfir hann skömmúm, sem voru svo mergjaðar að englar og helgir menn hefðu roðnað, ef þeir hefðu verið vottar að þeim. Alfio hafði sótt í sig kjarkinn meðan á þessu stóð. Hann hafði rölt niður á veginn til að hóa hrossahópn- um saman. Nú byrjaði hanrl að afsaka sig og sagði: „Ég á enga sök á þessu. Ég var með fremstu hrossunum hjá Biönchu." „Hér er ekkert hægt að gera," sagði ráðsmaðurinn að lokum, þegar hann sá að tilraunir þeirra voru aðeins tímaeyðsla. „Hið eina af folanum sem er einhvers virði, er húðin, meðan hún er óskemmd." Ieli byrjaði að skjálfa, þegar hann sá ráðsmanninn vera að losa byssu frá söðlinum á múl- dýrinu. „Farðu frá, auðnuleysingi," öskraði ráðsmaðurinn. „Ég veit eiginlega ekki hvað ætti að hindra mig í að láta þig fara sömu leið og hestinn, sem er margfalt meira virði en þú, þrátt fyrir skírnarskítinn sem prest- þjófurinn klíndi á þig." Stellato, sem hafði legið hreyf- ingarlaus, hreyfði nú snöggvast höfuðið og horfði á þá uppglennt- um, starandi augum, eins og hann skildi það sem fram fór. Og húðin á honúm lagðist í fellingar utaná rifjunum, eins og honum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Svo skaut ráðsmaðurinn Stellato þarna á staðnum, svo hann næði þó húð- inni. Þegar dauðaskotið reið af svona nálægt, fannst Ieli eins og einhver strengur innra með hon- um hefði borstið á þeirri stundu. „Ef þú vilt hafa mín ráð," sagði ráðsmaðurinn, „þá reyndu ekki að inheimta kaupið þitt hjá húsbóndanum, því hann greiðir þér senilega í þeirri mynt, sem ekki er hentug til vörukaupa." Ráðsmaðurinn fór sína leið ásamt Alfio. Þeir héldu til hross- anna. sem voru á beit á vegar- brúninni óg litu aldrei í áttina þangað sém Stellato lá. Að lok- Um var Stellato einn eftirígjánni og beið þar mannsins sem kæmi til að flá hann. Augu hans voru galopin og fæturnir beinir og stífir, því nú var hann sem bet- úr fór laus við allar þjáningar. Ieli hafði horft á þegar ráðsmað- urinn miðaði byssunni á folann og síðan hvernig hann skaut hann með köldu blóði, en þá hafði folinn hreyft til höfuðið og verið á svipinn eins og mannleg vera. Ieli var nú hættur að gráta. Hann sat þarna á steini og starði á foiann unz fláningar- maðurinn kom á vettvang, þá flýtti hann sér burtu. Nú gat hann farið hvert sem hann vildi, það héldu honum engin bönd lengur. Hann gat far- ið á Jónsmessuhátíðina og verið á hátíðarsvæðinu allan daginn og horft á auðmennina þegar þeir voru að drekka kaffi. Hann var frjáls að gera það sem honum sýndist, því nú átti hann ekkert brauð í mal sínum né þak yfir höfuðið. Hann varð því að svip- ast um eftir nýjum húsbónda, ef nokkur maður fékkst þá til að ráða hann til sín, eftir óhappið með Stellato. DAF (fodil).___________ Framhald af bls. 21. ynni vel. Þar við bætist, að það er fullur aflflutningur til beggja afturhjólanna i senn, svo að mis- munadrifið tekur ekki það hjól- ið úr sambandi, sem þyngra er fyrir, og gefur þetta miklu betri spyrnu og öryggari. Viðbragð- ið er lika all gott, þegar maður hefur lært að stíga bara nógu fast á benzingjöfina. Þessi afl- flutningur hefur verið þraut- reyndur við alls konar aðstæður og hlýtur nú orðið lof flestra þeirra, sem um hann tala. Og verksmiðjan er ekki hrædd um hann; hún tekur fulla ábyrgð á sjálfskiftingunni fyrstu tvö árin eða fyrir 40 þús. km. akstur, en 12 mánaða ábyrgðávélinni. Hún er tveggja strokka fjórgengisvél loftkæld, ekki gang falleg en hef- ur ekki svo hátt, að hún pirri einn eða neinn. Eyðslan er sögð 7 1. pr. 1000 km. i innanbæjar- akstri. Innan bæjar er bíllinn sem sagt eins og hugur manns. Úti á vegum er hann ekki eins skemmtilegur, en þó ekki slæm- ur. Hann er t. d. mjög góður í stýrinu, léttur og nákvæmur, og mér virtist hann litið næmur fyrir utan að komandi áhrifum, vegi og vindum og þ. h. Hins vegar verður maður mikið var VIKAN 31. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.