Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 22
FRAMHALDS- SAGAN 6. HLUTI EFTIR ROSS MACKDONALD Ég sagði henni ekki hve marg- ir höfðu heyrt um þann stað síð- an Ralph Simpson var myrtur. „Segðu mér eitt, voru Bruce og Dolly gift þegar þetta skeði?“ „Nei, en ég gat séð, að þau hefðu átt að vera það. Dolly var alltaf að tala um að giftast, en Bruce virtist ekkert um það. Þeir eru ekki svo áfjáðir eftir að þeir fá það, sem þeir vilja.“ Hún fitjaöi upp á nefið af vand- lEetingu. „Drap Champion raun- verulega Dolly?“ j „Það berast flest bönd að hon- um.“ „Ralph sagði, að lögreglan lægi á einhverjum sönnunar- .gögnum." „Talaði hann nokkuð um hvað það var?“ „Nei, hann vgr alltaf jafn leyndardómsf ullur. “ „Sýndi hann þér nokkuð?" „Nei, en — jæja, eitthvað ein- um eða tveimur dögum áður en hann hætti að vinna við vatnið, kom hann hingað með böggul, sem hann bað mig að geyma fyr- ir sig. Ég lofaði að opna hann ekki, en ég þreifaði á honum. Mér fannst vera fatnaður í hon- um. Hann tók böggulinn með sér þegar hann fór héðan í síðasta sinn.“ ..Heldurðu að það hafi verið ránsfengur í bögglinum?" Hún hristi höfuðið. „Ralph er enginn þjófur. Og jafnvel þó svo væri, myndi hann aldrei gera mig samseka. Ralph er vinur vina sinna.“ „Hve lengi voru þeir Champ- ion vinir?“ „Um árabil. Ralph tilbað Bruce. Hann heldur að hann sé heimsins "bezt'i málari. Þeir voru saman í stríðinu í Kóreu. Ég heyrði þá tala um það kvöldið, sem Ralph fór með mig í heim- sókn til Dolly og Bruce.“ „Ég hef áhuga fyrir þessum kofa.“ „Hvers vegna? Champion átti hann ekki. Hann fékk hann bara lánaðan í viku eða svo.“ „Hvar er hann?“ Hún vísaði mér leiðina með orðum. Hún var svo nákvæm í leiðbeiningunum, að mig fór að gruna, að hún hlyti að hafa far- ið þengað oftar en einu sinni. Ég gekk út í bílinn, sem ég hafði tekið á leigu og hélt aftur í áttina til Tahoe. Það var byrjað að rökkva. Kofinn stóð á runnavöxnu nesi, sem skagaði út í vatnið. Ég skildi bilinn eftir, og gekk niður grasi vaxna moldargötu. Ljós- geiri féll út um glugga á kofan- um. Ég nálgaðist hann frá hlið, og gægðist inn fyrir. Lágvaxinn maður, ekki Champion, stóð fyr- ir framan eldstæðið. Ég bankaði á hurðina. Lágvaxni maðurinn skaut lokunni frá, og leit for- vitnislega út, í gegn um um- gjörðalaus gleraugu. „Mér þykir leitt að trufla yð- ur,“ sagði ég. „Mér var sagt, að maður að nafni Bruce Champion hafi búið hér.“ Augu hans hörðnuðu sýnilega bak við gleraugun. Hann mælti, rólega og yfirvegandi: „Það mun rétt vera. Siðastliðið sumar léði ég Bruce Champion þennan stað. Hann var hér í ágústmánuði og hluta af september. Þá kvæntist hann og flutti.“ „Vitið þér nokkuð hvað varð um hann eftir það?“ „Nei, ég hef verið á ferðalagi í Evrópu, og ekkert. samband haft við vini mína í Bandaríkj- unum. „Er Champion vinur yðar?“ „Ég dáist að listahæfileikum hans.“ Hann vó orð sín vandlega. „Ég reyni ætíð að rétta efnileg- um, ungum mönnum hjálpar- hönd ef ég get.“ „Hafið þér séð Champion ný- lega?“ „Hvað kemur yður það við?“ „Ég er leynilögreglumaður í samvinnu við allmargar lög- reglustofnanir.“ Ég sýndi honum skilríki mín. „í samvinnu um hvað?“ „Rannsckn á tveimur morðum, ef til vill þremur.“ I-Iann renndi niður munnvatni, og fölnaði. „í því tilfelli, gjörið svo vel að koma inn fyrir. Ég er Dr. Damis,“ sagði hann. „Ed- mund Burke Damis, kennari við listaháskólanum í Berkeley." Það var eins og hann væri að raða um sig vígi með þessum upplýsingum. „Þekkið þér Champion það- an?“ „Ég hitti hann fyrir nokkrum árum við listaskólann í Chicago. Ég er aðdáandi málverka hans, eins og ég hef sagt. Síðan hef ég haldið sambandi við hann, eða réttara sagt, hann hefur haldið sambandinu við mig.