Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 11
HERMANN ÞORSTEINSSON FULLTRÚI HJÁ S.l.S. ... ú t i saknaði ég kvöldbirtitnnar á sumrin — sólarlagsins óviöjafnanlega við Faxaflóá — ltreina, tæra loftsins og hins ferska og sval- andi drykkjarvatns frá Gventíarbrunnum .. . ...heima nýt ég í ríkum mæli þessara gæða — og ntargra annarra, sem ég hefi nú lært að msta nteira en áður, eins og t. d. landrým- isins ntcð jtví frelsi og mjguleikum, sém iþað ltefur upp á að bjóða. En hvers sakna ég lielzt að utan? Margs — en þó einskis veru- lega nenia þess, að hafa ekki — nema sjaldan — fyrir augum nú mannvirki alls konar, sem hlotiö hafa eðlilegan fullnaðarfrágang, sem tengir þau við umhverfið með æskilegu tilliti til samræmis oi< fegrunar — og sem njóta siðan nauðsynlegs viðhalds frá ári til árs. Réttnefni á heildarmyndinni hér í landi hvað mannanna handarverk snertir er: draslaraástand. Það er ljótt, en satt — því miður. Þett á við höfuðborgina, sjávarþorpin og sveitir landsins — með undantekningum þó, en sorglega fáum. Að vísu má sjá grcini- lega breytingu til batnaoar á útíiti mann- virkja síðari árin, en óralungt eigum við i land í þeim efnum, ef við berum okkur saman við næstu nágranna. Næmastur er maðúr fyrir þessu leiða standi hér, er maður er nýihominn heim, eftir nokkra dvöl í nágrannalöndunum. Fyrst undrast maður en hryggist síðan —• fyrir- verður sig, er maður tekur á móti erlendum gestum og leitast við af öllum mætti að beina athygli þeirra frá þvi, sem við höf- um sjálfir gert hér og til landsins, sem Guð skapaði svo fagurlega og gaf okkur — og svo fer maður að lokum að reyna að sætta sig við það sem er, en það tekst ekki, því að jafnvel orðin: „öllu má venjast svo gott þyki“ — hröikkva ekld til. VIKAN birti ekki alls fyrir löngu grein er nefndist: „Moldarhaugamcnning Reyk- vikinga“. Myndir fylgdu til staðfestinínnr því sem fullyrt var í þessari grein. Slíkar grein- ar eru eitt skæðasta vopnið í baráttunni við ó.'remd þá, sem við búuin við. Þess vegna: ein slík grein í hverri VIKU. Rorgarstjórinn okkar flutti þarfa hugvekju á Arnarhóli 17. júni s.l. Hann sagði m. a.: „Þótt allt hafi þurft að byggja hér frá grunni á sik ömmum tíma, þá er sá tími kominn, að við gérum okkur grein fyrir þvi að engu mannvirki er fulllokið, fyrr en það hefur verið tengt landslaginu og umhverfinu með frágangi lóðar og lands“ — Hann benti einn- ig á að íbúðir okkar innanstokks, afsanna kenninguna um að fjárskortur ráði þvi, hvern- ig ástand er hjá okikur utanstokks. Tíminn er kominn og vel það. Ómenning heitir það og vanþróun er það, að láta gott heita að koma hlut „í gagnið" rétt aðeins, hlaupa síðan frá ófullgerðu vcrki til að hefja nýja framkvæmd og uppbyggingu. Fjarstæða er að halda, að þessi kynslóð eigi að hrinda i framkvæmd öllu því, sem gera á hér í landinu í langri framtíð. Frekar ber okkur að gera vel og fullgera það sem í er ráðizt og gcfa okkur jafnframt tíma til Framhald á bls. 40. HÖRÐUR ÁGÚSTSSON LISTMÁLARI. Hörður Ágústsson, listmálari dvaldi í París á árunum 1947—1952. Siðan hefur hann búið hér á íslandi, en oftlega skroppið til borgar