Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 17
Honum duldist ekki í hvílíku uppnámi hún var. Hann gat ekki látið sér til hugar koma að það væri nærvera hans, sem því olli. „Eigið þér í einhverjum vand- ræðum?“ spurði hann hikandi. „Vandræðum? Vandræðum? Nei, nei, það er allt í stakasta lagi.“ Það var eins og hún hefði ekki einu sinni vald á hugsun sinni. Hann vissi ekki hvað hann átti að halda. Eitthvað var að. Ef til vill hafði hann vanmetið strang- leika valdhafanna og þá erfið- leika, sem Katya gat átt í vænd- um, ef hún blandaði geði við menn af bandamannaþjóð þeirra. Hann virti hana fyrir sér, reyndi að ráða í þessa óeðlilegu fram- komu hennar, gekk skrefi nær henni og tók um arm henni, og hana þraut þegar mátt og hné hennar titruðu. „Hvað er að, Katya?“ spurði hann. „Hef ég komið þér í ein- hver vandræði?“ Hann virti fyrir sér andlit hennar og hún hafði opnað munninn, augu hennar skinu og hún dró andann ótt og títt og barmur hennar bifaðist. „Nei, nei ... ekki nein ... vandræði,“ stundi hún lágt. Hann fann hvernig armar hennar titruðu, hvernig allur líkami hennar skalf og titraði, sá hvernig barmur hennar reis og hneig og brjóst hennar þrútn- uðu undir þunnri treyjunni og hvernig roðinn færðist um mjall- hvítt hörundið á hálsi hennar og sjáöldrin þöndust út. Hún varp- aði sér í fang honum, þrýsti sér að honum; ekki einungis að hana þryti afl og vilja til að veita honum viðnám, heldur varð hún allt í einu gripin heitum, blygð- unarlausum fúsleika til að ganga honum skilyrðislaust á vald. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hvað olli slíku ósjálfræði; að þessi framandi maður ... út- lendingur ... skyldi ná slíkum tökum á henni. Hún stundi af ástríðu, þegar hart og strítt skegg hans stakk hörund hennar, þegar hrjúfar varir hans særðu varir hennar. Það var drepið á dyr. Og veruleikinn skall yfir hana eins og flóðbylgja, herbergið, gistihúsið, hvar hún var stödd og hver hún var, hverjar aðstæð- ur hennar voru í lífinu, hvílíkt brjálæði hafði gripið hana allt í einu. „Já, já . . .“ svaraði hún. Brjálæði, hér í gistihúsinu um hábjartan dag, með Bandaríkja- manni. Það gat verið Arnaldov, sem stóð fyrir utan herbergis- dyrnar, eða einhver annar, sem átti við hana erindi í sambandi við starf hennar. Rödd gömlu umsjónarkonunn- ar heyrðist úti fyrir herbergis- dyrum. „Jú, þér getið tekið yður bað klukkan sex . . .“ Katyu létti svo að hún var að því komin að hníga niður. „Þakka yður fyrir,“ kallaði hún án þess að opna dyrnar. Hún heyrði fótatak konunnar fjarlægjast fram ganginn og nið- ur stigann. Svo sneri hún sér að honum og lét hallast upp að dyrastafnum. Hann virti hana fyrir sér. Hún steig skrefi nær honum, varpaði sér enn í faðm hans. „Ég stofna mér í mikla hættu,“ sagði hún lágt. „Þetta ... hér í gistihúsinu." „Já,“ svaraði hann. „Ég skil það nú ...“ „Nú verður þú að fara,“ hvísl- aði hún, er þau lágu enn í faðm- lögum stundu síðar. „Þú ætlaðir að færa mér einhverjar fréttir af Dmitri?“ „Já,“ svaraði hann. „Því var ég búinn að gleyma. Hann vill eiga tal við þig á morgun. Uppi í fjöllunum. Ég verð að vísa þér leiðina. Hún er dálítið torfarin." Framliald á bls. 50. r&Mií ' ,%tr ' % • ' '* > <«■ *, ' x ’-vV I P^P ,. - 's'z iiíiiiii m*m§m émMmrnsM , v i< ! !:■ .'■■:. ■' ■ i MlSilPliw ... ... . . ■ :. VXKAN 33. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.