Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 11
ÞAÐ kvöld voru allar aðstæður eins ákjósanlegar og hugsazt gat. Veðrið svo yndislegt, að ekki var nokkur leið að halda sig inni við. Ég gerði það því að tillögu minni, að við kæmum út að aka, og hún beit á. Jú, það hélt ég að minnsta kosti þá; að það hefði verið hún, sem beit á krókinn, en seinna skipti ég um skoðun. Ég vissi um stað nokkurn, þar sem hlaut að vera einstaklega fagurt á slíku kvöldi, þótt ég hefði að vísu ekki komið þangað lengi, af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði ekki tök á neinni stúlku, til að njóta þeirrar fegurðar með mér. Og ég get sagt ykkur það, að ég hefði ógjarna viljað skipta kjörum við nokkurn mann, þegar ég sat þarna í bílnum með unga og yndislega stúlku við hlið mér, horfði út yfir fljótið, sem blik- aði á eins og silfurspegil í mánaskininu, og hlýddi á draumværa tónlist frá viðtækinu — og þó enn síður, þegar ég mjakaði mér nær henni og hún sneri sér að mér. Nei, kossar Marjorie þetta kvöld hefðu ekki getað vakið minnsta grun um það hjá nokkrum karlmanni, að það væru Júdasarkossar. Víst er um það, að þeir rugluðu mig svo gersamlega í ríminu, að ég varð rammáttavilltur bæði í tíma og rúmi og gripinn hinum fárán- legustu hugsunum. Kannski var þetta einmitt stúlkan, sem forlögin höfðu alltaf ætlað mér — sú eina rétta ... En svo varð ég þess allt í einu var, að hún var farin að leita að ein- hverju í handtöskunni sinni. Dró upp úr henni einhvern málmgljáandi hlut, sem ég hugði fyrst að væri sígarettukveikjari. Sá ekki að það var skammbyssa, fyrr en hún miðaði henni á mig. — Þú ekur sömu leið til baka, skipaði hún. Ég gerði það. Blimskakkaði við og við augum á skammbyssuna, sem að mér var beint, en hún hvorki skalf né titraði. Marjorie hafði ekki af mér augun brot úr andrá. — Ut að vegbrúninni og þar nemurðu staðar, sagði hún þegar við höfðum ekið nokkurn spöl. Þar var niðamyrkur, ekkert götuljós, ekki einu sinni nokkurt hús nálægt. — Ég er ekki með nema fimmtíukall á mér, vafð mér að orði. Kannski sextíu með smápeningunum ... — Út með þig, skipaði hún. Ég hlýddi. Hún renndi sér fimlega bak við stýrið og fylgdi mér eftir. Um leið og ég var kominn út úr bílnum, fann ég skammbyssu- hlaupinu potað í bak mér. — Opnaðu farangursgeymsluna, skipaði hún enn. Enn hlýddi ég, enda þótt ég væri nú hættur að skilja hvað hún gæti haft í hyggju. En það kom brátt á daginn, eða öllu heldur kvöldið. -— Farðu úr fötunum, skipaði hún. Ég stóð og glápti. Ekki batnaði enn. — Ha — hvað? stam- aði ég og gat ekki gert það upp við mig hvort það var blygðunarsærð sjálfsvirðing eða undrunin, sem lamaði mig helzt. — Úr jakkanum, skyrtunni, buxunum og skónum, sagði hún. Þú mátt vera í nærfötunum. í rauninni held ég að ég hafi verið henni svo þakklátur fyrir það að leyfa mér þó að vera í nærfötunum, að það hafi ráðið mestu um að ég hlýddi henni mótmælalaust. Ég tíndi af mér spjarirnar, lagði þær kyrfilega frá mér á vegarbrúnina og stóð þar síðan hálfskjálfandi á þunnum nærfötunum einum saman — og það er óþarft að taka það fram, að ekki var laust við að ég skammaðist mín. — Skríddu inn í farangursgeymsluna! — En hvað . . . ? Nú fyrst varð ég smeykur fyrir