Vikan


Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 08.08.1963, Blaðsíða 51
fest hópinn, var að dreifa honum sem víðast til betrunarskóla- vistar. „Það gæti líka orðið hættu- legt og erfitt fyrir þig að koma með mér. Við yrðum að fara yf- ir vígvellina og um landssvæði, sem við þekkjum ekki“. „Það skiptir mig ekki máli. Ég verð hér ekki eftir ein. Ef þú ferð, veiti ég þér eftirför, hvað sem þú segir“. Hún hélt fast um arm honum og hlýr samúðarstraumur fór um þau bæði. „Ef ég fer“, sagði hann, „fer ég ekki án þín“. „Þú lofar því?“ „Ég lofa því ...“ Hún vafði hann örmum og fór að gráta. Hann fór hjá sér, lagði aðra höndina um öxl henni, en hélt á kyndlinum í hinni. „Nú verðum við að fara“, sagði hann. Hún sleppti tökum og gekk skref til baka. Þegar leið á daginn, kallaði Dmitri allan hópinn saman til fundar. „Þið hafið kviðið því að við yfirgæfum Rússland" hóf hann máls. Ég sagði ykkur, að það væri ekki fastákveðið, en þið haldið það samt. Ég ætla því að segja ykkur það í eitt skipti fyr- ir öll, að ef við eigum ekki ann- ars úrkosta; ef við eigum ekki um neitt annað að velja en betr- unarskóla og enga framtíð fyrir höndum, kýs ég að fara úr landi. En fyrst vil ég komast að raun um hvernig allt er í pottinn bú- ið. Þess vegna hef ég ákveðið að tala við þessa konu í gistihús- inu og heyra hvað hún hefur að bjóða. Það fór samþykktarkliður um hópinn. „Þið viljið öll heldur vera um kyrrt í Rússlandi?" spurði Dmitri. Mikhail talaði fyrir munn þeirra hinna. Hann var einarð- ur og hreinskilinn drengur, og Dmitri mat hann mikils. „Við eigum heima hérna“, sagði hann. „Og við óttumst þá tilhugsun að setjast að meðal framandi fólks“. „Það er ekki svo auðvelt að yfirgefa þann stað, þar sem mað- ur er fæddur og uppalinn", tók Alexei undir við hann. „Við tölum ekki annað mál en rússneskuna. Að minnsta kosti ekki neitt að ráði“, sagði Yuri. „Mér líkar það vel, að þú skul- ir ætla að tala við konuna“, varð Vladimir að orði. „Mér lízt vel á hana“. „Það, sem ég vil fyrst og fremst fá að vita, er hvers við eigum að vænta af stjórnarvöld- unum, ef við göngum þeim sjálf- viljug á vald“. „En það gerum við ekki strax. Ekki fyrr en við erum til neydd- ir“, sagði Gregori. Það var þrem dögum seinna, að Dmitri kom að máli við Grant Hollis úti fyrir skálanum. „Ég hef hugsað málið“, sagði hann. „Ég er fús til að tala við kon- una í gistihúsinu, ef hún getur komið til fundar við mig ein- hvers staðar fyrir utan borgina". „Hvar, til dæmis?“ „Uppi í ásnum. Það er bezt að þú komir þangað með mér núna, svo að þú getir vísað henni leiðina". Þeir lögðu af stað. Dmitri hirti ekki um að fara í neina króka með Grant, heldur valdi beinustu leiðina. Hann kveið því ekki að þetta gæti orðið til að koma upp um fylgsni þeirra, því að hann hafði valið staðinn fyrir stefnumótið alllangt frá því, og með tilliti til þess, að hann gæti séð til konunnar og Grants, þegar þau kæmu og gengið úr skugga um hvort þau væru ein á ferð. „Það er bezt að ég komi með þér langleiðina til baka, svo að ég sé viss um að þú ratir“, sagði hann. „Gakktu á undan; ég leið- beini þér, ef þú ferð villur veg- ar“. Til þess kom ekki nema einu sinni. Dmitri kvaddi Grant þeg- ar þeir voru komnir í námunda við úthverfi borgarinnar. Grant leit á armbandsúrið. Klukkan var orðin eitt. Hann gat auðveldlega verið kominn í veit- ingastofuna í gistihúsinu klukk- an hálfþrjú. Þegar hann var kominn inn í borgina, varð hann þess var að hann gekk hraðara en hann átti vanda til. Hann hafði ekki séð Katyu í þrjá daga, ekki síðan þau höfðu staðið hvort gegnt öðru og horfzt í augu í daufri morgunskímunni, og hann hafði þótzt þess fullviss, að hún mundi ekki streitast á móti ef hann reyndi að kyssa hana. Og löngunin til þess hafði verið svo sterk, að hann mundi ekki hafa staðizt hana ef hann hefði ekki óttazt að sér kynni að skjátlast, og þá væri vináttu þeirra lokið, ef hann reyndi. Aftur á móti fann hann, að hann gat ekki verið viss um að sér tækist að hafa stjórn á sjálf- um sér, ef slíkt tækifæri byðist öðru sinni. Hann furðaði sig á því sjálfan, að þessar tilfinning- ar skyldu hafa vaknað með hon- um, og náð á honum svo sterk- um tökum við ekki lengri kynni. Ekki hvað sízt með tilliti til þess, að þar gat ekki orðið um neitt framhald að ræða. Það var eins með hann og Dmitri. Frestur hans var senn á enda runninn. Klukkan hálfþrjú gekk Katya niður stigann, eins og hún hafði gert tvo undanfarna daga. Framhald i næsta blaði -vfr Kœlitœki fyrir kaupmcnn oy kaup- félög, ýmsar gerðir og stœrðir. — Leitið upplýsinga um uerð og greiðsluski Imála. H.F. RAFTÆKJA VERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI Símar: 50022 - 50023 - 50322 Frystikistur, 2 stœrdir 150 l og 3001— fyr ir heimili, verzlanir og ueitingahús. VIKAN 32. tbl. 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.