Vikan


Vikan - 01.08.1963, Page 50

Vikan - 01.08.1963, Page 50
En hvernig ætti hún að vita hvert ég var að fara? Það eru mörg herbergi við ganginn." Það var eins og henni létti nokkuð við. „Viljið þér ekki fá yður sæti?“ spurði hún. Hún benti honum á tréstól við skrif- borðið. Sjálf gekk hún fram og aftur um gólfið með sígarettuna. Hann virti hana fyrir sér þangað til hún tók eftir því. „Ég er öll í uppnámi," viður- kenndi hún hreinskilningslega. „Á ég sök á því?“ spurði hann. „Það hjálpast allt að. Ég kem engu í framkvæmd. Það getur komið mér í alvarlega klípu.“ „Þér viljið kannski að éá fari?“ „Nei, néi. Ég hef þegar teflt á þá hættu. Nú er eftir að vita hvort árangurinn verður eftir því. Viljið þér hjálpa mér?“ „Hvað er það, sem þér ætlizt til?“ „Þér þekkið Dmitri. Þér gætuð komið því þannig fyrir að ég hitti hann að máli. Það er mjög áríðandi." „Áríðandi? Hvers vegna?“ „Það get ég ekki skýrt nánar.“ „Ég skil.“ Hann slökkti vand- lega í sígarettunni og stóð upp. „Ég ætla þá að kveðj^ yðuv. . . . ‘ Hann tók hart viðbragð. „Ætl- ið þér að hjálpa mér?“ „Nei. Hvers vegna ætti ég að fara að tefla á tvær hættur án þess að ég fái einu sinni að vita hvað um er að ræða.? Hann gat ekki hamið reiði sína lengur. „Hvað eruð þér mér? Kona, sem vinnur í veitingastofu. . . . “ „Ég er kenslukona," sagði hún og roðnaði ákaflega og augu hennar skutu gneistum af reiði. „Ég er einungis tilneydd að vinna í veitingastofunni, vegna þess að ég kem ekki í fram- kvæmd því starfi, sem mér hef- ur verið falið. Ég á í rauninni að vinna meðal þessara unglinga, hjálpa þeim og kenna þeim, en þess í stað verð ég að sitja öll kvöld í tóbakssvælu og þrefa við blindfulla dóna um áfengis- skammta." Skyndilega setti að henni grát. Reiði hennar hafði ekki haft nein áhrif á hann, en honum leið illa í návist hennar, þegar hún fór að gráta. „Hvers vegna viljið þér ekki gera neitt til þess að ég vilji hjálpa yður?“ spurði hann lágt og rólega. „Segja mér einhverja ástæðu fyrir því?“ „Þér meinið, að þér verðið að fá eitthvað í skiptum... . svipað og drukkni skipstjórinn með hundrað smjörpundin?" „Ég get sagt yður það, að ef mig langar til að komast yfir kvenmann, þá þekki ég margar, sem eru fáanlegar fyrir sápu- stykki. En ég þekki þennan dreng. Og mér fellur vel við hann. Ef þér getið ekki fengið hann til að tala við yður, er ástæðan einfaldlega sú, að hann óttast það erindi, sem þér eigið við hann. Þér getið því ekki bú- izt við að ég fari að svíkja hann í hendur yður. Ef þér viljið að ég reyni að verða yður til að- stöðar, verðið þér fyrst að sanrt- færa mig um að sú aðstoð eigi rétt á sér.“ Hún leit á hann. „Ég skil,“ sagði hún. Hann lyfti hendinni. „Enn eitt, áður en við ræðumst við frek- ar. Jafnvel þótt þér segið mér allar ástæður, get ég ekki heitið neinu. Og jafnvel þó að svo fari, að ég geti hjálpað yður, kann það að taka sinn tíma. Ég vil ekki vekja með yður neinar tál- vonir." „Ég hef haft yður fyrir rangri sök,“ sagði hún rólega. „Ég ætla að treysta yður.“ „Þér eruð önnur manneskjan, sem tekur þá ákvörðun í dag,“ sagði hann. „Og hver var hin?“ „Dmitri. . . . ‘ „Einmitt það. Jæja, ég ætla þá Þegar andstæðingarnir stoppa í bút og þú hefur mjög slæm spil, þá er hætta á því að þú slappir af; þú bjóst við úttekt eða jafnvel slemmu og þessi endalok eru þér mjög kærkomin. Áður en lengra er haldið, er rétt að þú birgir spil vesturs og suðurs. Suður opnaði á tveimur hjört- um, sem voru pössuð hringinn. Vestur spilaði út spaðatíu, suð- ur drap á gosann og spilaði hjartaás og meiri hjarta. Vestur drap seinni hjartaslaginn á drottningu og spilaði spaðaníu, sem suður drap með ás. Nú spilaði suður hjartagosa, vestur drap með kóng, blindur lét spaða og austur ... jæja, hverju mundir þú henda? Ef makker á laufakóng, þá myndir þú vilja lauf út, en þar að skýra yður frá afstöðu minni. Ég var send hingað frá Moskvu sérlegra erinda. Mér var falið að fá Dmitri og aðra þá unglinga, sem nú lifa útilegumannalífi hér í Rfurmansk, til að hefja skóla- nám á ný.