Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 13
En lífið gengur sinn gang. Nú ráfaði Ieli um með tóman mal og með smalaprik í hendi í leit sinni að húsbónda. Hljómsveit- in á hátíðasvæðinu spilaði gleði- lög, og ailir voru liljómsveitar- mennirnir með fjaðurskreytta liatta á höfðinu. Umhverfis hljómsveitina var aragrúi af fólki með hvítar húfur. Þetta var eins og horfa á flugur á haug, en þeir sem töldust til efnafólks, sátu við káffiborð og nutu þar lífsins. Allir voru i hátíðaskrúða og dýrin á mark- aðnum voru skreytt eftir föng- um, en í liorni hátíðasvæðisins var kona i stuttu pilsi og sokk- uin sem voru svo líkir hörunds- lit hennar, að til að 'sjá virtist liún herfætt. Hún barði lieljar- stóra bumbu framanvið stórt málverk, sem á var máluð af- taka kristins fólks og sást þar blóð fljóta i stríðum straum- um. í liópi áhorfenda sem horfðu á með forkláruðum svip, var massaro Cola, en Ieli ])ekkíi hann frá þeim tíma er hann átti heima í Passanitelle., Hann bauðst til að útvega Ieli starf lijá Isiíioro Macca, sem vantaði svinahirði. „En minnstu ekkert á óhapp- ið með folann,“ sagði massaro Cola i aðvörunarrómi, „óhapp eins og þetta, getur komið fyrir hvar og hvenær sem er, en það er engin ástæða til að hafa orð á því.“ Þeir fóru að leita að Macca og fundu hann hjá fólki, sem var að dansa. Og meðan massaro Cola var að i-æða við hann, beið Ieli úti á götunni meðal fólks sem var að horfa innum dyrnar á danssalnum. í þessu subbulega húsnæði var talsvert al' fólki, sem var að dansa og skemmta sér, flest af því liátt uppi og rauðþrútið í andliti. Mikill há- vaði var þarna inni, en skór fólksins skröpuðu flísalagt gólf- ið, svo næstum ómögulegt var að greina hljóðið í kontrabass- anum. Jafnskjótt og hverju dans- lagi lauk, sem kostaði smáskild- ing, rétti einhver úr hópi dans- endanna upp höndina, en það þýddi eitt lag í viðbót, og kontrabassaleilcarinn skrifaði kross á vegginn með viðarkoli og lióf samstundis að leika nýtt lag. hestaJn.ir'ðirinn EFTIR GIOVANNI VERGA TEIKNING BALTASAR SÍÐARI HLUTI „Þetta fólk eyðir peningum án þess að hugsa,“ hugsaði Ieli með sjálfum sér. „Þuð hlýtur að hafa fulla vasa fjár og eiga ekki við neina erfiðleika að stríða eins og ég, sem hef hvorki herra né húsbónda. En þarna stritast það við að dansa, þar tii svitinn rennur af því, eins og það sé að vinna erfiðisvinnu.“ Þegar massaro Cola kom til baka, sagði hann að Macca vantaði engan mann til vinnu. Ieli yfirgaf hann þvi hryggur í bragði. Mara átti nú heima í nágrenni Saint Ant- honys, en landslagi er þar svo háttað að það er eins og luisin hangi utan í hlíðunum fceint á móti Canziria-dalnum, sem er grænn af kaktusgróðri, og þaðan sézt vatnsúðinn frá mylluhljólunum, sem er snúið af straumið- unni. En Ieli hafði ekki kjark í sér til að fara þangað strax, ekki sízt vegna þcss að nýbúið var að hafna honum sem svínshirði. En þeg- ar hann var að rölta innan um fólksíjöldann, þar sem hann var ýmist að rekast á einhvern eða var hrundið af einhverjum, án þcss að nokkur veitti hpnum sérstaka athygli, þá fann hann fyrst hversu hann var einmana, ennþá frekar en þegar liann hafði verið hjá hestun- um í Passanitello-auðninni og li;,nn var gráti nær af einstæðingsskap. En að lokum rakst hann í massaro Agrippino, sem var á gangi á hátiðasvæðinu og virti ;t njóta hátíðahahlanna. H;nn kallaði til hai;:.: „Halló, leli, halló.“ Og auðvitað br.uð hann leli lieim með sér. Mara var uppstrokin og fín, með langa eyrnalokka, sem slógust við vanga hennar ef hún hreyfði sig. Ilendur hennar voru hringum skreyttir, það sá hann er hún kom út í dyrnar og studdi liöndum á mjaðmir sé’;. Hún var að biða eftir því ;.