Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 49
NITTO japönsku hjólbarðarnir í öllum stærðum og gerðum SÖLUUMBOÐ: Reykjavík — Gúmmívinnustofan sf. Akranes — Bílaleigan sf. Búðardalur — Jóhann Guðlaugsson Blönduós — Zóphonías Zóphoníasson Sauðárkrókur — Bjarni Haraldsson Akureyri — Dalvík — Gunnar Jónsson Egilsstiiðir — Bílabúðin Breiðdalsvík ■— Elís Sigurðsson Selfoss — Verzlunin Ölfusá. EíNKAUMliOÐ Á ÍSLANDI : GROTTAVf Þórsgötu 1, Reykjavík. Símar - 23606 - 24365. lögðu frekali áherzlu á grann- vaxinn líkamann. „Frú Stone?“ „Ég er frú Stone.“ Ég sagði henni til nafns og atvinnu. „Má ég koma innfyrir og tala við yður smástund?" „Um hvað?“ „Dóttur yðar, Dolly og tengda- son yðar.“ „Kallið þér hann ekki tengda- son minn. Það er engin ástæða til þess að ég þurfi að kalla hann tengdason, þótt Dolly hafi asn- azt til að giftast honum.“ „Afsakið.“ Hún opnaði dyrnar, og vísaði mér í gegn um ganginn inn í litla setustofu. „Hafið þér nokkurn tíma hitt Bruce Champion?“ „Einu sinni, og það var alveg nóg. Hann og Dolly komu í heimsókn á jólunum í fyrra. Hann var ruddalegur og afund- inn, og vildi ekki svara einföld- ustu spurningum, eins og hvern- ig hann ætlaði að sjá fyrir konu og barni. Ég reyndi að fá Dollv til þess að fara frá honum og koma til okkar, en hún var of trú og dygg. Þar að auki bætti hún við með seimingi, „elskaði hún hann, held ég.“ Margar konur höfðu gert það. Frú Stone þerraði tárin, sem gægðust fram í augnakrókunum. „Hún var svo sæt og indæl stúlka, og hann spillti henni. Ef til vill hefði ég aldrei átt að sleppa af henni hendinni, en hún vildi burt, til þess að lifa lífinu fyrir sig. Ég get svo sem ekki álasað henni fyrir það. Stúlka með hennar útlit gat komizt langt.“ Hún þagnaði og augnaráðið varð fjarrænt. Kannski var hún að minnast þess, hve langt Dolly hafði komizt, alla leið út úr þessu lífi. „Allavega hleypti ég henni upp að Tahoe til þess að vinna. Það átti bara að vera yfir sum- arið. Hún átti að leggja fyrir kaupið sitt og búa sig undir eitthvað varanlegt, eins og til dæmis snyrtingu.“ „Var hann sá fyrsti, frú Stone?“ „Að hverju eruð þér að drótta?“ „Dolly átti að minnsta kosti einn annan vin en Bruce Cham- pion. Hann hét Ralph Simpson." Rauðir, óreglulegir dílar komu í ljós á hálsi hennar. Hún reyndi að dylja þá með hendinni. „Það er maðurinn, sem fannst grafinn hérna hinum megin við götuna?“ „Já, hann var vinur Dolly. Simpson var maðurinn sem kynnti Dolly fyrir Champion. Eftir að þau giftu sig, hjálpaði Simpson þeim heilmikið.“ „Af hverju?" „Sá möguleiki er fyrir hendi,“ sagði ég varlega, „að Simpson hafi verið hinn raunverulegi faðir barnsins“. Ég átti von á vantrú, reiði, áfalli. í þess stað virtist sem frúnni létti við, ef til vill vegna þess að hún hataði Champion svo mikið, eða vegna vissunnar um, að dauður faðir gat aldrei komið, og tekið frá henni barn- ið. „Var hann eldri maður? Dolly var alltaf svo fyrir eldri menn. Ég held að það séu áhrif frá föður hennar.“ „Simpson var ungur maður. Má ég sjá barnið, frú Stone?“ „Ef þér lofið að vekja hann ekki.“ Ég gekk á eftir henni upp á efri hæð hússins. Drengurinn lá ofan á sænginni sinni, og stein- svaf. Hann var ekki líkur nein- um sérstökum, aðeins lítið, varn- arlaust smábarn. Við snerum aftur niður. „Aðeins ein spurning í viðbót, frú Stone. Hver bjó hinum meg- in við götuna, þar sem lík Simpsons fannst?“ „Enginn. Frú Jaimet flutti burt, þegar maður hennar dó, og eftir það var húsið dæmt til niðurrifs af ríkinu fyrir nýja veginn. Einu sinni var allur vesturhluti þessa bæjar Jaimet búgarðurinn." Augu hennar voru döpur og rugluð. „Hlut- irnir bi’eytast svo hratt, svo mikið.“ Framhald i næsta blaði. KLUKKUTÍMINN FYRIR SAMKVÆMIÐ. Framhald af bls. 21. allt kvöldið. Það gefur einn- ig mattan og fallegaii blæ á húðina. Klemmið varirnar saman um andlitsþurrku, svo að allur óþarfalitur fari af þeim og sá, sem á að vera, þrýstist betur á. Hnýtið klút um höfuðið og farið í kjól- inn. 4 mín. áður: Burstið bár- ið og' leggið eftir vild (liafið hlífðarslá yfir herðunum). 3 mín. áður: Berið ilmvatn á bletti þar sem slagæðarnar liggja á iiálsinum, við gagn- augun og úlnliði. Gleymið ekki að væta bómull i ilm- vatninu og stinga benni nið- ur í brjóstalialdargnn. 2 mín. áður: Setjið allt sem þið ætlið að liafa með í töslcuna, finnið banzkana og liorfið í kringum ykkur, livort eitllivað liefur gleymzt. 1 mín. áður: „Ég er tilbúin, vinur minn, þér er óhætt að panta bílinn.“ Góða skemmtun! VIKAN 32. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.