Vikan


Vikan - 01.08.1963, Síða 51

Vikan - 01.08.1963, Síða 51
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST Svar við: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bls. 20. Barnsfaðernismál fjalla um sönnun á faðerni óskilgetinna barna. Slík mál eru mjög algeng hér á landi. Er það að l'kum, þar sem rúmlega fjórðungur fæddra barna hérlendis er óskilgetinn. Hitt er fátíðara, að rekistefna sé gerð út af faðerni barna, sem fædd eru í hiónabandi. Þó gera lögin ráð fyrir þeim möguleika, að eiginmaður geti borið brigður á faðerni sitt að barni, sem eiginkona hans eignast. Þessi málaflokkur er kallaður véfengingarmál. Rétturinn til véfengingar á faðerni barns, sem fætt er og getið í hjónabandi, er ekki eingöngu í höndum eiginmannsins, heldur getur barnið sjálft eignazt þennan rétt, og í sumum tilvikum ákveðnir erfingjar eigin- mannsins að honum látnum. í sifiaréttinum gildir sú regla um faðerni að barni, sem gift kona elur, að sá verður talinn faðirinn, sem hjónabandið bendir til. Sá, sem vill byggja rétt sinn á öðru faðerni, verð- ur að leggja fram óyggjandi sannanir fyrir staðhæfingu sinni, ef dómari á að taka hana til greina. Slíkur dómur verður ekki byggður á neinum likum eða sönnunarmati. í lögum um afstöðu foreldra til skilgetinna barna er þessi regla orðuð svo fortakslaust, að krafa stefnanda í véfengingarmálum verð- ur því aðeins til greina tekin, að telja megi víst, að barnið geti eigi verið getið af eiginmanni móður þess. Þegar virt. eru sönnunaratriði varðandi faðerni stúlkunnar í framangreindu dæmi, virðast þau öll hníga í þá átt, að Jón Jónsson sé faðir hennar. En hins vegar verður ekki talið, að lögfull sönnun sé fram komin fyrir þeirri niðurstöðu. Það liggja fyrir staðhæfingar um það, að barnið likist á engan hátt hinum látna eiginmanni móðurinnar, en svipi hins vegar mjög til Jóns og ættmenna hans. Þessi atriði geta ásamt öðru skapað líkur, en verða aldrei sönnun. Samfarir þeirra Jóns og Dýrfinnu á getnaðartíma barnsins eru auðvitað engin sönnun um faðernið og allra sízt, þar sem barnsmóðirin var í hjónabandi á þessu tímabili og bjó samvistum við eigin- manninn. Um þá staðhæfingu, að holdleg mök hafi ekki átt sér stað milli hjónanna tvö síðustu árin, sem eiginmaðurinn lifði, er Dýrfinna ein til frásagnar, og verða úrslit málsins því ekki byggð á því vætti hennar. Með tilliti til hinnar ströngu sönnunarreglu laganna varð- andi véfengingu á faðerni, sem getið er í hjónabandi, verður litið svo á, að hvorki hafi tekizt að sanna faðerni Jóns Jóns- sonar né afsanna faðerni hins látna eiginmanns að Hörpu Flosadóttur. Samkvæmt þessari ályktun verður krafa Hörpu um það, að hún verði talin dóttir Jóns, ekki til greina tekin. Þegar litið er annars vegar á þær sterku líkur fyrir því, að Jón Jónsson sé barnsfaðirinn í þessu tilfelli og hins vegar á niðurstöðu málsins, kunna ef til vill margir að varpa fram spurningunni: Hvers konar líkur eða sannanir verða yfir- leitt bornar fram í slíkum véfengingarmálum, er leiða til gagnstæðrar niðurstöðu, þ. e. til þess, að eiginmaðurinn verði ekki talinn barnsfaðirinn? í greinargerð fyrir frumvarpi að þesssu lagaákvæði er nefnt sem dæmi sannanlegar fjarvistir eiginmanns á barngæfum tíma og sannanleg samfaravangeta hans. Sönnun um ófrjósemi myndi og leiða til sömu niður- stöðu. Þá væri og hugsanlegt, að ítarleg erfðafræðileg rann- sókn á öllum málasaðilum leiddi í ljós ómöguleika á því, að eiginmaður gæti verið barnsfaðir. Væri slík rannsókn fram- kvæmd af hæfum og viðurkenndum vísindamönnum, myndu dómstólar væntanlega telja sér fært að byggja dóm á niður- stöðum þeirra. J. P. E. Ályktunarorð: Harpa verður ekki talin dóttir Jóns. RAFMAfiNSRi J)AV£LAR MARGAR GERÐIR 'UCA ICI l ASI.A Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 « steyptar hellur, auðveldar í hreins- n un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI VIKAN 31. tbl. — gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.