alvöru. — - Ég ætla aðeins að aka dálítinn spotta í bílnum þín- um, sagði hún ósköp rólega. Þú færð hann aftur eftir nokkra stund. Það getur verið að að ég nemi staðar öðruhverju, en það get ég sagt þér, að ef þú gefur frá þér minnsta hljóð, sendi ég þér kúlu beint í gegnum lokið á farangursgeymsl- unni. Þú veizt að svo þunnt járn veitir skoti ekki viðnám. Það hafði ég ekki hugmynd um. Ekki heldur neina sér- lega löngun til að sannprófa það eins og á stóð. Ég skreið inn í farangursgeymsluna og hnipraði mig þar saman, því að mig langaði ekkert til að hún skellti lokinu á kollinn á mér. En Marjorie skellti ekki lokinu á; hún lagði það á eins gætilega og henni var unnt, og ég þóttist vita að hún gerði það til þess að það heyrðist ekki, frekar en af umhyggju fyrir mér. Því næst heyrði ég lágt þrusk; þóttist vita að hún væri að tína upp spjarirnar mínar. En því í 'ósköp- unum hafði hún eiginlega krafizt þess að ég afklæddist, áður en ég skreið inn í farangursgeymsluna. Síðan heyrði ég að hún fór inn í bílinn, og enn leið drjúg stund unz hún ræsti hreyfilinn. Bíllinn rann af stað og þegar við höfðum ekið í á að gizka tíu mínútur, var honum sveigt til hliðar og þar nam hann staðar. Það kom brátt í ljós hverskyns var, því að nú var lokið skrúfað af benzín- geyminum, rétt hjá, þar sem ég lá með höfuðið, en ég mundi hótanir Marjorie alltof vel til þess, að ég þyrði að æmta eða skræmta. Enn lagði bíllinn af stað, en nú ókum við ekki nema í fáeinar mínútur unz bíllinn nam enn staðar; í þetta skiptið ákaflega hægt og gætilega. Ég hélt niðri í mér andanum og gerði mér vonir um að ef til vill mundi Marjorie koma og lyfta lokinu, þó ekki væri nema litið eitt, svo ég fengi ferskt loft En hún var ekki að hafa fyrir því. Að vísu fór hún út úr bílnum — það heyrði ég þó að hún færi merkilega hljóð- lega að öllu; svo hljóðlega, að ég heyrði ekki fótatak hennar, þótt ég legði við hlustirnar. Aftur á móti fann ég það ein- hvernveginn á mér að hún var farin, að minnsta kosti í bili, og að ég var þarna einn og einmana eftir skilinn. Ég átti ekki annars úrkosta en brynja mig þolinmæði og bíða átekta. Ég þóttist vita að tíminn liði álíka hratt og hann á vanda til, enda þótt mér fyndist sem hann hefði numið staðar um leið og bíllinn. Ég spurði sjálfan mig hve langt þess mundi að bíða, að fyrstu einkenni köfnunarinnar tækju að segja til sín, og fylltu mig slíkri skelfingu að ég léti allar hótanir lönd og leið og færi að berja í lok farangursgeymslunnar og hrópa hástöfum á hjálp. En hvað vissi ég nema bíllinn stæði á einhverjum afskekktum stað, og svo langt frá öllum mannabyggðum, að enginn heyrði til mín, hversu hátt sem ég hrópaði og æpti. Ég var einmitt að því kominn að missa alla stjórn á sjálfum mér, þegar ég heyrði loksins örlágt þrusk. Andrá síðar var lykli stungið í skrá farangursgeymsl- unnar, ferskt loftið streymdi inn til mín og ég teygaði það að mér svo við sjálft lá að ég kenndi ölvunar. Þá kom ég og auga á Marjorie, þar sem hún stóð í myrkrinu og miðaði á mig skammbyssunni sem fyrr. — Komdu þér út, hvíslaði hún. Aldrei hef ég hlýtt neinni skipun jafn fúslega. Mér létti Framhald á bls. 33. VIKAN 32. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.