Vikan


Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 15.08.1963, Blaðsíða 21
við þennan frakka, sem hann kom með frá Tahoe. Ralph sagði að honum hefði verið gefinn hann, en — ja, þetta var mjög vandaður og dýr tweedfrakki, brúnt Harris Tweed með stórum hnöppum, með leðurrönd. Hann var nærri nýr, það vantaði bara á hann einn hnappinn." „Hvaða hnapp?“ „Þann efsta. Ralph var með frakkann með sér, þegar hann fór í áætlunarbílnum til Los Angeles. Núna mundi ég allt í einu, hvar ég hafði séð nákvæmlega svona frakka. Ein af stúlkunum í röndótta líkbílnum hafði verið í honum utan yfir blautan sund- boiinn. Ég ók til baka til strandar- innar, og það var orðið hálf- rokkið, þegar ég loksins fann röndótta líkbílinn. Ég lagði min- um bíl fyrir aftan hann, og gekk niður á ströndina. A ströndinni höfðu verið kveikt bál, og fólk- ið sem sat í kringum þau leit út eins og ég gat ímyndað mér þá, sem komist hafa lífs af í atóm- styrj öld. í kring um eitt bálið sátu sex manneskjur, vafðar inn í teppi. Ég þekkti þau aftur, og ein stúlknanna var í brúna tweed- frakkanum. Þau gáfu mér engan gaum fyrr en ég sýndi þeim lögregluskjöldinn, sem ég hafði einu sinni fengið í gömlum slag niðri við höfn í San Pedro. Ég beindi orðum mínum til stúlkunnar. „Þessi frakki, sem þér eruð í, ungfrú. Hafið þér átt hann lengi?“ Saklaus augu hennar voru stór og skelkuð. Einn ungu mannanna sagði henni, að hún þyrfti ekki að svara, en hún gerði það samt: „í svona tvo mánuði. Ég f-fann hann.“ „Hvar?“ „Á ströndinni fyrir ofan Malibu. Hann bara rak þar á land eins og hvert annað drasl.“ Hún bætti við, um leið og hún rétti mér frakkann. „Af hverju spyrjið þér, vill eigandinn fá hann aftur?“ „Ég held að hann myndi verða mjög undrandi, ef hann sæi hann aftur.“ „Hver er eigandinn?" „Ég veit það ekki, ennþá.“ Áður en ég yfirgaf staðinn, skrifaði ég hjá mér nafn hennar og heimilisfang. Ég gekk svo upp að bílnum, og athugaði vörumerkið á frakkanum: Cutt- worth Ltd., Toronto. Fyrst datt mér í hug að hringja til Cutt- worth í Toronto þá strax, en að nánar athuguðu máli sá ég, að klukkan þar var komin langt fram yfir lokunartíma,og allt, sem ég mundi hafa upp úr því var snakk við næturvörðinn. Ég fór til baka inn í borgina, og hringdi í símasvarþjónustu mína. Leonard liðþjálfi í Citrus Junction hafði verið að reyna að ná í míg, og sagðist mundu verða á varðstofunni til tíu. Erindið var mjög áríðandi. Leonard var aleinn þegar ég kom inn á skrifstofu hans. Hann var ekki með neinar vífilengjur, og kom strax! að efninu: „Ég heyri, að þú hafir haft tal af móður Dolly í dag.“ „Já.“ „Mundirðu segja að hún væri taugaveikluð kona, nær örvænt- ingu út af dauða dóttur sinnar?“ „Hún er það alls ekki, að mínu áliti. Af hverju spyrðu?" „Af þessu.“ Þetta var ísteinn úr silfri með ferköntuðu handfangi. Miði með upphafsstöfum Leonards hékk við handfangið með vírspotta, sem var innsiglaður með blýi. Hann sagði: „Þetta fannst í morgun af leitarflokki fylkis- fanga, sem ég hef látið grand- leita um svæðið, þar sem lík Simpsons fannst. Saksóknarinn er ekki í bænum. Ég veit ekki hvað ég ætti helzt að gera. Mér er skapi næst að fara strax og fá undirskrifaða játningu —“ „Hjá frú Stone.