“ „Ég geri varla ráð fyrir því að Dmitri verði yfir sig hrifinn, af því skólanámi, sem þér ætlið honurn að stunda," svaraði Grant. „Hvaðan kemur yður réttur til að fullyrða slíkt? Eða álítið þér kanski að tíu ára krakkar eigi að ráða slíku sjálf? “ „Dmitri er orðinn tólf ára.“ „Já. En hinir drengirnir, sem hann ræður yfir, eru allir yngri. Jafnvel sjö og átta ára strákar eru á flækingi niðri við höfnina, og stunda alls konar verzlunar- mang við sjóara, til að draga fram lífið. Álítið þér það æski- legt uppeldi fyrir börn? Á að leyía þeim að ákvarða slíkt sjálf- um? Mundu stjórnarvöldin í eð þú vilt ekki hafa áhrif á út- spil makkers leitar þú að hlut- lausu afkasti og finnur aumingja spaðafjarkann. Þú hendir honum — og 210 punktum með honum. Ef þú geymir spaðafjarkann, þá getur þú látið makker trompa spaða, þegar þú kemst inn á tíg- uldrottninguna. Og þar með haf- ið þið hnekkt spilinu með tveim- ur á hjarta, tveimur á lauf, tígul- slag og ítrompun. Já, en það standa fjórir spað- ar, segir einhver. Ef þið athugið spilið gaumgæfilega, þá sjáið þið fljótt, að fleiri en níu slagi er ekki hægt að fá í spaðaspili, jafnvel með hjartakóng út. Það er satt, að tvö hjörtu er enginn óskasamningur, en ég sagði heldur aldrei, að þau væru það. ★ Allir utan hættu, austur gefur. ♦ ¥ ♦ * 10-9 K-D-8-4 K-10-8 A-10-8-7 _ VIKAN 31. tbL heimalandi yðar láta slíkt við- gangast? Mundu þau láta börn á þessum aldri sjálf um að ákveða hvort þau gengu í skóla eða ekki? Ég býst ekki við því. Einhvern tíma lýkur styrjöld- inni — og hvað býður þeirra þá? Dmitri er foringi þessara drengja. Þess vegna verð ég að ná tali af honum. Takist mér að sannfæra hann um að það, sem ég vil honum, sé honum og þeim hinum fyrir beztu, getur hann talað um fyrir þeim. Þetta hljót- ið þér að skilja. Það er þess vegna, sem mér er svo áríðandi að tala við hann.“ „Jú, ég skil það.“ Grant þagði um hríð og hugsaði málið. Þegar hún sá hvernig hann brást við, gerðist hún enn opin- skárri. „Þér vilduð fá að vita hvers vegna litla tréskurðar- myndin var mér svo mikils virði?“ mælti hún. „Þó að í litlu væri, þá var hún mér eins konar tákn þess, að ég hefði loks kom- izt í snertingu við þessa ung- linga. Ég er sanfærð um að ég geti unnið þeim gagn. Og þegar ég talaði við Vladimir síðast, varð mér ljóst að hann hafði minnzt á mig við Dmitri." „Hvers vegna viljið þér að ég hafi þarna milligöngu, fyrst þér hafið þegar komizt í samband við Dmitri að vissu leyti?“ „Vegna þess að fresturinn rennur út fyrr en varir, bæði hvað snertir Dmitri og sjálfan og...“ Hún var að því komin að segja, „og mig“, en gætti að sér og bætti við: „og þá alla, hina drengina". „Þér skiljið að ég get ekkert í þessu gert án þess að hann sjálfur vilji?“ „Ég læt yður um það hvaða leið þér farið. Það er einungis árangurinn, sem skiptir mig máli“. „Ég skal reyna. En ég get ekki lofað neinu.Er mér óhætt að fara núna — ég á við, að það komi yður ekki í vanda?“ „Já, ég geri ráð fyrir því. En fyrst verð ég að koma því þann- ig fyrir að umsjónarkonan verði ekki á vegi yðar á ganginum .“ Hann beið á meðan hún fór fram á ganginn og ræddi í hálf- um hljóðum við umsjónarkon- una. Hann gekk yfir að borð- inu, dró aðra tréskurðarmynd upp úr úlpuvasa sínum og skildi þar eftir; mynd af gömlum manni, sem hann hafði nýlokið við. Katya kom inn aftur að and- artaki liðnu. „Þér verðið að hafa hraðann á“, hvíslaði hún. Hún horfði á eftir honum út um dyragættina, þegar hann hélt fram ganginn og ofan stigann. Síðan lokaði hún að sér og svip- aðist um í herberginu. Hún veitti tréskurðarmyndinni, sem hann hafði skilið eftir, þegar athygli. Framliald í næsta blaði

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.