“ Þetta var hrein og bein skýrslu- gjöf. Hann vildi sem minnst kenna sig við Champion. „Ég hef áður heyrt að hann sé góður málari. Er hann eins góð- ur maður?“ „Ekki vil ég fella hér neina dóma. Champion lifir fyrir list sína. Allt annað er honum óvið- komandi." „Einnig konur?“ „Einnig konur •— vinir, allt.“ „Var yður kunnugt um, að Champion hefur notað hluta af nafni yðar undanfarið? Hann hefur kallað sig Burke Damis.“ Hann skipti litum af reiði. „Hann tók allt annað, sem ég hafði upp á að bjóða. Ég væri ekki hissa þótt hann hefði tekið nafn mitt líka.“ „Champion er eftirlýstur fyrir morðið á konu sinni. Vissuð þér það, herra Damis?“ „Ég hafði ekki um það hina minnstu hugmynd. Ég kom frá Ítalíu í síðustu viku, og ók beint hingað.“ Hann var hvítur sem nár, og lá við að hann skylfi. „Ég hef ver- ið úr sambandi við allt og alla.“ „En þér hafið haft samband við Champion. Þér mynduð tala öðruvísi um hann ef þér hefðuð ekki séð hann í heilt ár. Nú, segið mér hvar og hvenær þér sáuð hann.“ „í morgun,“ sagði hann, og horfði niður í gólfið. „Hérna.“ „Til hvers kom hann hingað?“ „Að leita hælis, sennilega. Hann játaði, að hann væri í vandræðum, en sagði mér ekki hvers kyns. Hann vildi fá að dveljast hér hjá mér. Ég gat ekki séð hvernig það var mögu- legt, né að mér bæri nein skylda til þess að fela hann.“ „Hvenær fór hann héðan?“ „Um hádegisbilið. Ég gaf hon- um að borða.“ „Hvernig fór hann?“ „Hann tók bílinn minn,“ sagði Damis, fýlulega. „Með valdi?“ „Ekki líkamlegu valdi. Hann vildi fá hann, og ég lét hann hafa hann. Þannig skeði það.“ Hann hafði misst allt stolt sitt, og virtist mjög ungur án þess. Hann lýsti bílnum, rauðum 1959 Chevrólet blæjubil, skrá- setningarnúmer TKU 37964. Ég spurði: „Var Champion einn þegar hann kom hér í morgun?“ „Já.‘ „Hvernig leit hann út?“ „Hræðilega, eins og hann hefði verið í slagsmálum. Fötin rifin og andlitið blóðrisa." Dr. Damis gat gefið mér upp- lýsingar um eitt mikilvægt at- riði í viðbót. Þegar Champion var á ferðinni, sem var oft, not- aði hann hús systur sinnar í Menlo Park sem heimilisfang. „Frú Thor Jurgensen, 401 Schoolhouse Road,“ sagði Dam- is. „Þér finnið Champion ekki þar. Hún er mjög siðavönd kona, og þeim kemur ekki vel saman.“ „Kannski getur hann ekki lengur látið slíkt á sig fá.“ Ég ók niður að r.æsta síma- klefa, og pantaði einkasímtal við frú Thor Jurgensen í Menlo Park. Síminn hringdi þrettán sinnum, áður en karlmaður svaraði. Hann sagði símastúlk- unni að frú Jurgensen væri ekki í bænum, en hvort hann gæti ekki tekið skilaboð. „Viljið þér skilja eftir skila- boð?“ spurði símastúlkan mig. En ég lagði á, því Champion þekkti rödd mína eins vel og ég þekkti hans. Stuttu eftir miðnætti lagði ég bílnum mínum skammt frá 401 Schoolhouse Road í Menlo Park, nálægt Redwood City. Um þetta leyti var myrkur í flestum hús- unum, en ljós var í bakglugga á 401. Ég læddist í kringum hús- ið. Ég faldi mig á bak við runna, og gægðist á milli bambus- gluggatjaldanna inn í upplýst herbergið. Það var stórt eldhús, fyrir opinni setustofu, þar sem Champion lá sofandi á legubekk fyrir framan arin. Hann var í- klæddur því, sem eftir var af gráu fötunum, útötuðum í olíu, leðju eða blóði. Hann var klór- aður í framan, og andlitið var þakið skeggbroddum. Hægri handleggur hans lá niður á gólf, og við fætur hans lá lítil, nikk- elhúðuð marghleypa. Ég efaðist ekki um, að ég hefði átt að hringja í lögregl- una. En ég vildi taka hann einn. Frístandandi bílskúr, nógu stór fyrir þrjá bíla, stóð bakatil í lóðinni. Ég komst þangað í gegn um garðinn, og inn um ó- Ég stökk í felur, og sá móta fyrir líkama hans í dyragættinni. Ég sló hann aftan í hnakkann, ekki of fast og ekki of laust. Hann datt á byssuna og ég náði henni undan honum, og stakk henni í jakkavasa minn. 22 — VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.