“ „Nú hún keypti þetta hjá Drake Hardware búðinni hér í bænum. Teinninn er hluti úr samstæðu setti.“ „Þú ert viss um, að þetta sé teinninn, sem varð Simpson að bana?“ „Já, ég fór með hann í rann- sóknarstofuna í Los Angeles. Það er blóð á honum.“ Ég var enn að brjóta heilann um, hvað hann vildi mér í þessu sambandi. Eftir stutta stund kom svarið við þeim heilabrotum. „Án beinna fyrirskipana frá saksókn- aranum, þá get ég alls ekki rokið til og farið að yfirheyra fólk eins og Stone fjölskylduna, sem hefur alltaf verið meðal betri borgar- anna hér um slóðir. Konan mín og frú Stone eru meira segja í sama skemmtiklúbbnum." „Ég skil hvað þú ert að fara.“ „Ég veit, að mér er óhætt að treysta þér, Archer. Þú hefur gott orð á þér í þessum bransa.“ „Eg skal gera mitt bezta til þess að halda því. Má ég fá ís- teininn að láni?“ Honum virtist létta við að losna við hann. Það logaði aðeins á einu ljósi í húsinu, og frú Stone kom til dyra í gömlum greiðsluslopp ut- an yfir náttkjólnum. Hún var mjög þreytuleg. „Það er mjög framorðið. Hvað viljið þér?“ „Ég skal vera fljótur.“ Ég sýndi henni ísteininn. „Kannist þér við þetta, frú Stone?“ „Mér sýnist þetta vera •— já, ég held að þetta sé hluti af setti, sem ég gaf frú Jaimet í brúðar- gjöf. Hún átti heima hérna hinum megin við götuna og var alltaf svo góð við Dolly, svo mig lang- aði til þess að gefa henni eitt- hvað varanlegt, jafnvel þó ég haíi alls ekki haft efni á því. Hún var Dolly eins og önnur móðir, vegna þess að hún átti engin börn sjálf.“ Ég sagði henni hvar ísteinninn hefði fundizt. Hún sagði ákveðið: „Yður er óhætt að treysta því, að frú Jaimet er ekki viðriðin neitt morð. Þetta er sönn hefðarkona. Ég ætti kannski ekki að kalla hana frú Jaimet lengur, því hún er gift aftur, en ég hef alltaf átt svo erfitt með að muna nöfn.“ „Hafið þér nokkra hugmynd um hvar ég get náð sambandi við hana, frú Stone?“ „Hún býr í Los Angeles. Bíðið aðeins. Ég fékk jólakoi't frá henni, ég skal reyna að finna það.“ Ég stóð á rykugu dyraþrepinu og horfði yfir götuna. Það var alger ógjörningur að sjá, hvar hús þeirra Jaimet-hjóna hafði staðið. Frú Stone kom til baka með rautt og hvítt jólakort. „Gleðileg jól, gott og farsælt nýtt ár,“ stóð á því. Undirskriftin var: „Mark Blackwell höfuðs- maður og frú.“ „Ég hefði svo sem átt að muna að hann var höfuðsmaður," sagði frú Stone, afsakandi. „Ronald Jaimet, fyrri maður hennar, var skólastjóri við gagnfræðaskól- ann. Aumingja maðurinn, hann þjáðist af sykursýki. Hann fót- brotnaði í fjallgöngu uppi í Sierra-fjöllunum, átti ekkert insulin, og dó áður en þeir komu honum á sjúkrahús. Frú Jai — Blackwell varð fyrir miklu á- falli, en hún stóð sig eins og hetja.