listanna smátíma i scnn. Hann er ekki i neinum vandræðum með spurninguna. — líg saknaði landsins, litanna, ljóssins, liafs og lofls. Það hljómár kannski undar- lega i eyrum, en ég gat aldrei málað í París það sem ég sá. Að vísu málaði ég andlits- myndir, módcl og þar fram eftir götunum, en mínar myndir, sem ég málaði í Paris voru ekki annað en endurminningar frá íslandi. Þannig, sem málari saknaði ég allra þeirra auðæfa I lit og fjölbreytni, sem land okkar hefur upp á að bjóða. Eftir luimkomuna saknaði ég mest lista- lífsins í París, allt slíkt er fábrotið hér á landi miðað við í Frakiklandi. Frakkar hafa iðkað listir í árþúsund, þeir eru grónir í myndlistinni. Það er eðlilegt að gróskan sé meiri lijá þeim en okkur, sem byrjuðum að mála fyrir sextiu árum. ÓLAFUR SKÚLASON ÆSKULÝÐSFULLTR. ÞJÓÐKIRKJUNNAR. Séra Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, dvaldist i Norður Dakota í Bandaríkjunum á árunum 1955 til 1959. Gegndi hann þar prestsstörfum. Þegar við spurðum hann spurningar okkar, kom í ljós, cins og lijá svo mörgum öðrum sem til þekkja, að trúarlegur áhugi og kirkjurækni Islcndinga er jieim til háborinnar skammar, þótt hinn almenni leikmaður taki vart eftir því fyrr en hann sér fordæmi annarra þjóða. 1. ldvers saknaði ég mest í Ameríku. ís- lenzkur matur þykir mér góður og slátur hið mesta hnossgæti, en ekki þurfti ég að sakna þess, þar sem sá réttur auk hangi- kjöts, sviða og skyrs var mjög oft á borðum hjá eldri kynslóð Vestur íslendinga i byggð- um Rauðárdalsins, þar sem við dvöldumst. En annað snerti mann meir, og ég hygg, að það hafi ætíð verið eins og viðvörunarbjalla þegar rætt var um, hvort ekki væri bezt að setjast að vestra til langdvalar. Það var rótarleysið i þessum jarðvegi t. d. skortur- inn á bernzku- og skólafélögum, sem setja svo mikinn svip á endurfundi og samkom- ur. Ég var á prestafundi i Minneapolis, margir saman komnir víðs vegar að. Allir gátu fundið þár einhvern, sem liægt var að ávarpa með töfraorðinu: „Manstu .. ?“ Allir þ. e. a. s. nema ég. Enginn kennara minna átti þar annan nemanda. Engin skólaævintýr hafði ég upplifað með öðrum, sem þar voru. Mér fannst ég eins og einhvers konar mun- aðarleysingi, sem allt í einu hafði fundið sig í núverandi mynd. Aumingjalegt tilfinn- ingavol, kannski, en sanit var það á þessari stundu raunverulegt, og ég held ég mundi lielzt minnast þess atburðar, ef hugurinn reikar lil þess, sem maður saknaði héðan að heiman. 2. En þá að vestan? Ja, sennilega mundi fjölskyldan einna hclzt sameinast i minningu ginni um bílana, sem við áttum og gátum ætið bruítðið oikikur í, a. m. k. þegar farið er að leita núna að strætisvagnamiðum og grennslast eftir, hvenær næsta rútufcrð er. En þegar dýpra er skyggnzt, kemur einna helzt í hugann söknuðurinn eftir hinum upp- örvandi áhuga varðandi kirkju- og kristin- dómslif, sem hvarvétna er að finna. Ekki áhugi, sem birtisl í nöldrandi kvörtunar- tón, heldur fann tjáningu sina i því að bjóða fram starfskrafta sína og láta ekki kirkju- bekkinn vera tóman á helgum dögum. VIKAN 33. tbl. — H

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.