Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 14
HUS FRA GRUNNI . Wm ÍJtlendingur, seni hér var á ferð, lét svo um mælt, að Reykjavík sýndist öll í byggingu. Það væri það merlci- legasta við liana. Það er heilmikið til í þessu lijá mann- inum; ógrynni af nýjum húsum rís í góðærinu og þó tæpast nóg. Þúsund íbúðum þarf að bæta við á ári liverju í höfuðstaðnum einum, ef hafa á undan fólksfjölgun- inni. I rauninni er það þýðingarlaust að gera það að um- talsefni hér, hversu óhemjulegt erfiði það kostar, að koma öllum þessum íbúðum upp, hversu óhemjulegar áhyggjur liggja þar’ að baki og hversu grimmilega milcið þetta kostar í fjármunum jafnt sem andlegu og líkamlegu erfiði. En það væri ef til vill fróðlegt fyrir þá, sem lítt þeklcja lil að fylgjast með byggingu einnar íbúðar. Það er það, sem við ætlum að reyna hér. Við völdum einbýlishús til þess að Iiægt væri að skoða bygginguna sem einangrað fyrirbrigði og fengum spurnir af ungurn hjónum, sem voru í þann veginn að byrja á einu slíku og ætluðu sér að koma húsinu upp á skömmum líma eftir hérlendum mælikvarða. Hjónin, sem hér um ræðir, eru þau Bára Þórarins- dóttir og Haukur Sævaldsson, verkfræðingur. Þau búa nú sem stendur í sambýlishúsi við Álfheima, en börn- in eru orðin tvö og þau vildu gjarna stækka við sig. Haukur vinnur fyrir vélsmiðju í Keflavík, sem fram- leið.’r miðstöðvárkatla og ótal margt fleira. Hann fer til Keflavíkur á morgnanna og aftur lieim á kvöldin i ársgömlum Zephyr, sem þau eiga. Hann hafði ekkert á móti því að stytla vegalengdina að heiman á vinnu- stað, svo þau hjónin sóttu um lóð í nýja hverfinu upp með Vífilstáðahverfinu í Garðahreppi. Þar var þeim Þessi mynd er tekin áður en framkvæmdir hófust. Hér standa þau á lóðinni, hjónin Bára Þórarins- dóttir og Haukur Sævaldsson, verkfræðingur ásamt börnum þeirra: Hrafni og Huldu. Þau hafa í höndunum teikn- ingu Kjartans Sveinssonar. Fjær sjást hús í byggingu, sem byrjað var á fyrr í vor eða fyrrasumar. 1. 14 — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.