Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 2
Kelvinator Áratuga reynsla tryggir yður óviðjafnanlegan kæliskáp að ytra útliti, hagkvæmni og notagildi. — Hagsýnar húsmæður um víða veröld velja KELVINATOR kæliskápinn. 5 ára ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. Sími 17295. AFBORGUNARSKILMÁLAR. ■ .... M Kenwood-hrærivélin vinnur öll erfiðustu verkin. Kenwood léttir húsmóðurinni heimilisstörfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood-hrærivélina. U*>if Austurstræti 14. J sími 11687. í fullri alvöru: TRASSASKAPUR 0G SÓUN VERÐMÆTA Oft er bændum landsins legið á hálsi fyrir það, bæði í ræðu og riti, að þeir hirði illa um búvélar sínar. Það gera þeir líka um skör fram, margir hverjir, þó ekki séu þar allir samir að sök, og fer ekki á milli mála að sá trassa- skapur kosti bæði þá sjálfa, og þjóðarbúið í heild, drjúgan skild- ing. Þess ber þó að gæta, að sum- ar búvélar eru ekki neitt líkt því eins næmar fyrir veðrum og ýmis önnur tæki, og verða ekki fyrir neinum teljandi skemmd- um þó að þær standi úti undir berum himni allan ársins hring. Lýsir það því oft fremur hirðu- leysi og leiðum trassaskap að sjá slík tæki standa úti, þar sem þau voru notuð síðast, jafnvel vetrar- langt heldur en að beint tjón hljótist af — þó að allir viti að bóndinn eigi annríkt, getur hann ekki tafizt að ráði við það að kippa sláttuvélinni heim af engj- unum og láta hana standa í skjóli við hlöðuvegg, þó að hann hafi ekki húsaskjól fyrir hana, og þó að hún viti að hún muni ekki endast að ráði skemur fyrir það að standa úti á teignum. En því fer fjarri, að bændur séu einir um það að gera sjálf- um sér og þjóðarbúinu stórtjón, með því að sýna rándýrum tækj- um alls konar trassaskap og víta- vert hirðuleysi. Þar eru aðrir undir enn meiri sök seldir, og má merkilegt heita að sjaldan eða aldrei skuli vera á það minnst. Hvernig er það með alla hina mörgu bílaeigendur hér í höfuðborginni, svo að ekki sé víðar farið? Hvernig er búið að öllum hinum rándýru og við- kvæmu lúxusbílum, sem kosta tugþúsundir og jafnvel hundruð þúsunda í beinum gjaldeyri? Hversu oft sér maður ekki þessi tæki standa á kafi í snjó undir húshlið á vetrum, og gefur þó auga leið, að gljámálningin á þeim er mun veikari fyrir frosti og óveðrum, en málningin á bú- vélunum? Og hvernig er svo far- ið með þessi tæki í akstri? Hvað skyldu þær vera margar, milljón- irnar, sem þar fara forgörðum árlega fyrir trassaskap og kjána- legt ofurkapp, jafnvel þó að á- rekstrar og glannaskapur, sem veldur slysum og skemmdum, sé Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.