Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 33
MORÐINGI FYRIR HÖND MARJORIE. Framhald af hls. 11. svo óumræðilega, að ég held næstum því að ég hefði getað fyrirgefið Marjorie alla meðferð- ina. Þegar allt kom til alls, hafði ég ekki orðið fyrir neinu því hnjaski að ég hefði nokkurt var- anlegt tjón af. En Marjorie var ekki á því að biðja mig f y rir gef ningar. Hún benti mér á hrúgu, sem lá á göt- unni við bílinn. — Þarna eru fötin þín, sagði hún og tók að fjarlægjast, skref fyrir skref aft- ur á bak, og miðaði stöðugt á mig skammbyssunni unz hún hvarf mér sjónum út í myrkrið. Hún var svartklædd og því fljótt samdökkva skuggunum. ÞEGAR liðin var mínúta eða kannski tvær, taldi ég að mér mundi óhætt að fara að hypja mig aftur í spjarirnar. Þegar ég var að klæða mig í skyrtuna og buxurnar, varð ég þess var að á þeim var einhver slepjubleyta á blettum. Jakkinn lá þarna ekki, en ég fann hann í aftursætinu. Skórnir virtust hafa óhreinkazt að mun, og einhvernveginn fékk ég þá firru í höfuðið að Marjorie hefði farið í þessar spjarir mín- ar, enda þótt ég gerði mér um leið grein fyrir því að slíkt náði að sjálfsögðu ekki neinni átt. Hægt og gætilega steig ég inn í bílinn og settist undir stýri. Þegar hvorki heyrðist skothvell- ur né nokkurt annað hljóð utan úr myrkrinu, tók ég í mig kjark og ræsti hreyfilinn, en þó eins hljóðlega og mér var unnt. Og eins varlega fór ég að öllu, þegar ég ók af stað. Þar sem ég hafði ekki hug- mynd um í hvaða borgarhluta ég væri staddur, ók ég götuna beint af augum, unz ég kom að Ijóskersstólpa með leiðarmerkj- um. Þar nam ég staðar til að lesa götuheitið, og það var þá fyrst að ég sá að þessir bleytu- blettir á fötunum mínum voru blóðrauðir. Ég hafði líka fengið rauða flekki á hendurnar. Blóð- rauða. Þegar með manni vaknar allt í einu sá grunur, að nú sé hann kominn í þokkalega klípu, verð- ur honum oft að gera illt verra með fumi og flani. Ég var staddur í því borgar- hverfi sem fjarst var því, þar sem ég átti heima; hafði ekið í gagnstæða átt og sneri því óðara við og ók greitt heim á leið. Ég hugsaði ekki um annað en að ég yrði að komast heim sem fyrst, hafa fataskipti og þvo af mér rauðu flekkina, sem ég var ekki lengur í neinum vafa um að væru mannblóð. Því næst hugðist ég fylgjast með blaðafréttum, ef ég mætti verða einhvers vísari um hvað gerzt hefði. I etió orðið liÉltsbnih í fegnuríeínémili Beorgiu Ml HANDSAPA hvít, bleik, blá, græn og gul LUX-sápan gerir hörund mitt svo dásamlega hreint”, segir hin fagra kvikmyndastjarna Georgia Moll. Fegurstu konur heims nota hina hreinu, mjúku LUX-sápu.—Konur eins og hin dáða Georgia Moll. “Hugsið vel um hörund yðar, eins og ég geri”, segir Georgia. “Notið I.UX-sápu, það er ekki til betra fegrunarmeðal í heimi”. Með þvf að nota LUX-sápu daglega, verðið þe'r einnig þáttakandi í fegrunarleyndarmáli Georgiu Moll. LUX-sápan gefur yður kvikmyndastjörnu útlit, heilbrigða, heillandi fcgurð, scm vekur^ eftirtekt hvarvetna. Notið ávallt uppáhaldssápu kvikmyndastjarnanna, LUX-SAPUNA. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota LUX-handsápu X-LTS 941/IC-6441 Þar með gleymdist mér það gersamlega, að lögreglubílar búnir talstöðvum eru stöðugt á ferð um götur og vegi og stöðva sérhvern þann bílstjóra, sem hag- ar sér á einhvern hátt grunsam- lega. Það voru einmitt verðir lag- anna í einum slíkum bíl, sem sáu mig snúa við, þótti atferli mitt allt einkennilegt, óku fram fyr- ir mig og gáfu mér merki um að nema tafarlaust staðar. .— Ég bið ykkur afsökunar á því að ég skyldi ekki nema stað- ar samstundis, sagði ég. En ég tók ekki eftir því að þið veittuð mér eftirför. Einn af lögregluþjónunum steig út úr bílnum og kom til mín, laut að hurðarglugganum og mælti: — Það var varla von, því að lokið á farangursgeymsl- unni er uppspennt, svo að þér getið alls ekki séð neitt fyrir aft- an yður í speglinum. Og um leið kom hann að sjálf- sögðu auga á blóðblettina á höndum mínum og fötum, og þá var ekki að sökum að spyrja. Hann kallaði óðara á félaga sína, þeir drógu mig út úr bíl mínum og skoðuðu mig í krók og kring. Ég gat ekki láð þeim það, ekki heldur hitt, að þeir stungu mér inn í lögreglubílinn og óku með mig á lögreglustöðina, grunað- an um morð — enda þótt þeir vissu það ekki þá, frekar en ég, hvort nokkurt morð hefði verið framið. Lögreglufulltrúi nokkur, Bentz að nafni, annaðist yfirheyrsluna. Fundum okkar bar saman strax morguninn eftir. Ég hafði sofið af nóttina í fangaklefa, á meðan þeir í lögreglunni brutu heilann um hugsanlegan glæp minn. í morgunsárið gerðist svo það, að þeir þurftu ekki að vera í neinum vafa lengur, og nokkru síðar var ég svo leiddur fyrir Bentz fulltrúa. — Þér heitið semsé Herbert Norman? spurði hann. — Já. — Þekkið þér mann nokkurn, Eugen Sperry að nafni? Ég hristi höfuðið. — Myrtuð þér þá mann í kvöld er leið, sem þér vissuð ekki einu sinni hvað hét? Ég hristi enn höfuðið og af meiri ákefð en fyrr. Og þó að Bentz hefði ekki farið fram á það við mig, sagði ég honum upp alla söguna. Það var í fyrsta skiptið sem mér bauðst tækifæri til að rifja þannig upp alla þá undarlegu hluti, sem fyrir mig VXKAN 3Z. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.