Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 48
við hraÖa á bílnum m. a. er hvinur hjólanna við veginn svo mikill, að mér fannst nóg um. Fjöðrunin er frekar stíf og bíll- inn liggur ágætlega, og það er engin frágangssök að hahla 80 lcm hraða úti á vegum. Hins vegar vinnur hann mikið í mis- hæðóttu landi, vegna þess live vel „variomatic“ vinnur í brekk- um, og hins, hve þægilegt er að nota mótorbremsuna niður í móti. Ég myndi telja, að fyrir þann, sem ekki skreppur úr bænum nema um góðviðrishelg- ar og kannske eitt eða tvö ferð- lög á sumri, væri þessi bíll mjög heppilegur. Sá sem ég prófaði, var dýr- ari gerðin, DAFfodil. Það breytir engu um aksturseiginleikana, því eini munurinn á þessum bilum er íburðarmunur. DAFfodil cr bráðþokkalegur að innan, klædd- líi' með áklæði, sem auðvelt er að hreinsa, með undantekningu af toppnum þó, hann er úr taui og heldur tuskulegur Mælaborðið er þokkalegt, bólstrað að ofan, og sá bólsturkantur nær svo langt inn, að maður rekur sigc- rettuna i hann, þegar ætlunin var að slá af henni i öskubakk- snn, sem rnnars er á góðum stað og tekur mikið. Mælar eru engir utan hraðamælir, en ljós fyrir i.murning, rafmagn og þess hátt- ar, þar að auki kviknar gult ljós, þegar farið er að siga mjög á seinni hlutann í benzintanknum. Rofar allir eru neðan við hraða- mælinn ofan á stýrisleggnum; ökuljósaskiptir er á legg vinstra megin út úr stýrisstöng en stefnu Ijósarofi á legg hinum megin; l>ar í er lika all góð flauta. Fram- sætin eru aðskilin og ágæt, en það er tágt undir loft aftur í og aftursætisbekkurinn hallar of mikið fram að mínum dómi. En það er svo sem nóg rúm fyrir þá tvo farþega, sem þar mega vcra, og það er auðvelt að kom- ast inn og út. — Miðstöðin er all- sæmileg og auðstillanleg. Og þá er eftir að geta um glansnúmer þessa bíls: Það er farangursgeymslan. Hún er ein- hver sú allra stærsta, sem til er á bíl í þessum stærðarflokki, og það þótt víðar væri leitað. Sá, sem ekki er ánægður með liana, ætti að fá sér stóran sendi- ferðabil. BANABLAKKUR. Framhald af bls. 27. takinu á hönd hennar. „Fjand- inn hirði þig, Blossom Beck . . . Hann starði á nakin brjóst hennar með græðgi og skelf- ingu í svip. „Þú . . . þú . . . Með erfiðismunum tókzt hon- um að ná aftur valdi á röddu sinni. Hann strauk sér um aug- un. „Góða nótt, Blossie. Þú verð- ur að fyrirgefa mér. Ég meinti ekki . . . meinti ekki það, sem . . . Ég vona að þér sofnist vel. Ég verð að fara að sofa . . . Góða nótt . . . .“ Hið innra með sér heyrði hann aðeins eitt orð; orð, sem var endurtekið í sífellu. „Fljótur . . . fljótur . . .“ Hún hlustaði eftir fótataki hans út ganginn, lieyrði að hann opnaði svefnherbergisdyr sínar, fór inn og læsti að sér. Hún hefði átt að vera búin að slökkva á lampanum, þegar hann kom inn til hennar, en nú var það of seint séð. Og þó að tjöld- in væru dregin fyrir, lýstu eld- AVON ingarleiftrin á gluggann og fylltu hana hræðslu, svo að nú þorði hún ekki að slökkva. Langa hrið lá hún hreyfing- arlaus og stjörf og lagði við hlustirnar. Regnið huldi á þak- inu; og stormurinn hvein í reykháfnum. Hún renndi sér mjúklega fram úr rekkjunni, vafði að sér nátt- kjólnum, hljóp berfætt lram ganginn að dyrunum á svefn- herbergi Camdens. „Cam . . .“ kallaði hún lágt og biðjandi. „Cam, opnaðu fyrir mér“. Síðan hærra: „Cam, ó, Cam, opnaðu fyrir mér í öllum guðanna bænum . . .“ En Cam svaraði ekki. Eldingarleiftur skein á glugg- unum og lýsti upp ganginn. Hún hratt hurðinni frá stöfum í ofboði. Það logaði á lampanum á dragkistunni við rúmið, en rúmið var autt og óhreyft. Hún tók lampann í hönd sér og gekk fram í eldhúsið. Enginn þar heldur. Camden var kominn upp í skóginn áður en rigningin skall á. Hann hélt á skriðljósinu, og þegar hann kom að skarðinu í girðingunni, gekk hann austur með henni um mílu vegar og síðan spölkorn inn í kjarrið og hélt hátt Ijóskerinu. Banablakkur stóð inni í kjarr- inu, þar sem hann hafði skilið hann eftir, bundinn við trjá- stofn. Við bjarmann af ljósker- inu og eldingarleiftrunum mátti sjá hvernig blakkur skrokkur- inn, gljáandi af regninu, skalf og nötraði og hverning hvítmat- aði í augun, þegar hann sá mann- inn nálgast. „Rólegur, karlinn, rólegur!