ð dimmdi, en þá átti að skjóta flugeldum. „Þú hefur auðvitað komið vegna Jónsmessu- hátíðahaldanna eins og aðrir,“ sagði liún. Ieli þorði ekki að stíga fæti sínum innfyrir dyr, vegna þess hvað hann var illa til fara, en massaro Agripjiino tók í axlir hans og ýtti honum inn í liúsið með þeim ummælum að þeir væru nú ekki að sjást í fyrsta sinn, og auk þess vissu allir að hann hefði rekið hesta hús- bónda síns á markaðinn. Lia færði honum stórt glas af vini, en siðan tóku þau liann með sér ásamt öðrum vinum úr nágrenninu til að horfa á ljósskreytingu borgarinnar. Þegar þau komu til hátiðasvæðisins, féll Ieli í stafi af undrun, því þar var til að sjá sem liorft væri á eldhaf eða stórkostlegan sinubruna. En beg- ar' betur var að gáð var þetta ótölulegur fjöldi af rakettum, sem hinir trúuðu sprengdu íi! heiðurs við dýrlinginn, sem sat svartklæddur undir sigurboganum til Rosario. Hinir trúuðu voru á ferð og flugi milli eldsloganna, eins og aragrúi drísildjöfla, og i hópnum mátti jafnvel sjá konu með öll fötin úr lagi færð, með hárið í einni flókabendu og augu, sem virtust vera að springa út úr augnatóftunum, og auðvitað var hún að kveikja í rakettum eins og aðrir. Þar mátti líka líta guðsmann með prestakjólinn dreginn uppyfir höfuðið, hann var líka búinn að tapa hattinum og virtist gagntekinn af trú- arofstæki. „Þetta er sonur massaro Neri, umboðsmanns- ins í Salonia. Hann er búinn að eyða meiru en tíu lírum í rakettur," sagði Lia og benti á ung- an mann, sem var á gangi um hátíðasvæðið. Hann var aldrei með minna en tvær rakettur í einu og bar þær eins og liar.n væri með vax- kerti í höndunum. En kvenþjóðin dáðist mjög að honum og hrópaði til háns: „Lifi heilagur Jón.“ „Faðir hans er efnamaður og á meira cn tuttugu nautgripi," sagði massaro Agrippino. Mara bætti því við, að liann hefði fcorið stór- an fána i liátíðaskrúðgöngunni og haldi fána- stönginni þráðbeinni — hann væri bæði sterk- ur og ásjálegur ungur maður. Sonur massaro Neri fékk veður af þessu samtali og kveikti i rakettum fyrir Möru, sem hvirfluðust í kringum liana. Og eftir flugelda- sýninguna varð hann þeim samferða þangað sem dansað var og á „veraldarsýninguna", þar sem sjá mátti eitt og annað, ýmist nýtt eða gamalt úr veraldarsögunni, og auðvitað borg- aði hann aðgangseyri fyrir alla, jafnvel fyrir leli, sem gekk á eftir hópnum, líkastur liundi án húsbónda og varð jafnvel að horfa upp á son massaro Neri dansa við Möru, sem snar- snerist í kringum hann og beygði sig eins og turtildúfa, en hélt annarri hendi í svuntu- hornið og bar sig glæsilega. Sonur massero Neris hoppaði eins og stóðhestur kringum Möru, svo að Liu vöknaði um augu af ánægju. Og massaro Agrippino kink: ði kolli og sagði: „Þelta er lagið, svona á að skemmta sér.“ Að lokum voru þau orðin þreytt á þessu öllu og gengu sér til afþreyingar fram og aft- ur um gangstígana umhverfis hátíðarsvæðið og bárust með fólksstraumnum, sem bar þau með sér eins og fljót i vorleysingu. Siðan fóru þau að horfa á skuggamyndir. Ein þessara mynda sýndi hvernig heilagur Jón var liáls- höggvinn, mynd, sem var svo átakanleg að hún hefði getað hrært hið harðasta Tyrkjabrjóst til meðcumkunar, einkum þegar dýrlingurinn h.oppaði undir öxinni eins og villihafur. I næsta nágrenni var hljómsveit að leika undir timburhvelfingu, sem var öll ljósum prýdd og á hátíðasvæðinu var þröngin svo mikil, að al- mælt var að aldrei í manna minnum hefðu svo margir kristnar sálir sótt hátíðahöldin. Mara leiddi son massaro Neris, rétt eins og hún væri rik stúlka, hvíslandi einhverju að honum lilæjandi og virtist skemmta sér ágæt- lega. leli, sem var dauðþreyttur, sofnaði þar sem hann hafði setzt í liliðargötu og vaknaði ekki fyrr en farið var að skjóta flugeldunum. Þegar hann vaknaði, var Mara enn i félagsskap sonar massaro Neris og studdi báðum höndum á axlir hans. Við skin flugeldanna sást að hún Framhald á bls. 43. VIKAN 32. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.