“ Ég vonaði, að hún gæti mætt mér með sama hetjuskapnum þegar ég heimsækti hana næst. Hún kom til með að þurfa á öllu sínu hugrekki að halda. Ég fór með ísteininn og þessar upplýsingar til Leonards lið- þjálfa. Ég sagði honum samt ekki, að frú Jaimet væri Isobel Blackwell. Hann gat fengið þær upplýsingar sjálfur næsta dag, þegar ég væri búinn að tala við hana. Það var mjög framorðið þegar ég kom upp í Bel Air en ljós log- uðu í Blackwell-húsinu, og leigu- bíll stóð fyrir utan húsið. Bíl- stjórinn var sofandi við stýrið. Ég var í þann veginn að vekja hann, þegar aðaldyr hússins opn- uðust, og kona kom út. Hún var há og ljóshærð, og í fyrstu hélt ég að þetta væri Isobel Black- well, en þegar hún kom betur í ljós, sá ég að þetta var móðir Harriet, Pauline Hatchen. Hún brosti þreytulega til mín. „Hissa, herra Archer?" „Ja, þetta er ekki beinlínis í nágrenni við Ajijic." „Ég flaug yfir í morgun. Hafið þér ekkert heyrt frá Harriet?" „Nei.“ „Ég verð að tala við einhvern,“ sagði hún. „Það þýðir ekkert að tala við Isobel. Hún er svo var- kár, og segir ekkert, nema það sem hún sjálf vill. Ég hata svo- leiðis fólk.“ Ég vísaði henni á bílinn minn, og kveikti í sígarettu fyrir hana. Ég sagði: „Þekkið þér Isobel Blackwell vel?“ „Ég er búin að þekkja hana mjög lengi, þó að það sé nú ekki eitt og það sama. Ronald, fyrri maður hennar, var bræðrabarn Marks, og líka einn af beztu vinum hans. Við hittum þau því oft, og Mark var til dæmis með Ronald uppi í fjöllunum, þegar hann dó.“ „Hvar er Mark Blackwell núna, frú Hatchen?“ „Uppi við Tahoe-vatn, að leita að Harriet. Hann frétti um hatt- inn.“ Hún beit í neðri vörina. „Þetta — þetta var hennar hatt- ur, var ekki svo?“ „Jú.“ „Haldið þér, að hún sé dáin?“ Rödd hennar var lág og döpur. Það var eins og hún væri búin að týna leiðinni til hamingjunn- ar, sem hún þóttist hafa fundið, og nú var eins og afleiðingar flótta hennar helltust yfir hana eins og ískaldur foss. „Guð fyrir- gefi mér, ég brást henni. Ég yfir- gaf hana í nauð.“ „Af hverju?“ „Ég gat ekki þolað Mark leng- ur. Mark var mömmudrengur í þess orðs fyllstu mei'kingu. Eft- ir að móðir hans dó, hélt ég, að ég gæti unnið hann, en þar skjátlaðist mér. Hann sneri allri sinni umhyggju og athygli að Harriet, sér í lagi eftir að hann komst á eftirlaun. Hann eyddi öllum sínum tíma með henni, valdi handa henni lesefni, leiki, vini, og jafnvel innri hugsanir. Hann gerði hana svo ruglaða, að hún vissi ekki lengur hvort hún var drengur eða stúlka, eða hvort hann var faðir hennar eða elsk- hugi.“ Röddin brást henni. „Hún var aðeins ellefu ára.“ Ég sat og hlustaði á hana gráta, og horfði á ljósin í Black- well-húsinu slokkna hvert af öðru. „Hafið þér heyrt frá Harriet eftir að hún fór frá Ajijic?“ „Ég fékk bréf frá henni í gær. Hún skrifaði það á sunnudaginn var.“ „Hvað stóð í því?“ „Hún sagði mér, að hún væri að fara að gifta sig, og væri yfir sig hamingjusöm, nema hana vantaði aðeins fimm þúsund doll- ara að láni til þess að komast til Suður-Ameríku.“ Hún þagnaði við. „Ég gleymi aldrei síðustu málsgreininni: „Elsku mamma, viltu gera þetta fyrir mig. Þetta er það eina, sem ég hef nokkurn tíma beðið þig um. Gefðu okkur Burke tækifæri til þess að vera saman. Ef ég fæ ekki notið hans, þá dey ég!“ Hún steig út úr bíln- Framhald á bls. 48 VIKAN 33. tbl. — 91

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.