Vikan


Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 01.08.1963, Blaðsíða 49
aflinum, annað hljóð og enn brá fyrir daun að sviðnu hörundi. Þeir heyrðu hnegg folans í smiðjunni daginn eftir og fundu smiðinn liggjandi á gólfinu, háls- brotin og með brostna höfuð- skel. Þeir gerðu ráð fyrir að sjá á honum merkið eftir skeif- una og fundu það á hálsi hans, undir kjálkabarðinu. Að þessu sinni var það ekki marblátt, heldur rautt eins og brennimark, en það var ckki fyrr en þeir höfðu opnað dyrnar up á gátt svo að bjart var inni, sem þeir áttuðu sig á þessum mun. Darred benti þeim á folann, sem stóð bundinn bak við afl- inn. „Guð almáttugur!" sagði hann. Orðin hljómuðu annarlega af vörum hans. Þau létu enn annar- legar í eyrum, en þegar smið- urinn hafði tautað þau, þar sem hann stóð við girðinguna, sem hann hafði brotið niður, og veiti því athygli, að hófar hryss- anna slóu gneista úr grjótinu uppi í brekkunum, en aftur á móti sáust ekki neinir gneistar undan hófum folans. Og þetta hafði honum sézt yfir — sjálfum járnsmiðnum! „Guð almáttugur!" endurtók Darred. „Lítið á hófana á fol- anum . . ." Annar framhófurinn hafði verið tegldur til undir skeifu. Hinir hófarnir þrír höfðu aldrei verið snertir hófjárni eða fjöður. Banablakkur hafði aldrei verið járnaður. . . . UTLAGAR.____________ Framhald af bls. 39. ur. Ef ég bíð vorsins, verður það um seinan." „Þú heldur að yfirvöldin sitji um þig?" „Þau hafa alltaf setið um mig. Eins og stendur er það þægileg- ar fyrir þau að láta okkur af- skiptalaus. En það breytist fyrr en varir, og þá verður okkur smalað saman." „Það er meira en hundrað mílna leið héðan til norsku landamæranna. Kanski hátt í tvö hundruð. Og það er torfær og erfið leið." „Ég er orðinn vanur veðrátt- unni hér nyrðra. Ég var iðuglega úti í skógunum með föður mín- um, svo að ég þekkti allar að stæður." „En þú yrðir að fara þvert yfir víglínurnar á norðurvígstöðvun- um?" „Við förum yfir víglínurnar á hverjum degi eftir herfangi. Mér yrði ekki mikið fyrir því." „Ég skil." „Þú heldur að það sé ekki lengra en tvö hundruð mílna leið?" „Alls ekki lengra. Kannski talsvert skemmra. Ef þú vilt, þá gæti ég náð í landabréf yfir þetta svæði handa þér, og þá getum við gert okkur nokkurn veginn nákvæma grein fyrir hvaða borg- ir og bæir eru á þessurn slóðum." „Mundirðu vilja gera mér þann greiða? Ég skal láta þig hafa tvær flöskur af vodka fyr- ir." „Ég mundi ekki viija taka vodka fyrir þess háttar viðvik," sagði Grant. „Hvað þá heldur? Ég hef eitt- hvað handbært af bandarískum peningum?" Grant þóttist sjá að drengur- inn yrði ósveigjanlegur hvað þetta snerti. „Ég mundi ekki geta fengið sjálf landabréfin um borð í skipunum," sagði hann. „Ég gæti hins vegar gert af- rit af þeim á gagnsæjan pappír. Þú gætir svo gert uppdrátt eftir því á venjulegan pappír." „Yrði það erfitt?" „Ekki eins erfitt og það, sem þú hefur í huga að ráðast í, að þeim upplýsingum fengnum." Þeir þögðu báðir um hríð og hugsuðu hvor sitt. „Það er þessi kona," mælti Dmitri. „Þessi kona, sem þú ætlar að finna í gistihúsinu á eftir. Hún er mjög fríð sýnum?" ,,Já," svaraði Grant seinlega. „Jú, hún er það víst." Dmitri kinkaði kolli. „Vladi- mir sagði það. Það hlýtur að vera. Jæja, vertu sæll að sinni." Grant sat þarna á trjábolnum góða stund eftir að Dmitri var horfinn sjónum. Hann hugleiddi samtal þeirra og skildi nú margt betur. Meðal annars það, hvers vegna Katya var allt í einu svo áfram um að kynni tækjust með þeim. Hún var lögreglukona og ekkert annað. Það voru ekki næl- onsokkar, sem hún var að seilast eftir, telpan, sagði Grant við sjálfan sig. Ekki heldur sápa eða hundrað pund af smjöri. Það var kjöt. Mannakjöt. Kjöt af ungviði, eins og skessurnar. Hann reiddist ákaflega. Fjand- inn hafi hana, hugsaði hann. Hún skal fá að bíða. En smáms'aman áttaði hann sig á að það mundi öruggara, allra hluta vegna, að hann kæmi til fundar við hana, eins og ákveðið hafði verið. Ekki mundi það saka Dmitri neitt og kanski gæti hann orðið einhvers áskynja, sem verða mætti drengnum að gagni. Klukkan fimm mínútur fyrir þrjú lagði Grant upp stigann í Intourist-gistihúsinu. Hann hélt inn ganginn á þriðju hæð og nam staðar úti fyrir dyrum her- bergisins nr. 17. Hann drap létt á dyr. Hurð var óðara dregin frá stöfum og Katya mælti hvísllágt: „Kom inn." Hann hraðaði sér inn fyrir og hún lokaði dyrunum. „Varð umsjónarkonan nokkuð vör við yður?" spurði hún, áður en hún heilsaði honum eða bauð hann velkominn. „Ég mætti henni í stiganum. • • SOLUBORN — héma er VIKAN afgreidd á Laugavegi 133. Það er húsið, sem þið sjáið hér á myndinni. Örin vísar á dyrnar, þar sem gengið er inn. Þetta hús er mjög nálægt þeim stað þar sem Laugavegur og Hverfisgata mætast. Skammt frá húsinu stanza fjölmargir strætisvagnar (við Rauðarárstíginn) og til hægðarauka höfum við tekið saman skrá yfir þá. Þessir vagnar stanza við Rauðarárstíg, en þaðan er styzt að ganga, ef farið er í Blaðadreifingu: Leið 3 — Kleppur Leið 4 — Sundlaugar Leið 6-7-8 — Sogamýri (Rafstöð, Blesugróf, Bústaðahverfi) Leið 13 — Kleppur, hraðferð Leið 14 — Vogar, hraðferð Leið 17 — Austurbær Vesturbær, hraðferð Leið 18 — Bústaðahverfi, hraðferð Leið 21 — Álfheimar Leið 23 — Háaleiti Leið 25 — Safamýri Þessir vagnar stanza líka allir í bakaleið við Rauðarárstíg nema leið 8, leið 14, leið 17 og leið 18. Auk þess stanza þessir vagnar við Rauðarárstíg í bakaleiðinnu Leið 12 — Lækjarbotnar Leið 15 — Vogar, hraðferð Leið 16 — Vesturbær Austurbær, hraðferð Leið 20 — Bústaðahverfi VIKAN 31. tUl. — 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.