“ Cam talaði við hann í þeim rómi, sem hann var vanur að tala við hesta, á meðan hann tók annarri hendi um harðstrengda keðjuna, lagðist á hana til að sveigja makka folans niður á við og fá á hana slaka, svo að hann gæti leyst hana. „Rólegur, karlinn, rólegur. Svona karlinn, svona já . . .“ Var hann hræddur við hesta? Hverjir voru að segja að hann væri hræddur við hesta? Og folinn lagði hausinn að barmi hans. Camden brá arm- inum yfir makkan, strauk ennis- toppinn frá augum hans og bleytuna af snoppunni og talaði við harin án afláts. „Rólegur karlinn; þú átt þitt í vændum, fjandinn hali það, en ennþá er þetta svosem allt í lagi. Rólegur, og nú komum við; engan asa, karlinn, bara stilltur og rólegur“. Þegar liann hafði leyst keðj- una, þuklaði hann með annarri hendinni í grasinu kringum trjá- stofninn þangað til að hann fann liamarinn sinn. Þvínæst kastaði hann skriðljósinu inn i kjarrið, þar sem það blossaði upp sem snöggvast um leið og það slokknaði. Loks brá hann keðjunni um snoppuna á fol- anum sem einskonar múl og brá sér á bak, kreppti hnén að síð- unum á meðan hann beið þess að sjá hvernig folanum yrði við, en danglaði síðan með keðju- endanum i lend hans, þegar i ljós kom, að lionum brá ekki hið minnsta. Það leyndi sér ekki að Banablakk hafði verið riðið áðUr . . . Camden söng við raust, ])ar sem hann stóð við aflinn i smiðj- unni og blés svo að gneistarnir hrukku i allar áttir. Hann hafði ekkert lag, orðin voru bull og vitleysa, og stormurinn og gnýr- inn í fossinum sáu um það, að hvorki heyrðist högg né söng- ur úr smiðjunni. Hann heyrði ekki einu sinni til sjálfs sín. Öðru hverju varð honum litið þangað sem folinn stóð bundinn, og nú var augnaráð hans ekki lengur syfjulegt eða dábundið. Hræddur? Hann hræddur? Nei, ' og ekki. Nú, þegar hann þurfti ekki lengur að óttast að tíminn rynni frá sér, óttaðist liann hvorki eitt né neitt framar. „Ertu smeykur, skrattinn þinn!“ „Hann kinkaði kolli glaðklakkalega. „Skelfurðu, garmurinn? Já, þú skalt bara skjálfa eins og þig lystir, kyn- bótagripurinn. Á morgun handsama þeir þig, helvízkir aulabárðarnir. Á morgun mega þeir handsama þig, mín vegna, fyrst að mér tókst að handsama þig í nótf'. Hann var ekki einungis öðrum mönnum meiri og sterkari, liann var ekki einhamur. Hann dró skeifu upp úr vasanum á skinn- svuntunni, sem hann bar sýknt og heilagt, varpaði henni á afl- inn og blés og blés. Hann lyfti henni upp með tönginni og hún var orðin glóandi rauð, varp- aði henni aftur á aflinn og blés undir, þangað til hún var orðin hvítglóandi. Þá tók hann hana, brá henni á steðjann, sveiflaði slaghamrinum annarri hendi eins og berserkur. Þá var hann tröllauknastur og mikilfengleg- astur, þegar rauður bjarminn frá aflinum lék um hann og gneistaflugið stóð af steðja hans. Sló og sló. í myrkri næt- urinnar má vinna margt afrekið með slaghamri; jafnvel slá til skeifuna svo að hún dylji glæp. Og hafi liann ekki reynzt nógu örugglega falinn í náttmyrkrinu í, hrossagerðinu, er óhætt að treysta myrkrinu i kjarrinu uppi í fjöllunum .... Hann sveiflaði slaghamrinum, hugsaði, og gneistarnir lirutu af steðjanum eins og skínandi stjörunregn. Sveiflaði slaghamr- inum sinum sterku, óbilandi örmum. „Rólegur, blakki skratti! Ró- legur, karlinn!“ Honum sást yfir það í ákefð sinni, að vöðvar lians gátu jireytzt þó miklir og efldir væru. Undanfarnar þrjátíu klukkustundir og vel það, höfðu þeir ekki neinnar. hvíldar notið, og nú var þeim nóg boðið. Meira en nóg boðið. Skeifan var enn dimmrauð, þegar hann lyfti henni með tönginni af steðjanum og nálg- aðist folann. Hann lyfti fætin- um til að ktofa yfir hóffjaðra- kassann, eins og liann liafði gert áður, oftar en hann vissi tölu á. Eplastokkur, ha? Og þá hafði liún hlegið að lionum. En hver stóð næstur henni nú? Hræddur, ha? Fóturinn varð lionum þyngri en hann reknaði með. Kannski hafði hann klofað yfir fjaðra- kassann fimm þúsund sinnum, kannski var það í fimmþúsund- asta og fyrsta skiptið, sem hann lyfti fætinum brot úr þumlungi of skainmt, svo að hann rak hælinn i kassabrúnina og liras- aði. Hann reyndi að verjast falli Ójálfrátt teygði hann frá sér töngina með rauðglóandi skeif- unni. í sama bili kvað við skerandi vein úr barka folans og um leið snarkaði i hári og brá fyrir daun af sviðnu holdi. Þungt högg kvað við, yzf i daumbrauðum bjarmanum frá _ VIKAN 31. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.