Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 8
SAKAMALASAGA D — VIKAN 33. tbl. M n ONUM varð hvað eftir annað litið á klukkuna á meðan hann var að ljúka við bréfið, sem átti að fylgja skýrslunni. Loks Skrifaði hann nafnið sitt undir, Trevor Ransome; spurði sjálfan sig hvort hann ætti einnig að senda afrit prófskilríkja, en komst að þeirri niðurstöðu að til þess bæri enga nauðsyn, þar eð hann lét þess getið í bréfinu, að hann væri efnafræð- ingur að atvinnu, en skýrslan aftur á móti árangurinn af tóm- stundastarfi hans — sælíffræðilegum rannsóknum. Enn varð honum litið á klukkuna. — Nú verður þú að hafa hraðann á; annars kemurðu of seint í vinnuna, sagði kona hans. Hann límdi umslagið aftur. Þetta var stórt og fyrirferðar- mikið bréf. — Nú fær maður að minnsta kosti að vita hvert gildi þetta hefur, sagði hann og athugaði póstinn í skyndi. Þrjú bréf, og öll til mín. Ég lít yfir þau í rannsóknastofunni ... Hann stakk þeim í vasann og reis á fætur. — Farðu nú gætilega, elskan, sagði Sheila. Það sagði hún á hverjum mrogni. Ransome lagði umslagið með skýrslunni í póstkassann úti fyrir dyrum rannsóknarstofunnar. Hann var orðinn helzt til seinn og Melton þegar tekinn til starfa, þegar hann kom inn. — Góðan dag, Melton. Ransome kinkaði kolli. Ánægður? Jú, i-eyndar er ég það. Ég hef loksins lokið við skýrsluna og lagt hana í póst til Konunglega rannsóknaráðsins. Að vissu leyti er eins og byrði sé af mér létt. Melton brosti svo að skein í hvítar tennurnar. — Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að sérhver mað- ur eigi að hafa einhverja tómstundavinnu, sagði hann. Frí- merkjasöfnun, garðrækt eða eitthvað þessháttar. En ég hef aldrei getað skilið hvaða gaman þú hefur af því að kryfja þessa krabba. — - Humar ... leiðrétti Ransome vinnufélaga sinn af þeirri smámunalegu nákvæmni, sem honum var lagin. Melton horfði annars hugar á einhverja upplausn í til- raunaglasi. — Jæja; þú hefu.r þá rekið endahnútinn á þetta tómstunda- starf þitt og samið skýrslu um niðurstöðurnar. Það var tími til kominn; hve lengi hefurðu eiginlega fengizt við þessa humarkrufningu? Ransome hrukkaði ennið og hugsaði sig um. — í tuttugu og fimm ár, að minnsta kosti svona öðru hverju. Hann dró bréfin upp úr vasa sínum. — Ég hafði ekki tíma til að líta yfir þau áður en ég fór að heiman. Ekki blöðin heldur. Er annars nokkuð markvert í fréttum í dag? Hann heyrði ekki svar félaga síns. Hann hafði þegar brotið upp tvö bréfin, lesið þau lauslega og stungið þeim aftur í vas- ann. En hið þriðja las hann tvívegis. Loks rétti hann Melton bréfið. — Líttu yfir það, sagði hann. ÞAÐ var ekki langt bréf. Einföld örk. Rithöndin kraft- SJOUNDI MAÐURINN BERIST ÞÉR BRÉF FRÁ EINHVERJUM, MÖRGUM ÁRUM EFTIR LÁT HANS, ER PÓSTÞJÓNUSTU OFTAST UM AÐ KENNA. OFTAST EN EKKI ALLTAF.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.